Tugir kvenna hafa stigið fram og sakað kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi síðustu vikuna.
Einnig vakti athygli þegar leikarinn Terry Crews steig fram og sagðist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni.
Nú hefur leikarinn James Van Der Beek, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í Dawson´s Creek sagt frá því sem hann hefur upplifað á ferli sínum í Hollywood en í Twitter-færslu sem hann ritaði í gærkvöldi sagðist hann skilja vel þær konur sem þorðu ekki að segja frá þeirri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir.
„Ég hef verið gripinn í rassinn af eldri og valdameiri mönnum. Ég hef verið króaður af í óviðeigandi kynferðislegum samræðum þegar ég var mun yngri,“ segir Van Der Beek sem var tvítugur þegar hann var ráðinn til að leika aðalhlutverkið í Dawson´s Creek.
„Ég hef skilning á skömminni, vanmættinu og vangetunni við að segja frá,“ segir Van Der Beek og tekur fram að slík hörmuleg upplifun virðist oft vera óyfirstíganleg.
For anyone judging the women who stayed silent, read this for perspective. Also for anyone brushing off harassment as “boys being boys.” https://t.co/UX9xWxpn2K
— James Van Der Beek (@vanderjames) October 12, 2017
What Weinstein is being accused of is criminal. What he's admitted to is unacceptable - in any industry. I applaud everybody speaking out.
— James Van Der Beek (@vanderjames) October 12, 2017
I've had my ass grabbed by older, powerful men, I've had them corner me in inappropriate sexual conversations when I was much younger...
— James Van Der Beek (@vanderjames) October 12, 2017
I've had my ass grabbed by older, powerful men, I've had them corner me in inappropriate sexual conversations when I was much younger...
— James Van Der Beek (@vanderjames) October 12, 2017
I understand the unwarranted shame, powerlessness & inability to blow the whistle. There's a power dynamic that feels impossible to overcome
— James Van Der Beek (@vanderjames) October 12, 2017