Ummælum Trump hefur verið mótmælt víða Sunna Sæmundsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 14. janúar 2018 20:40 Ummælum Bandaríkjaforseta um innflytjendur frá skítalöndum hefur verið mótmælt víða og hafa sendiráð Bandaríkjanna í nokkrum Afríkuríkum verið krafin formlegs rökstuðnings. Að sögn viðstaddra lét Donald Trump Bandaríkjaforseti ummælin falla á forsetaskrifstofunni á fundi um innflytjendamál með þingmönnum. Þar á hann að hafa sagt „Hvers vegna er allt þetta fólk frá þessum skítalöndum að koma hingað?“ og vísað til Haítí, El Salvador og ríkja Afríku. Ummælin hafa verið fordæmd víða en í yfirlýsingu sem utanríkisráðuneyti Suður-Ameríku sendi frá sér í dag sagði að sendiráð Bandaríkjanna yrði krafið um rökstuðning á morgun. Ríkisstjórn Botswana hefur einnig kallað bandaríska sendiherrann á sinn fund og fjöldi stjórnmála- og áhrifafólks hefur gagnrýnt forsetann. „Ég var alinn upp við að kalla ekki fólk rasista af því að það væri þá erfitt fyrir það að fá uppreisn æru þegar búið væri að segja það. En það er ekki spurning að það sem hann sagði var rasískt.“ sagði Michael Bennet öldungadeildarþingmaður demókrata á Bandaríkjaþingi um orðaval forsetans í viðtali. Þá hafa 55 sendiherrar Afríkuríkja hjá Sameinuðu þjóðunum farið fram á afsökunarbeiðni og að ummælin verði dregin til baka. Paul Ryan forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir ummælin óheppileg. „Það fyrsta sem kom mér í hug var: Mjög óheppilegt, hjálpar ekki.“ Hvíta húsið hefur ekki dregið ummælin til baka eða sagt þau ósönn en Trump hefur þó tekið til varna á Twitter. Hann segist hafa verið harðorður en að þarna sé haft rangt eftir honum. Vitni á fundinum hafa þó vísað vörn forsetans á bug. Botsvana Donald Trump El Salvador Mið-Ameríka Tengdar fréttir Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Í röð tísta fullyrði Bandaríkjaforseti að hann hafi aldrei sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí. 12. janúar 2018 14:19 Nánast orðlausir vegna ummæla Trump um „skítaholur“ Ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjana, í umræðum um réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og ríkjum Afríku hafa vakið mikla athygli. 12. janúar 2018 11:15 Krefjast skýringa á ummælum Trump um "skítaholur“ Ummæli Bandaríkjaforseta um að Mið-Ameríku- og Afríkuríki séu skítaholur hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim. 12. janúar 2018 10:47 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Sjá meira
Ummælum Bandaríkjaforseta um innflytjendur frá skítalöndum hefur verið mótmælt víða og hafa sendiráð Bandaríkjanna í nokkrum Afríkuríkum verið krafin formlegs rökstuðnings. Að sögn viðstaddra lét Donald Trump Bandaríkjaforseti ummælin falla á forsetaskrifstofunni á fundi um innflytjendamál með þingmönnum. Þar á hann að hafa sagt „Hvers vegna er allt þetta fólk frá þessum skítalöndum að koma hingað?“ og vísað til Haítí, El Salvador og ríkja Afríku. Ummælin hafa verið fordæmd víða en í yfirlýsingu sem utanríkisráðuneyti Suður-Ameríku sendi frá sér í dag sagði að sendiráð Bandaríkjanna yrði krafið um rökstuðning á morgun. Ríkisstjórn Botswana hefur einnig kallað bandaríska sendiherrann á sinn fund og fjöldi stjórnmála- og áhrifafólks hefur gagnrýnt forsetann. „Ég var alinn upp við að kalla ekki fólk rasista af því að það væri þá erfitt fyrir það að fá uppreisn æru þegar búið væri að segja það. En það er ekki spurning að það sem hann sagði var rasískt.“ sagði Michael Bennet öldungadeildarþingmaður demókrata á Bandaríkjaþingi um orðaval forsetans í viðtali. Þá hafa 55 sendiherrar Afríkuríkja hjá Sameinuðu þjóðunum farið fram á afsökunarbeiðni og að ummælin verði dregin til baka. Paul Ryan forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir ummælin óheppileg. „Það fyrsta sem kom mér í hug var: Mjög óheppilegt, hjálpar ekki.“ Hvíta húsið hefur ekki dregið ummælin til baka eða sagt þau ósönn en Trump hefur þó tekið til varna á Twitter. Hann segist hafa verið harðorður en að þarna sé haft rangt eftir honum. Vitni á fundinum hafa þó vísað vörn forsetans á bug.
Botsvana Donald Trump El Salvador Mið-Ameríka Tengdar fréttir Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Í röð tísta fullyrði Bandaríkjaforseti að hann hafi aldrei sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí. 12. janúar 2018 14:19 Nánast orðlausir vegna ummæla Trump um „skítaholur“ Ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjana, í umræðum um réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og ríkjum Afríku hafa vakið mikla athygli. 12. janúar 2018 11:15 Krefjast skýringa á ummælum Trump um "skítaholur“ Ummæli Bandaríkjaforseta um að Mið-Ameríku- og Afríkuríki séu skítaholur hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim. 12. janúar 2018 10:47 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Sjá meira
Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Í röð tísta fullyrði Bandaríkjaforseti að hann hafi aldrei sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí. 12. janúar 2018 14:19
Nánast orðlausir vegna ummæla Trump um „skítaholur“ Ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjana, í umræðum um réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og ríkjum Afríku hafa vakið mikla athygli. 12. janúar 2018 11:15
Krefjast skýringa á ummælum Trump um "skítaholur“ Ummæli Bandaríkjaforseta um að Mið-Ameríku- og Afríkuríki séu skítaholur hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim. 12. janúar 2018 10:47