Merkel vill frekar kosningar en minnihlutastjórn Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2017 08:02 Angela Merkel er í snúinni stöðu. Vísir/Getty Angela Merkel, Þýskalandskanslari, segir að hún sé frekar til í nýjar kosningar heldur en að stjórna Þýskalandi í minnihlutastjórn. Stjórnarmyndunarviðræður fóru út um þúfur í landinu í fyrrakvöld eftir margra vikna tilraunir til að mynda starfhæfan meirihluta.Sjá einnig: Ekki ósennilegt að kosið verði á ný í ÞýskalandiMerkel segist ekki sjá nein rök fyrir því að hún segi af sér kanslaraembættinu þrátt fyrir hina misheppnuðu tilraun til stjórnarmyndunar en Kristilegir Demókratar, flokkur Merkel, hafði verið í viðræðum við Græningja og Frjálslynda Demókrata, sem slitu viðræðunum í gærnótt. Í umræðunni hefur verið að Merkel gæti myndað minnihlutastjórn með stuðningi Græningja og mögulega fljótandi stuðningi Sósíaldemókrata (SDP). Ekki er hins vegar mikil hefð fyrir minnihlutastjórnum í Þýskalandi og bera ummæli kanslarans með sér að þessi valkostur sé nú úr myndinni. Tæpir tveir mánuðir eru frá þingkosningunum 24. september og í Þýskalandi er talaði um einhverja mestu stjórnmálakreppu í seinni tíð. Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands var ómyrkur í máli þegar hann ávarpaði fjölmiðla í Berlín í gær.Sjá einnig: Eiríkur Bergmann: Fordæmalaus staða í þýskum stjórnmálum„Við stöndum frammi fyrir fordæmislausum aðstæðum sem hafa ekki sést í Þýskalandi í 70 ár. Nú reynir á stjórnmálaflokkana sem aldrei fyrr. Stjórnarmyndun er alltaf erfitt ferli baráttu og deilna en verkefnið að mynda stjórn er sennilega æðsta verkefni sem kjósendur fela flokkunum í hverju lýðræðisríki. Og þetta verkefni er enn fyrir hendi,“ sagði Steinmeier. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Ekki ósennilegt að kosið verði á ný í Þýskalandi Í Þýskalandi blasir nú við erfiðasta stjórnarkreppa sem Þjóðverjar hafa staðið frammi fyrir í marga áratugi eftir að síðari viðræður Kristilegra demókrata, Frjálslynda flokksins og Græningja sigldu í strand rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. 20. nóvember 2017 19:00 Eiríkur Bergmann: Fordæmalaus staða í þýskum stjórnmálum Stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata, Frjálslynda flokksins og Græningja sigldu í strand í gærkvöldi. 20. nóvember 2017 11:22 Stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi slitið Óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi á milli Kristilega demókrataflokksins, Græningja og Frjálslynda flokksins hefur verið slitið. Frjálslyndi flokkurinn sleit viðræðunum laust fyrir miðnætti. 19. nóvember 2017 23:49 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Angela Merkel, Þýskalandskanslari, segir að hún sé frekar til í nýjar kosningar heldur en að stjórna Þýskalandi í minnihlutastjórn. Stjórnarmyndunarviðræður fóru út um þúfur í landinu í fyrrakvöld eftir margra vikna tilraunir til að mynda starfhæfan meirihluta.Sjá einnig: Ekki ósennilegt að kosið verði á ný í ÞýskalandiMerkel segist ekki sjá nein rök fyrir því að hún segi af sér kanslaraembættinu þrátt fyrir hina misheppnuðu tilraun til stjórnarmyndunar en Kristilegir Demókratar, flokkur Merkel, hafði verið í viðræðum við Græningja og Frjálslynda Demókrata, sem slitu viðræðunum í gærnótt. Í umræðunni hefur verið að Merkel gæti myndað minnihlutastjórn með stuðningi Græningja og mögulega fljótandi stuðningi Sósíaldemókrata (SDP). Ekki er hins vegar mikil hefð fyrir minnihlutastjórnum í Þýskalandi og bera ummæli kanslarans með sér að þessi valkostur sé nú úr myndinni. Tæpir tveir mánuðir eru frá þingkosningunum 24. september og í Þýskalandi er talaði um einhverja mestu stjórnmálakreppu í seinni tíð. Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands var ómyrkur í máli þegar hann ávarpaði fjölmiðla í Berlín í gær.Sjá einnig: Eiríkur Bergmann: Fordæmalaus staða í þýskum stjórnmálum„Við stöndum frammi fyrir fordæmislausum aðstæðum sem hafa ekki sést í Þýskalandi í 70 ár. Nú reynir á stjórnmálaflokkana sem aldrei fyrr. Stjórnarmyndun er alltaf erfitt ferli baráttu og deilna en verkefnið að mynda stjórn er sennilega æðsta verkefni sem kjósendur fela flokkunum í hverju lýðræðisríki. Og þetta verkefni er enn fyrir hendi,“ sagði Steinmeier.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Ekki ósennilegt að kosið verði á ný í Þýskalandi Í Þýskalandi blasir nú við erfiðasta stjórnarkreppa sem Þjóðverjar hafa staðið frammi fyrir í marga áratugi eftir að síðari viðræður Kristilegra demókrata, Frjálslynda flokksins og Græningja sigldu í strand rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. 20. nóvember 2017 19:00 Eiríkur Bergmann: Fordæmalaus staða í þýskum stjórnmálum Stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata, Frjálslynda flokksins og Græningja sigldu í strand í gærkvöldi. 20. nóvember 2017 11:22 Stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi slitið Óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi á milli Kristilega demókrataflokksins, Græningja og Frjálslynda flokksins hefur verið slitið. Frjálslyndi flokkurinn sleit viðræðunum laust fyrir miðnætti. 19. nóvember 2017 23:49 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Ekki ósennilegt að kosið verði á ný í Þýskalandi Í Þýskalandi blasir nú við erfiðasta stjórnarkreppa sem Þjóðverjar hafa staðið frammi fyrir í marga áratugi eftir að síðari viðræður Kristilegra demókrata, Frjálslynda flokksins og Græningja sigldu í strand rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. 20. nóvember 2017 19:00
Eiríkur Bergmann: Fordæmalaus staða í þýskum stjórnmálum Stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata, Frjálslynda flokksins og Græningja sigldu í strand í gærkvöldi. 20. nóvember 2017 11:22
Stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi slitið Óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi á milli Kristilega demókrataflokksins, Græningja og Frjálslynda flokksins hefur verið slitið. Frjálslyndi flokkurinn sleit viðræðunum laust fyrir miðnætti. 19. nóvember 2017 23:49