Harry Bretaprins gengur að eiga Meghan Markle laugardaginn 19. maí á næsta ári.
Sama dag fer úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar fram.
Vilhjálmur prins verður í erfiðri stöðu því auk þess að vera bróðir og svaramaður Harrys er hann forseti enska knattspyrnusambandsins.
Vilhjálmur verður þó væntanlega frekar í Windsor kastala heldur en á Wembley. Annað væri allavega skrítið.
Vilhjálmur er vanur að vera viðstaddur bikarúrslitaleikinn og afhenda sigurvegaranum bikarinn góða.
Bikarúrslitaleikurinn á sama degi og konunglega brúðkaupið
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Max svaraði Marko fullum hálsi
Formúla 1


„Hér er allt mögulegt“
Fótbolti

Van Dijk fær 68 milljónir á viku
Enski boltinn

Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“
Íslenski boltinn
