Akraborgin: Gummi Torfa skoraði bara 18 mörk Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. september 2017 22:00 Markahrókarnir Pétur Pétursson og Guðmundur Torfason voru í spjalli hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni í dag og ræddu umrædda 19 marka metið. Pétur var fyrstur allra til þess að komast í 19 mörk. Það gerði hann í 17 leikjum árið 1978. „Það var varla talað um að það væri eitthvað met á þessum tíma. Það var bara eftir síðasta leikinn að menn fóru að tala um að það væri komið eitthvað met,“ sagði Pétur. „Afrekið sem Pétur gerir á sínum tíma er svo merkilegt því hann er svo ungur, hann er bara 17 ára kvikindi,“ sagði Guðmundur. En afhverju spilaði Pétur bara 17 leiki á tímabilinu þegar hann sló metið? „Ég var alltaf í agabanni, var í agabanni í þrjú ár meira eða minna,“ sagði Pétur og hló. Guðmundur jafnaði met Péturs árið 1986, en hann spilaði ekki síðasta deildarleik tímabilsins. „Ég var í breyttu hlutverki, í leiknum þeim. Ásgeir heitinn Elíasson kemur til mín fyrir fundinn fyrir leikinn [Fram - KR á Laugardalsvelli í lokaleik umferðarinnar] og spyr: Hvort viltu verða Íslandsmeistari eða slá markametið? Og ég sagði náttúrulega bara bæði.“ „Það er mögulega ekki hægt, sagði hann, því þú átt að vera á miðjunni og þú átt að dekka Gunna Gísla, hann er svo sterkur skallamaður,“ sagði Guðmundur og rifjar upp lokasprettinn á tímabilinu 1986. Hann var ekki vítaskytta Framara þetta tímabilið, og fullyrðir að hann hefði skorað yfir 20 mörk hefði það verið hlutverk hans. Pétur sagði hins vegar að hann hafi ekki einu sinni náð 19 mörkum, því eitt marka hans hafi verið sjálfsmark. Mikil pressa hefur verið á Andra Rúnari Bjarnasyni, framherja Grindavíkur, hvort hann felli metið. Andri Rúnar er kominn með 18 mörk þegar einn umferð er eftir af Pepsi deild karla. En hvort Andri nær metinu eða ekki, þá mun það ekki lifa að eilífu. „Markamet mun alltaf falla á endanum,“ sagði Guðmundur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Teigurinn: Andri Rúnar er leikmaður ársins Strákarnir í Teignum veltu því fyrir sér hver væri búinn að vera besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. 22. september 2017 22:30 Tveimur mörkum frá ódauðleika: Andri Rúnar fær góðar kveðjur frá 19 marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur 180 mínútur til að bæta eftirsóttasta met íslenska boltans: Flest mörk á einni leiktíð. 23. september 2017 07:00 Andri Rúnar: Hvaða met ertu að tala um? „Ég er mjög ánægður með þetta. Við spiluðum mjög vel í dag og við áttum þetta skilið,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason leikmaður Grindvíkinga þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn gegn Blikum í dag. 17. september 2017 18:33 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sjá meira
Markahrókarnir Pétur Pétursson og Guðmundur Torfason voru í spjalli hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni í dag og ræddu umrædda 19 marka metið. Pétur var fyrstur allra til þess að komast í 19 mörk. Það gerði hann í 17 leikjum árið 1978. „Það var varla talað um að það væri eitthvað met á þessum tíma. Það var bara eftir síðasta leikinn að menn fóru að tala um að það væri komið eitthvað met,“ sagði Pétur. „Afrekið sem Pétur gerir á sínum tíma er svo merkilegt því hann er svo ungur, hann er bara 17 ára kvikindi,“ sagði Guðmundur. En afhverju spilaði Pétur bara 17 leiki á tímabilinu þegar hann sló metið? „Ég var alltaf í agabanni, var í agabanni í þrjú ár meira eða minna,“ sagði Pétur og hló. Guðmundur jafnaði met Péturs árið 1986, en hann spilaði ekki síðasta deildarleik tímabilsins. „Ég var í breyttu hlutverki, í leiknum þeim. Ásgeir heitinn Elíasson kemur til mín fyrir fundinn fyrir leikinn [Fram - KR á Laugardalsvelli í lokaleik umferðarinnar] og spyr: Hvort viltu verða Íslandsmeistari eða slá markametið? Og ég sagði náttúrulega bara bæði.“ „Það er mögulega ekki hægt, sagði hann, því þú átt að vera á miðjunni og þú átt að dekka Gunna Gísla, hann er svo sterkur skallamaður,“ sagði Guðmundur og rifjar upp lokasprettinn á tímabilinu 1986. Hann var ekki vítaskytta Framara þetta tímabilið, og fullyrðir að hann hefði skorað yfir 20 mörk hefði það verið hlutverk hans. Pétur sagði hins vegar að hann hafi ekki einu sinni náð 19 mörkum, því eitt marka hans hafi verið sjálfsmark. Mikil pressa hefur verið á Andra Rúnari Bjarnasyni, framherja Grindavíkur, hvort hann felli metið. Andri Rúnar er kominn með 18 mörk þegar einn umferð er eftir af Pepsi deild karla. En hvort Andri nær metinu eða ekki, þá mun það ekki lifa að eilífu. „Markamet mun alltaf falla á endanum,“ sagði Guðmundur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Teigurinn: Andri Rúnar er leikmaður ársins Strákarnir í Teignum veltu því fyrir sér hver væri búinn að vera besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. 22. september 2017 22:30 Tveimur mörkum frá ódauðleika: Andri Rúnar fær góðar kveðjur frá 19 marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur 180 mínútur til að bæta eftirsóttasta met íslenska boltans: Flest mörk á einni leiktíð. 23. september 2017 07:00 Andri Rúnar: Hvaða met ertu að tala um? „Ég er mjög ánægður með þetta. Við spiluðum mjög vel í dag og við áttum þetta skilið,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason leikmaður Grindvíkinga þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn gegn Blikum í dag. 17. september 2017 18:33 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sjá meira
Teigurinn: Andri Rúnar er leikmaður ársins Strákarnir í Teignum veltu því fyrir sér hver væri búinn að vera besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. 22. september 2017 22:30
Tveimur mörkum frá ódauðleika: Andri Rúnar fær góðar kveðjur frá 19 marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur 180 mínútur til að bæta eftirsóttasta met íslenska boltans: Flest mörk á einni leiktíð. 23. september 2017 07:00
Andri Rúnar: Hvaða met ertu að tala um? „Ég er mjög ánægður með þetta. Við spiluðum mjög vel í dag og við áttum þetta skilið,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason leikmaður Grindvíkinga þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn gegn Blikum í dag. 17. september 2017 18:33