Sjórán og geirfugladráp Stefán Pálsson skrifar 12. nóvember 2017 11:00 Sumarið 1809 rændi danski ævintýramaðurinn Jørgen Jørgensen völdum á Íslandi og útnefndi sig verndara landsmanna og hæstráðanda til sjós og lands. Þótt valdatími hans yrði ekki nema fáeinar vikur var saga Jörundar hundadagakonungs svo reyfarakennd að hvert mannsbarn hefur heyrt á hann minnst. Fjölmargar bækur hafa verið ritaðar um Jörund, doktorsritgerðir og jafnvel leikrit. Byltingin árið 1809 hefur öðlast svo stóran sess í hugum Íslendinga að aðrir og ekki síður magnaðir atburðir, sem áttu sér stað ári fyrr, hafa gjörsamlega fallið í skuggann. Nú um stundir kannast fáir við Gilpins-ránið 1808, en ætla má að það væri fyrirferðarmikið í sögubókum ef ekki hefðu komið til hin safaríku ævintýri hundadagakonungsins. Báðir þessir atburðir voru af sömu rót runnir. Danir höfðu dregist inn í stríð Frakka og Breta, en eftir árás þeirra síðarnefndu á Kaupmannahöfn árið 1807 lýsti Danmörk stríði á hendur Bretlandi. Þar með voru öll dönsk skip orðin lögmæt skotmörk breska flotans, sem átti eftir að reynast hjálendum Dana í Norður-Atlantshafi dýrkeypt. En það voru ekki aðeins bresk herskip sem blönduðu sér í málið, því sjóhernaður var að talsverðu leyti einkavæddur á þessum árum. Einstaklingar gátu fengið leyfi til sjórána frá ríkisstjórnum og hirt að launum hluta herfangsins. Sjórán þessi fylgdu þó flóknum reglum og voru jafnvel starfræktir sérstakir dómstólar sem höfðu það hlutverk að meta hvort rétt væri að þeim staðið. Meðal þeirra, sem sóttu um leyfi bresku krúnunnar til að herja á dönsk skip, var þýskur maður með barónstign, Karl von Hompesch að nafni. Í júníbyrjun 1808 stýrði hann skipi sínu, Salamine, til hafnar í Færeyjum og rændi þar og ruplaði. Breskt herskip hafði raunar ráðist á Þórshöfn skömmu áður og látið þar greipar sópa, en ekki náð að flytja allt herfangið með sér úr landi. Von Hompesch, sem mun hafa borið gleraugu og hefur því fengið hið sérkennilega viðurnefni „brillumaðurinn“ í færeyskri sögu, sló eign sinni á afganginn af góssi Bretanna og hóf að flytja til Skotlands. Jafnframt lét hann taka til fanga færeyskan sæfara, Peter Hansen. Ástæðan var sú að Hansen þessi hafði í tvígang siglt til Íslands og var honum nú skipað að gerast leiðsögumaður í herleiðangri þangað. Ekki tók von Hompesch sjálfur þátt í Íslandsförinni, heldur fól skipstjóra sínum, Thomasi Gilpin, stjórn ferðarinnar.Ójafn leikur Gilpin og menn hans komu til Íslands í seinni hluta júlímánaðar og hófu þegar leit að mögulegum ránsfeng. Þeir tóku land í Hafnarfirði og héldu því næst að Bessastöðum, en á hvorugum staðnum fundu þeir neitt fémætt sem telja mætti eign dönsku krúnunnar. Að lokum lá leið þeirra til Reykjavíkur þar sem helstu embættismenn landsins höfðu komið saman til neyðarfundar. Þótt sjóræningjaflokkurinn teldi ekki nema 25 manns, reyndust þeir algjörir ofjarlar Íslendinga. Reykjavík mátti heita vopnlaus og flestir fullfrískir karlmenn þess utan fjarverandi vegna heyskapar. Komust embættismennirnir að þeirri niðurstöðu að mótspyrna væri