Zúistar vilja fleiri en upplýsa ekki fjárhag Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. nóvember 2017 07:00 Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, lofar liðsmönnum trúfélagsins áframhaldandi útgreiðslu sóknargjalda. Ágúst Arnar Ágústsson, formaður zúista, svarar engum spurningum um fjárhag trúfélagsins sem auglýsir nú eftir nýjum félögum á Facebook og með bæklingum sem bornir eru í hús. Fólk er beðið að skrá sig fyrir 1. desember. Við þann dag miðast útgreiðsla sóknargjalda næstu tólf mánuðina. Zúistar greiddu fyrr í þessum mánuði 19.976 krónur til þeirra meðlima félagsins sem um það sóttu fyrir 15. nóvember síðastliðinn. Um er að ræða endurgreiðslu á sóknargjöldum frá ríkinu sem forverar Ágústs við stjórnvölinn í trúfélaginu lofuðu meðlimum sem gengu til liðs við zúista í stríðum straumum fyrir um tveimur árum. Ágúst segir upphæðina miðast við sóknargjöldin allt árið 2016 og það sem af er árinu 2017. Útkljáð var í byrjun október að Ágúst færi með forræði zúista. Tók hann þá við um 53 milljónum króna í sóknargjöld sem haldið hafði verið eftir í ríkissjóði á meðan greitt var úr því hver færi fyrir félaginu. Ágúst segir að tilkynnt hafi verið 24. október að zúistar myndu hefja endurgreiðslur í nóvember.Auglýst er eftir nýjum zúistum á Facebook og með bæklingum í hús.„Þann 3. nóvember var svo tilkynnt að opnað hafi verið fyrir umsóknir um endurgreiðslu,“ segir í svari Ágústs. Hann vísar á bug gagnrýni um að skammur tími hafi gefist fyrir félagsmenn til að sækja um endurgreiðslu. Lokað var fyrir umsóknir 15. nóvember. „Það umsóknarferli stóð yfir í tvær vikur og fengu allar þessar tilkynningar mikla fréttaumfjöllun á öllum helstu fjölmiðlum landsins. Umsóknarformið var hannað til að vera auðvelt að fylla út og auðskiljanlegt. Einnig hafa tilkynningarnar verið birtar á heimasíðu félagsins og Facebook-síðu félagsins,“ bendir Ágúst á. Vel yfir tvö þúsund manns voru skráðir sem zúistar þegar endurgreiðslurnar hófust. Ágúst svarar því ekki hversu margir sóttu um endurgreiðslu og hversu margir af þeim fengu ekki greiðslu. Ágúst segir mikið af villandi upplýsingum hafa verið í umferð. „Hefur félagið reynt að koma réttum upplýsingum á framfæri og loka ótengdum síðum sem hafa verið að dreifa slíku undir ímynd félagsins,“ segir forstöðumaðurinn. Félagsmenn zúista gátu valið að sóknargjöld þeirra rynnu til góðgerðarmála í staðinn fyrir að fara inn á þeirra eigin bankareikning. „Í kringum sjö prósent völdu þann möguleika,“ svarar Ágúst. Tvær og hálf milljón króna hafi verið lögð til hliðar vegna þessa. Barnaspítali Hringsins fékk 1,1 milljón króna frá zúistum í lok október. Sem fyrir segir fást ekki upplýsingar um heildarmyndina af fjárhag zúista, að minnsta kosti ekki að svo stöddu. „Skoðað verður að gefa út nákvæmari tölur síðar,“ segir Ágúst. Boðað hafði verið að þeir sem myndu sækja um endurgreiðslu án þess að eiga tilkall til hennar kynnu að verða kærðir til lögreglu. „Nei, ég á ekki von á því, umsóknarferlið gekk mjög vel,“ svarar Ágúst aðspurður hvort einhverjir verði kærðir. Hins vegar hafði Ágúst boðað að kæra kynni að verða lögð fram á hendur starfsmanni sýslumannsins á Norðurlandi eystra vegna stjórnsýslu hans. „Ég get staðfest það að félagið hefur einnig kært starfsmann sýslumanns til lögreglunar og vísum við í fyrri tilkynningu vegna frekari upplýsinga.“ Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Ágúst Arnar Ágústsson, formaður zúista, svarar engum spurningum um fjárhag trúfélagsins sem auglýsir nú eftir nýjum félögum á Facebook og með bæklingum sem bornir eru í hús. Fólk er beðið að skrá sig fyrir 1. desember. Við þann dag miðast útgreiðsla sóknargjalda næstu tólf mánuðina. Zúistar greiddu fyrr í þessum mánuði 19.976 krónur til þeirra meðlima félagsins sem um það sóttu fyrir 15. nóvember síðastliðinn. Um er að ræða endurgreiðslu á sóknargjöldum frá ríkinu sem forverar Ágústs við stjórnvölinn í trúfélaginu lofuðu meðlimum sem gengu til liðs við zúista í stríðum straumum fyrir um tveimur árum. Ágúst segir upphæðina miðast við sóknargjöldin allt árið 2016 og það sem af er árinu 2017. Útkljáð var í byrjun október að Ágúst færi með forræði zúista. Tók hann þá við um 53 milljónum króna í sóknargjöld sem haldið hafði verið eftir í ríkissjóði á meðan greitt var úr því hver færi fyrir félaginu. Ágúst segir að tilkynnt hafi verið 24. október að zúistar myndu hefja endurgreiðslur í nóvember.Auglýst er eftir nýjum zúistum á Facebook og með bæklingum í hús.„Þann 3. nóvember var svo tilkynnt að opnað hafi verið fyrir umsóknir um endurgreiðslu,“ segir í svari Ágústs. Hann vísar á bug gagnrýni um að skammur tími hafi gefist fyrir félagsmenn til að sækja um endurgreiðslu. Lokað var fyrir umsóknir 15. nóvember. „Það umsóknarferli stóð yfir í tvær vikur og fengu allar þessar tilkynningar mikla fréttaumfjöllun á öllum helstu fjölmiðlum landsins. Umsóknarformið var hannað til að vera auðvelt að fylla út og auðskiljanlegt. Einnig hafa tilkynningarnar verið birtar á heimasíðu félagsins og Facebook-síðu félagsins,“ bendir Ágúst á. Vel yfir tvö þúsund manns voru skráðir sem zúistar þegar endurgreiðslurnar hófust. Ágúst svarar því ekki hversu margir sóttu um endurgreiðslu og hversu margir af þeim fengu ekki greiðslu. Ágúst segir mikið af villandi upplýsingum hafa verið í umferð. „Hefur félagið reynt að koma réttum upplýsingum á framfæri og loka ótengdum síðum sem hafa verið að dreifa slíku undir ímynd félagsins,“ segir forstöðumaðurinn. Félagsmenn zúista gátu valið að sóknargjöld þeirra rynnu til góðgerðarmála í staðinn fyrir að fara inn á þeirra eigin bankareikning. „Í kringum sjö prósent völdu þann möguleika,“ svarar Ágúst. Tvær og hálf milljón króna hafi verið lögð til hliðar vegna þessa. Barnaspítali Hringsins fékk 1,1 milljón króna frá zúistum í lok október. Sem fyrir segir fást ekki upplýsingar um heildarmyndina af fjárhag zúista, að minnsta kosti ekki að svo stöddu. „Skoðað verður að gefa út nákvæmari tölur síðar,“ segir Ágúst. Boðað hafði verið að þeir sem myndu sækja um endurgreiðslu án þess að eiga tilkall til hennar kynnu að verða kærðir til lögreglu. „Nei, ég á ekki von á því, umsóknarferlið gekk mjög vel,“ svarar Ágúst aðspurður hvort einhverjir verði kærðir. Hins vegar hafði Ágúst boðað að kæra kynni að verða lögð fram á hendur starfsmanni sýslumannsins á Norðurlandi eystra vegna stjórnsýslu hans. „Ég get staðfest það að félagið hefur einnig kært starfsmann sýslumanns til lögreglunar og vísum við í fyrri tilkynningu vegna frekari upplýsinga.“
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira