Skrópar á allsherjarþingi en óttast ekki að vera gagnrýnd Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. september 2017 07:00 Leiðtogi Mjanmar mætti á allsherjarþingið í fyrra en ætlar að sitja hjá í ár. Nordicphotos/AFP Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi, utanríkisráðherra og leiðtogi Mjanmar, mun ekki mæta á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í næstu viku. Aung Shin, talsmaður ríkisstjórnarinnar, sagði við Reuters í gær að Suu Kyi hefði „ef til vill mikilvægari mál á dagskránni“. Shin sagði jafnframt að Suu Kyi óttaðist aldrei gagnrýni eða að taka á málunum. Líklegt þykir að Mjanmar verði gagnrýnt á þinginu fyrir það sem mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur kallað þjóðernishreinsanir á þjóðflokknum Rohingjum í Rakhine-héraði Mjanmar. Rohingjar eru múslimar og segja mannúðarsamtök að þeir hafi sætt ofsóknum í áratugi. Nærri 400.000 Rohingjar hafa nú flúið ríkið til Bangladess frá því að ný átök brutust út í lok síðasta mánaðar. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum brenna lögreglumenn og almennir borgarar bæi Rohingja til grunna og taka þá af lífi án dóms og laga. Kveikjan að átökunum var árás skæruliða úr þjóðflokknum á lögreglustöð. Þess er skemmst að minnast að Suu Kyi mætti á allsherjarþingið í fyrra í fyrsta sinn sem þjóðarleiðtogi. Sagði hún ríkisstjórn sína gera sitt besta til að skera á hnútinn og koma betur fram við Rohingja. En líkt og áður hefur komið fram sagði Suu Kyi á dögunum að umfjöllun um ofbeldið í Rakhine grundvallaðist á misskilningi. „Við vitum betur en flestir hvað það þýðir að verða fyrir mismunun og fá ekki að njóta mannréttinda. Þess vegna göngum við úr skugga um að allir íbúar ríkisins séu öruggir fyrir slíkri mismunun.“ Suu Kyi, sem er handhafi friðarverðlauna Nóbels, hefur sætt mikilli gagnrýni annarra verðlaunahafa og þjóðhöfðingja fyrir að leyfa ofsóknum í garð Rohingja að halda áfram og fyrir að þegja um vandann. Eins og áður segir er Suu Kyi þó ekki forsætisráðherra Mjanmar. Hún er ríkisráðgjafi. Sú staða var sérstaklega búin til svo Suu Kyi gæti gegnt hlutverki þjóðarleiðtoga en herforingjastjórnin sem ríkti áður en Suu Kyi tók við breytti stjórnarskránni svo enginn sem ætti erlendan maka eða börn gæti orðið forseti. Forseti Mjanmar heitir Htin Kyaw. Hann er samkvæmt lögum þjóðhöfðingi en í raun og veru er Suu Kyi yfirmaður hans, að því er BBC greinir frá. Þegar herforingjastjórnin lét af völdum tryggði hún þó að herinn gegndi áfram lykilhlutverki í stjórn landsins. Samkvæmt lögum á herinn fjórðung þingsæta og stýrir þremur mikilvægum ráðuneytum, það er innanríkisráðuneytinu, varnarmálaráðuneytinu og ráðuneyti landamæra. Þar af leiðandi stýrir herinn einnig lögreglu landsins. Herinn er opinberlega andvígur Rohingjum og lítur svo á að hann berjist við hryðjuverkamenn sem fái fjárstyrki frá erlendum aðilum og samkvæmt BBC er stór hluti almennings á sama máli. Þá er flokkur Suu Kyi ekki í meirihluta á héraðsþingi Rakhine. Þar eru þjóðernishyggjumenn í meirihluta og eru flokksmenn dyggir stuðningsmenn hersins. Ljóst er því að Suu Kyi hefur ekki næg völd til að binda enda á ofbeldið í Rakhine-héraði í snatri og segir Jonathan Head, blaðamaður BBC í Suðaustur-Asíu, að stór hluti kjósenda myndi snöggreiðast Suu Kyi ef hún færi að tala máli Rohingja. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi, utanríkisráðherra og leiðtogi Mjanmar, mun ekki mæta á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í næstu viku. Aung Shin, talsmaður ríkisstjórnarinnar, sagði við Reuters í gær að Suu Kyi hefði „ef til vill mikilvægari mál á dagskránni“. Shin sagði jafnframt að Suu Kyi óttaðist aldrei gagnrýni eða að taka á málunum. Líklegt þykir að Mjanmar verði gagnrýnt á þinginu fyrir það sem mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur kallað þjóðernishreinsanir á þjóðflokknum Rohingjum í Rakhine-héraði Mjanmar. Rohingjar eru múslimar og segja mannúðarsamtök að þeir hafi sætt ofsóknum í áratugi. Nærri 400.000 Rohingjar hafa nú flúið ríkið til Bangladess frá því að ný átök brutust út í lok síðasta mánaðar. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum brenna lögreglumenn og almennir borgarar bæi Rohingja til grunna og taka þá af lífi án dóms og laga. Kveikjan að átökunum var árás skæruliða úr þjóðflokknum á lögreglustöð. Þess er skemmst að minnast að Suu Kyi mætti á allsherjarþingið í fyrra í fyrsta sinn sem þjóðarleiðtogi. Sagði hún ríkisstjórn sína gera sitt besta til að skera á hnútinn og koma betur fram við Rohingja. En líkt og áður hefur komið fram sagði Suu Kyi á dögunum að umfjöllun um ofbeldið í Rakhine grundvallaðist á misskilningi. „Við vitum betur en flestir hvað það þýðir að verða fyrir mismunun og fá ekki að njóta mannréttinda. Þess vegna göngum við úr skugga um að allir íbúar ríkisins séu öruggir fyrir slíkri mismunun.“ Suu Kyi, sem er handhafi friðarverðlauna Nóbels, hefur sætt mikilli gagnrýni annarra verðlaunahafa og þjóðhöfðingja fyrir að leyfa ofsóknum í garð Rohingja að halda áfram og fyrir að þegja um vandann. Eins og áður segir er Suu Kyi þó ekki forsætisráðherra Mjanmar. Hún er ríkisráðgjafi. Sú staða var sérstaklega búin til svo Suu Kyi gæti gegnt hlutverki þjóðarleiðtoga en herforingjastjórnin sem ríkti áður en Suu Kyi tók við breytti stjórnarskránni svo enginn sem ætti erlendan maka eða börn gæti orðið forseti. Forseti Mjanmar heitir Htin Kyaw. Hann er samkvæmt lögum þjóðhöfðingi en í raun og veru er Suu Kyi yfirmaður hans, að því er BBC greinir frá. Þegar herforingjastjórnin lét af völdum tryggði hún þó að herinn gegndi áfram lykilhlutverki í stjórn landsins. Samkvæmt lögum á herinn fjórðung þingsæta og stýrir þremur mikilvægum ráðuneytum, það er innanríkisráðuneytinu, varnarmálaráðuneytinu og ráðuneyti landamæra. Þar af leiðandi stýrir herinn einnig lögreglu landsins. Herinn er opinberlega andvígur Rohingjum og lítur svo á að hann berjist við hryðjuverkamenn sem fái fjárstyrki frá erlendum aðilum og samkvæmt BBC er stór hluti almennings á sama máli. Þá er flokkur Suu Kyi ekki í meirihluta á héraðsþingi Rakhine. Þar eru þjóðernishyggjumenn í meirihluta og eru flokksmenn dyggir stuðningsmenn hersins. Ljóst er því að Suu Kyi hefur ekki næg völd til að binda enda á ofbeldið í Rakhine-héraði í snatri og segir Jonathan Head, blaðamaður BBC í Suðaustur-Asíu, að stór hluti kjósenda myndi snöggreiðast Suu Kyi ef hún færi að tala máli Rohingja.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira