Að sjálfsögðu eru það börnin þeirra tvö, George prins og Charlotte prinsessa, sem stela senunni af foreldrum sínum, en skemmtilegur grallarasvipur er á litlu prinsessunni, sem varð tveggja ára á árinu sem er að líða.



Gaman verður að sjá jólakortið á næsta ári, en Vilhjálmur og Kate eiga von á sínu þriðja barni í apríl. Fjölskyldan eyðir jólunum með konungsfjölskyldunni, þar á meðal hinum nýtrúlofuðu Harry prins og Meghan Markle, á sveitasetri drottningarinnar, Sandringham House.