tilgangslaus og létu undan kröfum aðkomumannanna. Þótti það ekki til marks um mikla hetjulund. Gilpin fékk því í hendur lykilinn að fjárhirslu konungs í landinu. Það var í raun verkleg kista sem hafði að geyma Jarðabókasjóð, auk þess sem einstaklingar gátu geymt í henni fé sitt. Jarðabókasjóður samanstóð af tekjum konungs af eignum sínum á Íslandi og ýmsum sköttum og gjöldum, svo sem sakeyri. Sjóðurinn stóð undir ýmsum launagreiðslum, eftirlaunum og kostnaði við skólarekstur og kirkjur. Ekki þótti bresku sjóræningjunum mikið til uppskerunnar koma, enda sjóðurinn rýr og ekkert viðbótarfé borist til hans frá Danmörku vegna stríðsátakanna. Þá olli það þeim vonbrigðum að meginhluti upphæðarinnar var í íslenskum peningaseðlum, en ekki í silfri. Ekkert væri á slíkum ránsfeng að græða. Krafðist Gilpin þess af kaupmönnum að þeir skiptu á seðlunum og silfri, en annars yrði honum nauðugur einn kostur að hirða frá þeim varning sem næmi andvirði þeirra. Næstu daga fóru ræningjarnir um sveitir í dauðaleit að verðmætum í eigu krúnunnar á meðan þess var beðið að kaupmönnum tækist að skrapa silfrið saman. Miðað við ræningjaflokk var hópurinn þó afar kurteis. Þannig var slegið upp tveimur dansleikjum í Reykjavík þar sem bæjarbúar skemmtu sér við dans með sjóræningjunum. Gilpin gætti þess sömuleiðis að greiða þeim landsmönnum sem skikkaðir voru til hjálpar fyrir veitta aðstoð og voru kaffibaunir algengasti gjaldmiðillinn. Þá refsaði hann harðlega þeim skipverjum sem uppvísir urðu að ránstilraunum. Að lokum hélt Salamine aftur frá Reykjavík með allt það silfur sem tekist hafði að afla. Urðu ræningjarnir þó að sætta sig við að hirða talsvert af verðlitlum peningaseðlum og gerðu þeir ekki alvöru úr þeirri hótun sinni að taka varning kaupmanna í staðinn. Voru landfógeti og staðgengill stiftamtmanns látnir skrifa undir kvittun fyrir upptöku fjárins og vottorð fyrir góðri framkomu sjóræningjanna í landi.Lögmæt sjórán Lýsingarnar á formfestu og nákvæmni ræningjaflokksins í Reykjavík kunna að stangast á við staðalmyndir flestra af sjóránum fyrri alda, en sjórán í umboði hins opinbera voru heldur ekkert gamanmál. Sem fyrr segir þurftu sjálfstætt starfandi sjóræningjar að fá formlega staðfestingu á réttmæti ránsfengs síns og máttu búast við að þurfa að verja hann fyrir dómi. Sú varð enda raunin varðandi Gilpins-ránið, sem átti eftir að velkjast í breska dómskerfinu næstu misserin. Tekist var á um ýmis álitaefni, svo sem hvort heimildin til sjórána næði einnig til ránsleiðangra í landi. Í því samhengi var talið skipta máli hvort um hefði verið að ræða árás á virki eða víggirta borg, en Reykjavík gat ekki fallið undir þá skilgreiningu. Aðalágreiningsefnið var þó hvort líta bæri á ránsfenginn sem fjármuni krúnunnar. Sannað þótti að í Færeyjum hefðu ræningjarnir hirt eignir einstaklinga, sem var stranglega bannað í sjóránum af þessu tagi. Varðandi Jarðabókasjóðinn féllst dómarinn á þau rök Íslendinga að líta bæri á hann sem eign kirkjunnar en ekki konungsins. Að ræna kirkjur var talið svívirðilegt athæfi og voru sjóræningjarnir því skikkaðir til að skila sjóðnum, sem og þeir gerðu. Hin prúðmannlega ránsför Gilpins til Íslands árið 1808 hefur að mestu fallið í gleymskunnar dá, enda saga hennar – þótt kúnstug sé – ekki jafn dramatísk og Íslandsævintýri Jörundar sumarið eftir. Þó kann svo að vera að leiðangurinn hafi haft önnur og afdrifaríkari áhrif á náttúrusögu heimsins en flesta rennir í grun.Síðasta athvarfið Skipverjarnir á Salamine gerðu nefnilega fleira en að leita uppi konungssilfur á Íslandi. Á leiðinni staðnæmdust þeir við smáeyjuna Geirfuglasker, suðvestur af Eldey. Geirfuglasker var heimkynni aragrúa sjófugla. Íslendingum var vel kunnugt um eyjuna og höfðu fyrr á tíð sótt þangað fugl og egg, en almennt var ferðin þangað og lendingin talin of hættuleg til að vera áhættunnar virði. Nokkrir sjóræningjanna létu það þó ekki stöðva sig, heldur stigu á land og drápu fugla í gríð og erg. Samkvæmt sumum heimildum var það öðru fremur skemmdarfýsn sem réð framferði mannanna, sem hafi viljað spilla fuglavarpinu fyrir Íslendingum. Líklegra verður þó að telja – og fremur í takt við framgöngu Gilpins og hans manna – að tilgangurinn hafi frekar verið sá að afla sér matar. Ekki er alveg víst að sjóræningjarnir hafi hitt fyrir marga geirfugla í þessari ferð sinni. Eyjan var að sönnu kennd við þessa merku fugla, sem voru bæði gómsætir og auðveiddir enda ófleygir. Hins vegar var hópurinn svo seint á ferðinni að mögulegt er að fuglinn hafi verið búinn að koma ungunum á legg og haldið til hafs. Hafi geirfugl verið að finna á skerinu, má þó telja víst að hann hafi ratað á matseðil Gilpins og félaga. Hvort hinn færeyski Peter Hansen fór í eyna er heldur ekki vitað, en hann hefur þó vafalítið fylgst með af athygli. Fimm árum síðar var Hansen skipstjóri á skonnortu sem send var til Íslands í örvæningarfullri leit að vistum, eftir að átök Napóleonsstyrjaldanna voru nærri búin að valda hungursneyð í Færeyjum. Minnugur ferðarinnar með Gilpin, vissi Peter Hansen að afla mætti gnóttar fuglakjöts á Geirfuglaskeri. Þangað lagði áhöfnin leið sína og hirti ókjörin öll af fugli, þar á meðal fjölda geirfugla. Það sem Hansen vissi ekki (og stóð líklega á sama um, hvort sem er) var að Geirfuglasker var um þessar mundir eitt allra síðasta athvarf þessara stórvöxnu fugla við Ísland og raunar í heiminum öllum. Í aldir og árþúsund hafði ágangur manna orðið til að útrýma stofnum fuglsins og hrekja hann á sífellt afskekktari slóðir. Fuglinn gat í raun aðeins þrifist á smáskerjum og eyjum sem voru nógu lágar til að hann kæmist upp á þær, en þó það torfærar að menn kæmust illa að. Dauðadómur tegundarinnar var í raun undirritaður þegar Geirfuglasker sökk að mestu í eldsumbrotum árið 1830. Fuglarnir sem eftir voru hröktust þá til Eldeyjar, þar sem þeir síðustu voru drepnir og seldir náttúrugripasöfnurum fáeinum árum síðar. En velta má því fyrir sér hvort stofninn hafi í raun átt sér viðreisnar von eftir slátranirnar 1813 og mögulega 1808 líka? Sjóræninginn Gilpin var ekki sama prúðmennið í samskiptum við dýr og menn. Saga til næsta bæjar Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Sjá meira
Sumarið 1809 rændi danski ævintýramaðurinn Jørgen Jørgensen völdum á Íslandi og útnefndi sig verndara landsmanna og hæstráðanda til sjós og lands. Þótt valdatími hans yrði ekki nema fáeinar vikur var saga Jörundar hundadagakonungs svo reyfarakennd að hvert mannsbarn hefur heyrt á hann minnst. Fjölmargar bækur hafa verið ritaðar um Jörund, doktorsritgerðir og jafnvel leikrit. Byltingin árið 1809 hefur öðlast svo stóran sess í hugum Íslendinga að aðrir og ekki síður magnaðir atburðir, sem áttu sér stað ári fyrr, hafa gjörsamlega fallið í skuggann. Nú um stundir kannast fáir við Gilpins-ránið 1808, en ætla má að það væri fyrirferðarmikið í sögubókum ef ekki hefðu komið til hin safaríku ævintýri hundadagakonungsins. Báðir þessir atburðir voru af sömu rót runnir. Danir höfðu dregist inn í stríð Frakka og Breta, en eftir árás þeirra síðarnefndu á Kaupmannahöfn árið 1807 lýsti Danmörk stríði á hendur Bretlandi. Þar með voru öll dönsk skip orðin lögmæt skotmörk breska flotans, sem átti eftir að reynast hjálendum Dana í Norður-Atlantshafi dýrkeypt. En það voru ekki aðeins bresk herskip sem blönduðu sér í málið, því sjóhernaður var að talsverðu leyti einkavæddur á þessum árum. Einstaklingar gátu fengið leyfi til sjórána frá ríkisstjórnum og hirt að launum hluta herfangsins. Sjórán þessi fylgdu þó flóknum reglum og voru jafnvel starfræktir sérstakir dómstólar sem höfðu það hlutverk að meta hvort rétt væri að þeim staðið. Meðal þeirra, sem sóttu um leyfi bresku krúnunnar til að herja á dönsk skip, var þýskur maður með barónstign, Karl von Hompesch að nafni. Í júníbyrjun 1808 stýrði hann skipi sínu, Salamine, til hafnar í Færeyjum og rændi þar og ruplaði. Breskt herskip hafði raunar ráðist á Þórshöfn skömmu áður og látið þar greipar sópa, en ekki náð að flytja allt herfangið með sér úr landi. Von Hompesch, sem mun hafa borið gleraugu og hefur því fengið hið sérkennilega viðurnefni „brillumaðurinn“ í færeyskri sögu, sló eign sinni á afganginn af góssi Bretanna og hóf að flytja til Skotlands. Jafnframt lét hann taka til fanga færeyskan sæfara, Peter Hansen. Ástæðan var sú að Hansen þessi hafði í tvígang siglt til Íslands og var honum nú skipað að gerast leiðsögumaður í herleiðangri þangað. Ekki tók von Hompesch sjálfur þátt í Íslandsförinni, heldur fól skipstjóra sínum, Thomasi Gilpin, stjórn ferðarinnar.Ójafn leikur Gilpin og menn hans komu til Íslands í seinni hluta júlímánaðar og hófu þegar leit að mögulegum ránsfeng. Þeir tóku land í Hafnarfirði og héldu því næst að Bessastöðum, en á hvorugum staðnum fundu þeir neitt fémætt sem telja mætti eign dönsku krúnunnar. Að lokum lá leið þeirra til Reykjavíkur þar sem helstu embættismenn landsins höfðu komið saman til neyðarfundar. Þótt sjóræningjaflokkurinn teldi ekki nema 25 manns, reyndust þeir algjörir ofjarlar Íslendinga. Reykjavík mátti heita vopnlaus og flestir fullfrískir karlmenn þess utan fjarverandi vegna heyskapar. Komust embættismennirnir að þeirri niðurstöðu að mótspyrna væri tilgangslaus og létu undan kröfum aðkomumannanna. Þótti það ekki til marks um mikla hetjulund. Gilpin fékk því í hendur lykilinn að fjárhirslu konungs í landinu. Það var í raun verkleg kista sem hafði að geyma Jarðabókasjóð, auk þess sem einstaklingar gátu geymt í henni fé sitt. Jarðabókasjóður samanstóð af tekjum konungs af eignum sínum á Íslandi og ýmsum sköttum og gjöldum, svo sem sakeyri. Sjóðurinn stóð undir ýmsum launagreiðslum, eftirlaunum og kostnaði við skólarekstur og kirkjur. Ekki þótti bresku sjóræningjunum mikið til uppskerunnar koma, enda sjóðurinn rýr og ekkert viðbótarfé borist til hans frá Danmörku vegna stríðsátakanna. Þá olli það þeim vonbrigðum að meginhluti upphæðarinnar var í íslenskum peningaseðlum, en ekki í silfri. Ekkert væri á slíkum ránsfeng að græða. Krafðist Gilpin þess af kaupmönnum að þeir skiptu á seðlunum og silfri, en annars yrði honum nauðugur einn kostur að hirða frá þeim varning sem næmi andvirði þeirra. Næstu daga fóru ræningjarnir um sveitir í dauðaleit að verðmætum í eigu krúnunnar á meðan þess var beðið að kaupmönnum tækist að skrapa silfrið saman. Miðað við ræningjaflokk var hópurinn þó afar kurteis. Þannig var slegið upp tveimur dansleikjum í Reykjavík þar sem bæjarbúar skemmtu sér við dans með sjóræningjunum. Gilpin gætti þess sömuleiðis að greiða þeim landsmönnum sem skikkaðir voru til hjálpar fyrir veitta aðstoð og voru kaffibaunir algengasti gjaldmiðillinn. Þá refsaði hann harðlega þeim skipverjum sem uppvísir urðu að ránstilraunum. Að lokum hélt Salamine aftur frá Reykjavík með allt það silfur sem tekist hafði að afla. Urðu ræningjarnir þó að sætta sig við að hirða talsvert af verðlitlum peningaseðlum og gerðu þeir ekki alvöru úr þeirri hótun sinni að taka varning kaupmanna í staðinn. Voru landfógeti og staðgengill stiftamtmanns látnir skrifa undir kvittun fyrir upptöku fjárins og vottorð fyrir góðri framkomu sjóræningjanna í landi.Lögmæt sjórán Lýsingarnar á formfestu og nákvæmni ræningjaflokksins í Reykjavík kunna að stangast á við staðalmyndir flestra af sjóránum fyrri alda, en sjórán í umboði hins opinbera voru heldur ekkert gamanmál. Sem fyrr segir þurftu sjálfstætt starfandi sjóræningjar að fá formlega staðfestingu á réttmæti ránsfengs síns og máttu búast við að þurfa að verja hann fyrir dómi. Sú varð enda raunin varðandi Gilpins-ránið, sem átti eftir að velkjast í breska dómskerfinu næstu misserin. Tekist var á um ýmis álitaefni, svo sem hvort heimildin til sjórána næði einnig til ránsleiðangra í landi. Í því samhengi var talið skipta máli hvort um hefði verið að ræða árás á virki eða víggirta borg, en Reykjavík gat ekki fallið undir þá skilgreiningu. Aðalágreiningsefnið var þó hvort líta bæri á ránsfenginn sem fjármuni krúnunnar. Sannað þótti að í Færeyjum hefðu ræningjarnir hirt eignir einstaklinga, sem var stranglega bannað í sjóránum af þessu tagi. Varðandi Jarðabókasjóðinn féllst dómarinn á þau rök Íslendinga að líta bæri á hann sem eign kirkjunnar en ekki konungsins. Að ræna kirkjur var talið svívirðilegt athæfi og voru sjóræningjarnir því skikkaðir til að skila sjóðnum, sem og þeir gerðu. Hin prúðmannlega ránsför Gilpins til Íslands árið 1808 hefur að mestu fallið í gleymskunnar dá, enda saga hennar – þótt kúnstug sé – ekki jafn dramatísk og Íslandsævintýri Jörundar sumarið eftir. Þó kann svo að vera að leiðangurinn hafi haft önnur og afdrifaríkari áhrif á náttúrusögu heimsins en flesta rennir í grun.Síðasta athvarfið Skipverjarnir á Salamine gerðu nefnilega fleira en að leita uppi konungssilfur á Íslandi. Á leiðinni staðnæmdust þeir við smáeyjuna Geirfuglasker, suðvestur af Eldey. Geirfuglasker var heimkynni aragrúa sjófugla. Íslendingum var vel kunnugt um eyjuna og höfðu fyrr á tíð sótt þangað fugl og egg, en almennt var ferðin þangað og lendingin talin of hættuleg til að vera áhættunnar virði. Nokkrir sjóræningjanna létu það þó ekki stöðva sig, heldur stigu á land og drápu fugla í gríð og erg. Samkvæmt sumum heimildum var það öðru fremur skemmdarfýsn sem réð framferði mannanna, sem hafi viljað spilla fuglavarpinu fyrir Íslendingum. Líklegra verður þó að telja – og fremur í takt við framgöngu Gilpins og hans manna – að tilgangurinn hafi frekar verið sá að afla sér matar. Ekki er alveg víst að sjóræningjarnir hafi hitt fyrir marga geirfugla í þessari ferð sinni. Eyjan var að sönnu kennd við þessa merku fugla, sem voru bæði gómsætir og auðveiddir enda ófleygir. Hins vegar var hópurinn svo seint á ferðinni að mögulegt er að fuglinn hafi verið búinn að koma ungunum á legg og haldið til hafs. Hafi geirfugl verið að finna á skerinu, má þó telja víst að hann hafi ratað á matseðil Gilpins og félaga. Hvort hinn færeyski Peter Hansen fór í eyna er heldur ekki vitað, en hann hefur þó vafalítið fylgst með af athygli. Fimm árum síðar var Hansen skipstjóri á skonnortu sem send var til Íslands í örvæningarfullri leit að vistum, eftir að átök Napóleonsstyrjaldanna voru nærri búin að valda hungursneyð í Færeyjum. Minnugur ferðarinnar með Gilpin, vissi Peter Hansen að afla mætti gnóttar fuglakjöts á Geirfuglaskeri. Þangað lagði áhöfnin leið sína og hirti ókjörin öll af fugli, þar á meðal fjölda geirfugla. Það sem Hansen vissi ekki (og stóð líklega á sama um, hvort sem er) var að Geirfuglasker var um þessar mundir eitt allra síðasta athvarf þessara stórvöxnu fugla við Ísland og raunar í heiminum öllum. Í aldir og árþúsund hafði ágangur manna orðið til að útrýma stofnum fuglsins og hrekja hann á sífellt afskekktari slóðir. Fuglinn gat í raun aðeins þrifist á smáskerjum og eyjum sem voru nógu lágar til að hann kæmist upp á þær, en þó það torfærar að menn kæmust illa að. Dauðadómur tegundarinnar var í raun undirritaður þegar Geirfuglasker sökk að mestu í eldsumbrotum árið 1830. Fuglarnir sem eftir voru hröktust þá til Eldeyjar, þar sem þeir síðustu voru drepnir og seldir náttúrugripasöfnurum fáeinum árum síðar. En velta má því fyrir sér hvort stofninn hafi í raun átt sér viðreisnar von eftir slátranirnar 1813 og mögulega 1808 líka? Sjóræninginn Gilpin var ekki sama prúðmennið í samskiptum við dýr og menn.
Saga til næsta bæjar Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Sjá meira