Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2018 16:45 Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Rannsakendur Robert S. Mueller, sérstaks saksóknara, ræddu við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í síðustu viku vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Hann er fyrsti meðlimur ríkisstjórnar Donald Trump, forseta, sem rannsakendur hafa rætt við og var rætt við hann í margar klukkustundir samkvæmt frétt New York Times.Mueller rannsakar afskipti yfirvalda í Rússlandi af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og mögulegt samstarf framboðs Trump með þeim afskiptum. Hann var skipaður í embætti sérstaks saksóknara eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglunnar, vegna rannsóknar stofnunarinnar á afskiptum Rússa af kosningunum sem Comey leiddi.Mögulegt lykilvitni Rannsókn Mueller snýr meðal annars að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey. Sessions gæti verið lykilvitni Mueller varðandi brottrekstur Comey þar sem hann kom var einn af fáum sem ræddu brottreksturinn beint við forsetann. Þar að auki leiddi Sessions utanríkismálanefnd framboðs Trump og tók þátt í að mynda stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Rússlandi.Sjá einnig: Sagði Ástrala að Rússar sætu á upplýsingum um Clinton áður en það var opinbertSessions sjálfur hefur sagt sig frá rannsókninni eftir að í ljós kom að hann hafði sagt ósatt frá fundum sínum og Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands. Sessions var einn af fyrstu og dyggustu stuðningsmönnum Trump og var fyrsti öldungadeildarþingmaðurinn til að lýsa yfir stuðningi við framboð Trump. Forsetinn er þó reiður við hann og segir ákvörðun hans um að segja sig frá rannsókninni hafa leitt til þess að Robert Mueller var skipaður sérstakur saksóknari til að rannsaka afskiptin og mögulegt samstarf framboðs Trump með yfirvöldum í Rússlandi. Trump hefur einnig gagnrýnt Sessions fyrir að vernda sig ekki. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa kallað eftir því að Sessions segi af sér og saka hann um að hafa ekki tekist að stöðva rannsókn FBI, sem þeir segja vera glæfralega.Gagnrýni Repúblikana á Muell, FBI og Dómsmálaráðuneytið hefur færst mjög svo í aukana á undanförnum mánuðum.Sjá einnig: Óttast brottrekstur Mueller í kjölfar árásaFormaður þingnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Devin Nunes, hefur sett saman minnisblað sem hann og aðrir þingmenn Repúblikanaflokksins, segja að sýni fram á starfsmenn FBI og Dómsmálaráðuneytisins hafi brotið lög við framkvæmd Rússarannsóknarinnar og hleranir á framboði Trump. Þingmennirnir hafa neitað að afhenda FBI og ráðuneytinu umrætt minnisblað og vilja þess í stað að Trump opinberi það sjálfur. Demókratar segja að um enn eina tilraunina til að grafa undan rannsókninni sé að ræða. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra Donalds Trump er sagður hafa falast eftir skaðlegum upplýsingum um forstjóra FBI áður en hann var rekinn. 5. janúar 2018 11:15 Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42 Hvíta húsið múlbatt Bannon Fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump í Hvíta húsinu neitaði að svara spurningum þingmanna í gær. 17. janúar 2018 07:43 Trump segir viðtal við Mueller ólíklegt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ólíklegt að hann muni ræða við rannsakendur Robert Mueller, sérstaks saksóknara, vegna rannsóknarinnar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum þar í landi árið 2016. 10. janúar 2018 23:33 Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira
Rannsakendur Robert S. Mueller, sérstaks saksóknara, ræddu við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í síðustu viku vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Hann er fyrsti meðlimur ríkisstjórnar Donald Trump, forseta, sem rannsakendur hafa rætt við og var rætt við hann í margar klukkustundir samkvæmt frétt New York Times.Mueller rannsakar afskipti yfirvalda í Rússlandi af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og mögulegt samstarf framboðs Trump með þeim afskiptum. Hann var skipaður í embætti sérstaks saksóknara eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglunnar, vegna rannsóknar stofnunarinnar á afskiptum Rússa af kosningunum sem Comey leiddi.Mögulegt lykilvitni Rannsókn Mueller snýr meðal annars að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey. Sessions gæti verið lykilvitni Mueller varðandi brottrekstur Comey þar sem hann kom var einn af fáum sem ræddu brottreksturinn beint við forsetann. Þar að auki leiddi Sessions utanríkismálanefnd framboðs Trump og tók þátt í að mynda stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Rússlandi.Sjá einnig: Sagði Ástrala að Rússar sætu á upplýsingum um Clinton áður en það var opinbertSessions sjálfur hefur sagt sig frá rannsókninni eftir að í ljós kom að hann hafði sagt ósatt frá fundum sínum og Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands. Sessions var einn af fyrstu og dyggustu stuðningsmönnum Trump og var fyrsti öldungadeildarþingmaðurinn til að lýsa yfir stuðningi við framboð Trump. Forsetinn er þó reiður við hann og segir ákvörðun hans um að segja sig frá rannsókninni hafa leitt til þess að Robert Mueller var skipaður sérstakur saksóknari til að rannsaka afskiptin og mögulegt samstarf framboðs Trump með yfirvöldum í Rússlandi. Trump hefur einnig gagnrýnt Sessions fyrir að vernda sig ekki. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa kallað eftir því að Sessions segi af sér og saka hann um að hafa ekki tekist að stöðva rannsókn FBI, sem þeir segja vera glæfralega.Gagnrýni Repúblikana á Muell, FBI og Dómsmálaráðuneytið hefur færst mjög svo í aukana á undanförnum mánuðum.Sjá einnig: Óttast brottrekstur Mueller í kjölfar árásaFormaður þingnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Devin Nunes, hefur sett saman minnisblað sem hann og aðrir þingmenn Repúblikanaflokksins, segja að sýni fram á starfsmenn FBI og Dómsmálaráðuneytisins hafi brotið lög við framkvæmd Rússarannsóknarinnar og hleranir á framboði Trump. Þingmennirnir hafa neitað að afhenda FBI og ráðuneytinu umrætt minnisblað og vilja þess í stað að Trump opinberi það sjálfur. Demókratar segja að um enn eina tilraunina til að grafa undan rannsókninni sé að ræða.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra Donalds Trump er sagður hafa falast eftir skaðlegum upplýsingum um forstjóra FBI áður en hann var rekinn. 5. janúar 2018 11:15 Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42 Hvíta húsið múlbatt Bannon Fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump í Hvíta húsinu neitaði að svara spurningum þingmanna í gær. 17. janúar 2018 07:43 Trump segir viðtal við Mueller ólíklegt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ólíklegt að hann muni ræða við rannsakendur Robert Mueller, sérstaks saksóknara, vegna rannsóknarinnar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum þar í landi árið 2016. 10. janúar 2018 23:33 Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira
Vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra Donalds Trump er sagður hafa falast eftir skaðlegum upplýsingum um forstjóra FBI áður en hann var rekinn. 5. janúar 2018 11:15
Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27
Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42
Hvíta húsið múlbatt Bannon Fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump í Hvíta húsinu neitaði að svara spurningum þingmanna í gær. 17. janúar 2018 07:43
Trump segir viðtal við Mueller ólíklegt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ólíklegt að hann muni ræða við rannsakendur Robert Mueller, sérstaks saksóknara, vegna rannsóknarinnar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum þar í landi árið 2016. 10. janúar 2018 23:33
Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03