Neitar því ekki að hafa kallað forsetann fávita Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2017 15:21 Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AFP Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. Hann hafi aldrei íhugað það. Hann vildi ekki ræða um það við blaðamenn hvort hann hefði kallað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fávita.NBC birti í morgun frétt þar sem því var haldið fram að Mike Pence, varaforseti, hefði þurft að grípa inn í þegar Tillerson hafi ætlað að segja upp í sumar. Nokkrum dögum áður hafi hann verið á fundi með þjóðaröryggisráði Trump og ráðgjöfum hans og hafi kallað forsetann fávita. Tillerson hélt óvæntan blaðamannafund í dag vegna fregnanna þar sem hann sagðist aldrei hafa íhugað að hætta í starfi sínu. Spenna er sögð hafa myndast á milli Tillerson og Trump sem hafa oft á tíðum verið ósammála opinberlega og þar á meðal um málefni Norður-Kóreu og Íran. Spennan mun hafa náð hámarki þegar Trump flutti umdeilda ræðu fyrir framan fjölmarga unga skáta í júlí. Tillerson, sem var eitt sinni yfirmaður skátahreyfingarinnar í Bandaríkjunum, mun þá hafa verið á sínum heimaslóðum í Texas og er hann sagður hafa hótað því að fara ekki aftur til Washington DC.Aðrar fréttastofur vestanhafs hafa einnig heimildir fyrir því að Tillerson hafi kallað Trump fávita og að Trump hafi komist að því. Tillerson sagðist ekki vilja ræða þær fregnir. Þegar hann var spurður hvort að Trump hefði farið fram á það Tillerson myndi neita þessum fregnum opinberlega sagðist Tillerson ekki hafa talað við forsetann í dag. Donald Trump tísti þó skömmu áður en blaðamannafundurinn hófst og þar skammaðist hann yfir NBC og CNN. Um leið og blaðamannafundur Tillerson var búinn tísti forsetinn aftur og sagði að NBC ætti að biðja „BANDARÍKIN“ afsökunar.NBC news is #FakeNews and more dishonest than even CNN. They are a disgrace to good reporting. No wonder their news ratings are way down!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 4, 2017 The @NBCNews story has just been totally refuted by Sec. Tillerson and @VP Pence. It is #FakeNews. They should issue an apology to AMERICA!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 4, 2017 Donald Trump Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. Hann hafi aldrei íhugað það. Hann vildi ekki ræða um það við blaðamenn hvort hann hefði kallað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fávita.NBC birti í morgun frétt þar sem því var haldið fram að Mike Pence, varaforseti, hefði þurft að grípa inn í þegar Tillerson hafi ætlað að segja upp í sumar. Nokkrum dögum áður hafi hann verið á fundi með þjóðaröryggisráði Trump og ráðgjöfum hans og hafi kallað forsetann fávita. Tillerson hélt óvæntan blaðamannafund í dag vegna fregnanna þar sem hann sagðist aldrei hafa íhugað að hætta í starfi sínu. Spenna er sögð hafa myndast á milli Tillerson og Trump sem hafa oft á tíðum verið ósammála opinberlega og þar á meðal um málefni Norður-Kóreu og Íran. Spennan mun hafa náð hámarki þegar Trump flutti umdeilda ræðu fyrir framan fjölmarga unga skáta í júlí. Tillerson, sem var eitt sinni yfirmaður skátahreyfingarinnar í Bandaríkjunum, mun þá hafa verið á sínum heimaslóðum í Texas og er hann sagður hafa hótað því að fara ekki aftur til Washington DC.Aðrar fréttastofur vestanhafs hafa einnig heimildir fyrir því að Tillerson hafi kallað Trump fávita og að Trump hafi komist að því. Tillerson sagðist ekki vilja ræða þær fregnir. Þegar hann var spurður hvort að Trump hefði farið fram á það Tillerson myndi neita þessum fregnum opinberlega sagðist Tillerson ekki hafa talað við forsetann í dag. Donald Trump tísti þó skömmu áður en blaðamannafundurinn hófst og þar skammaðist hann yfir NBC og CNN. Um leið og blaðamannafundur Tillerson var búinn tísti forsetinn aftur og sagði að NBC ætti að biðja „BANDARÍKIN“ afsökunar.NBC news is #FakeNews and more dishonest than even CNN. They are a disgrace to good reporting. No wonder their news ratings are way down!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 4, 2017 The @NBCNews story has just been totally refuted by Sec. Tillerson and @VP Pence. It is #FakeNews. They should issue an apology to AMERICA!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 4, 2017
Donald Trump Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira