Það sem Dagur Sig veit um stöðu mála hjá Aroni Pálmarssyni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2017 09:00 Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans, var gestur í Seinni bylgjunni á mánudagskvöldið en hann mun heimsækja þáttinn reglulega í vetur. Dagur ræddi meðal annars stöðuna á besta handboltamanni Íslands í dag en Aron Pálmarsson er hvorki að æfa né spila með liði sínu Veszprém í Ungverjalandi á þessu tímabili og mikil óvissa er með framhaldið hjá þessum frábæra handboltamanni. „Þetta er gríðarlega vond staða og hún getur farið í allar áttir eins og ég skil þetta rétt. Ég vona að þetta fari að leysast á næstu dögum og vikum,“ sagði Dagur en Tómas Þór Þórðarson gekk á Dag og spurði hann um hvort að hann hafi heyrt eitthvað. „Ég hef bara heyrt að það séu einhverjar viðræður að fara í gang. Ég veit ekki hvort að það séu viðræður á milli Barcelona og Veszprém. Ég hef heyrt að það sé komið tilboð,“ sagði Dagur en væri Aron þá að fara til Barcelona í janúar? „Nei hann kæmist bara strax til þeirra,“ sagði Dagur og bætti við: „Ég held að það sé alveg útilokað að hann fari aftur í Veszprém. Vranjes kom þarna sem nýr þjálfari og ég held að hann hafi ekkert haft með þetta að segja. Ég er svolítið vonsvikinn að hann hafi ekki staðið meira með Aroni í þessu,“ sagði Dagur. Hann er ekki nógu ánægður með sænska þjálfarann Ljubomir Vranjes. „Það er erfitt ef þú kemur sem nýr þjálfari inn í félag og færð stjórnina strax á bakið. Þú þarft því eiginlega að taka þessa ákvörðun strax í byrjun og taka slaginn á móti besta leikmanninum. Ég er svolítið „skúffaður“ að hann skildi taka það,“ sagði Dagur. Það er hægt að horfa á Dag og strákana í Seinni bylgjunni fara yfir stöðuna hjá Aroni Pálmarssyni í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2018 í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans, var gestur í Seinni bylgjunni á mánudagskvöldið en hann mun heimsækja þáttinn reglulega í vetur. Dagur ræddi meðal annars stöðuna á besta handboltamanni Íslands í dag en Aron Pálmarsson er hvorki að æfa né spila með liði sínu Veszprém í Ungverjalandi á þessu tímabili og mikil óvissa er með framhaldið hjá þessum frábæra handboltamanni. „Þetta er gríðarlega vond staða og hún getur farið í allar áttir eins og ég skil þetta rétt. Ég vona að þetta fari að leysast á næstu dögum og vikum,“ sagði Dagur en Tómas Þór Þórðarson gekk á Dag og spurði hann um hvort að hann hafi heyrt eitthvað. „Ég hef bara heyrt að það séu einhverjar viðræður að fara í gang. Ég veit ekki hvort að það séu viðræður á milli Barcelona og Veszprém. Ég hef heyrt að það sé komið tilboð,“ sagði Dagur en væri Aron þá að fara til Barcelona í janúar? „Nei hann kæmist bara strax til þeirra,“ sagði Dagur og bætti við: „Ég held að það sé alveg útilokað að hann fari aftur í Veszprém. Vranjes kom þarna sem nýr þjálfari og ég held að hann hafi ekkert haft með þetta að segja. Ég er svolítið vonsvikinn að hann hafi ekki staðið meira með Aroni í þessu,“ sagði Dagur. Hann er ekki nógu ánægður með sænska þjálfarann Ljubomir Vranjes. „Það er erfitt ef þú kemur sem nýr þjálfari inn í félag og færð stjórnina strax á bakið. Þú þarft því eiginlega að taka þessa ákvörðun strax í byrjun og taka slaginn á móti besta leikmanninum. Ég er svolítið „skúffaður“ að hann skildi taka það,“ sagði Dagur. Það er hægt að horfa á Dag og strákana í Seinni bylgjunni fara yfir stöðuna hjá Aroni Pálmarssyni í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2018 í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira