Munu ekki lengur sætta sig við ósanngjarna viðskiptahætti Atli Ísleifsson skrifar 10. nóvember 2017 12:39 Donald Trump Bandaríkjaforseti er nú á ferðalagi um Asíu. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin munu ekki lengur sætta sig við að verða misnotuð á sviði viðskipta. Trump sagði þetta í ræðu á fundi APEC, Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja, sem nú fer fram í Víetnam. Trump sagði að hann myndi ávallt setja hagsmuni Bandaríkjanna í fyrsta sæti og að önnur aðildarríki APEC þurfi að taka upp viðskiptahætti sem skili sér í gagnkvæmum ávinningi aðilanna. BBC segir frá. Xi Jinping Kínaforseti sagði í ræðu sinni að ekki væri hægt stöðva alþjóðavæðinguna og lýsti yfir stuðningi við marghliða samvinnu. Alls eiga 21 ríki aðild að APEC, en verg landsframleiðsla ríkjanna er um 60 prósent af heimsframleiðslu. Trump er nú á tólf daga ferðalagi um Asíu þar sem hann hefur þegar heimsótt Japan, Suður-Kóreu, Kína og Víetnam, en næst liggur leiðin til Filippseyja. Í fyrsta ári sínu í embætti hefur Trump dregið Bandaríkin úr viðræðum um gerð fríverslunarsamnings tólf Kyrrahafsríkja, þar sem hann telur samninginn skaða hagsmuni Bandaríkjanna.Gagnrýnir WTO Í ræðu sinni gagnrýndi Trump Alþjóðaviðskiptastofnunina WTO og sagði hana ekki geta starfað með skilvirkum hætti ef öll aðildarríkin virtu ekki regluverkið. Benti forsetinn á að önnur ríki hafi ekki svarað í sömu mynt þegar Bandaríkin hafi rutt viðskiptahindrunum úr vegi. Hann vildi þó ekki kenna öðrum APEC-ríkjum um heldur gagnrýndi hann fyrrverandi leiðtoga Bandaríkjanna um að hafa leyft málum að þróast á þennan veg. Trump opnaði svo á gerð tvíhliða viðskiptasamninga við hvert það ríki sem reiðubúið sé til samninga. Slíkir samningar yrðu þó að byggja á gagnkvæmri virðingu og ávinningi. Donald Trump Tengdar fréttir Trump hafði fögur orð um Xi Bandaríkjaforseti heimsótti forseta Kína í gær. Lofaði hann Kínverjann í bak og fyrir en hefur áður gagnrýnt Kínverja harðlega. 10. nóvember 2017 07:00 Pútín og Trump funda ekki Dagskrá leiðtoganna leyfði það ekki. 10. nóvember 2017 08:04 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin munu ekki lengur sætta sig við að verða misnotuð á sviði viðskipta. Trump sagði þetta í ræðu á fundi APEC, Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja, sem nú fer fram í Víetnam. Trump sagði að hann myndi ávallt setja hagsmuni Bandaríkjanna í fyrsta sæti og að önnur aðildarríki APEC þurfi að taka upp viðskiptahætti sem skili sér í gagnkvæmum ávinningi aðilanna. BBC segir frá. Xi Jinping Kínaforseti sagði í ræðu sinni að ekki væri hægt stöðva alþjóðavæðinguna og lýsti yfir stuðningi við marghliða samvinnu. Alls eiga 21 ríki aðild að APEC, en verg landsframleiðsla ríkjanna er um 60 prósent af heimsframleiðslu. Trump er nú á tólf daga ferðalagi um Asíu þar sem hann hefur þegar heimsótt Japan, Suður-Kóreu, Kína og Víetnam, en næst liggur leiðin til Filippseyja. Í fyrsta ári sínu í embætti hefur Trump dregið Bandaríkin úr viðræðum um gerð fríverslunarsamnings tólf Kyrrahafsríkja, þar sem hann telur samninginn skaða hagsmuni Bandaríkjanna.Gagnrýnir WTO Í ræðu sinni gagnrýndi Trump Alþjóðaviðskiptastofnunina WTO og sagði hana ekki geta starfað með skilvirkum hætti ef öll aðildarríkin virtu ekki regluverkið. Benti forsetinn á að önnur ríki hafi ekki svarað í sömu mynt þegar Bandaríkin hafi rutt viðskiptahindrunum úr vegi. Hann vildi þó ekki kenna öðrum APEC-ríkjum um heldur gagnrýndi hann fyrrverandi leiðtoga Bandaríkjanna um að hafa leyft málum að þróast á þennan veg. Trump opnaði svo á gerð tvíhliða viðskiptasamninga við hvert það ríki sem reiðubúið sé til samninga. Slíkir samningar yrðu þó að byggja á gagnkvæmri virðingu og ávinningi.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump hafði fögur orð um Xi Bandaríkjaforseti heimsótti forseta Kína í gær. Lofaði hann Kínverjann í bak og fyrir en hefur áður gagnrýnt Kínverja harðlega. 10. nóvember 2017 07:00 Pútín og Trump funda ekki Dagskrá leiðtoganna leyfði það ekki. 10. nóvember 2017 08:04 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira
Trump hafði fögur orð um Xi Bandaríkjaforseti heimsótti forseta Kína í gær. Lofaði hann Kínverjann í bak og fyrir en hefur áður gagnrýnt Kínverja harðlega. 10. nóvember 2017 07:00