Neita að ábyrgjast höfn fyrir tugmilljarða króna Haraldur Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2018 07:00 Uppi eru hugmyndir um stórskipa- og olíuþjónustuhöfn í Finnafirði. Vísir/Pjetur Sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafa í viðræðum við þýska fyrirtækið Bremenports neitað að taka á sig fjárhagslega ábyrgðir og skuldbindingar vegna fyrirhugaðrar byggingar stórskipa- og olíuþjónustuhafnar í Finnafirði. Bremenports á að leiða fjármögnun og öflun verkefna fyrir höfnina og hefur farið fram á að sveitarfélögin skuldbindi sig og lýst því yfir að settar verði fram kröfur um frekari aðkomu ríkisins varðandi uppbyggingu innviða á svæðinu. Þetta kemur fram í skýrslu sem lögmenn sveitarfélaganna tóku saman um miðjan janúar og Fréttablaðið hefur undir höndum. Fjallar hún um stöðu Finnafjarðarverkefnisins og lýsir meðal annars ágreiningsefnum sem komu upp í viðræðunum í fyrra. Þar segir að Bremenports virðist telja nauðsynlegt að væntanlegir sérleyfishafar hafnarinnar hafi tryggingu hins opinbera fyrir því að óstofnað hafnarfélag um framkvæmdina geti ekki orðið gjaldþrota. „Þeirri kröfu um ábyrgð hefur alfarið verið hafnað, enda ómögulegt að verða við slíkri kröfu, auk þess sem engar lagaheimildir eru til staðar til þess að hægt sé að verða við henni,“ segir í skýrslunni. Þar er rifjað upp að í janúar í fyrra fékkst samþykki frá pólitískt kjörinni stjórn Bremenports fyrir þátttöku í verkefninu. Fulltrúar þess hafi hitt forsvarsmenn sveitarfélaganna á fjórum fundum á árinu og átt önnur margvísleg samskipti. Stóru línur verkefnisins virðast smám saman farnar að skýrast þrátt fyrir að engir samningar hafi verið undirritaðir. Hugmyndir séu uppi um stofnun þriggja sjálfstæðra félaga; þróunarfélags, hafnarfélags og félags landeigenda. Gert er ráð fyrir að sveitarfélögin muni eiga hafnarfélagið að fullu sem verði eigandi hafnarinnar og hafi umsjón með framkvæmdum á og við höfnina. Þróunarfélagið verði einnig í þeirra eigu en að auki Bremenports og utanaðkomandi fjárfesta. Viðræður um skiptingu hlutafjár og útfærslu á réttindum sem tengjast eignarhaldi í því félagi standa nú yfir. Fréttablaðið greindi í september frá fundi sveitarstjóra Langanesbyggðar með forsvarsmönnum kínverska fyrirtækisins Cosco Shipping, þriðja stærsta skipafélags heims, þar sem áformin um höfnina voru kynnt. Viljayfirlýsing um áframhaldandi samstarf um uppbyggingu hennar var undirrituð í maí 2016 af fulltrúum íslenskra stjórnvalda, sveitarfélaganna, EFLU og Bremenports. Búið er að ráðast í jarðvegsrannsóknir í firðinum og á gróðri og dýralífi. Ljóst er að ef af framkvæmdum verður mun verkefnið hlaupa á tugum milljarða króna en það hefur verið í undirbúningi í um áratug. „Helstu ógnanir við verkefnið eru þær að það er afar umfangsmikið og kallar á það að sveitarfélögin stígi varlega til jarðar varðandi allar ákvarðanir sem tengjast mögulegum útgjöldum og eftir atvikum kröfum viðsemjenda um fjárhagslegar ábyrgðir. Í þeim efnum verður að hafa í huga að gildandi sveitarstjórnarlög og önnur ákvæði laga um sveitarfélög takmarka mjög heimildir sveitarfélaga til að takast á herðar fjárhagslegar ábyrgðir eða ráðstafa fé sveitarsjóðs til áhætturekstrar.“ Birtist í Fréttablaðinu Vopnafjörður Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafa í viðræðum við þýska fyrirtækið Bremenports neitað að taka á sig fjárhagslega ábyrgðir og skuldbindingar vegna fyrirhugaðrar byggingar stórskipa- og olíuþjónustuhafnar í Finnafirði. Bremenports á að leiða fjármögnun og öflun verkefna fyrir höfnina og hefur farið fram á að sveitarfélögin skuldbindi sig og lýst því yfir að settar verði fram kröfur um frekari aðkomu ríkisins varðandi uppbyggingu innviða á svæðinu. Þetta kemur fram í skýrslu sem lögmenn sveitarfélaganna tóku saman um miðjan janúar og Fréttablaðið hefur undir höndum. Fjallar hún um stöðu Finnafjarðarverkefnisins og lýsir meðal annars ágreiningsefnum sem komu upp í viðræðunum í fyrra. Þar segir að Bremenports virðist telja nauðsynlegt að væntanlegir sérleyfishafar hafnarinnar hafi tryggingu hins opinbera fyrir því að óstofnað hafnarfélag um framkvæmdina geti ekki orðið gjaldþrota. „Þeirri kröfu um ábyrgð hefur alfarið verið hafnað, enda ómögulegt að verða við slíkri kröfu, auk þess sem engar lagaheimildir eru til staðar til þess að hægt sé að verða við henni,“ segir í skýrslunni. Þar er rifjað upp að í janúar í fyrra fékkst samþykki frá pólitískt kjörinni stjórn Bremenports fyrir þátttöku í verkefninu. Fulltrúar þess hafi hitt forsvarsmenn sveitarfélaganna á fjórum fundum á árinu og átt önnur margvísleg samskipti. Stóru línur verkefnisins virðast smám saman farnar að skýrast þrátt fyrir að engir samningar hafi verið undirritaðir. Hugmyndir séu uppi um stofnun þriggja sjálfstæðra félaga; þróunarfélags, hafnarfélags og félags landeigenda. Gert er ráð fyrir að sveitarfélögin muni eiga hafnarfélagið að fullu sem verði eigandi hafnarinnar og hafi umsjón með framkvæmdum á og við höfnina. Þróunarfélagið verði einnig í þeirra eigu en að auki Bremenports og utanaðkomandi fjárfesta. Viðræður um skiptingu hlutafjár og útfærslu á réttindum sem tengjast eignarhaldi í því félagi standa nú yfir. Fréttablaðið greindi í september frá fundi sveitarstjóra Langanesbyggðar með forsvarsmönnum kínverska fyrirtækisins Cosco Shipping, þriðja stærsta skipafélags heims, þar sem áformin um höfnina voru kynnt. Viljayfirlýsing um áframhaldandi samstarf um uppbyggingu hennar var undirrituð í maí 2016 af fulltrúum íslenskra stjórnvalda, sveitarfélaganna, EFLU og Bremenports. Búið er að ráðast í jarðvegsrannsóknir í firðinum og á gróðri og dýralífi. Ljóst er að ef af framkvæmdum verður mun verkefnið hlaupa á tugum milljarða króna en það hefur verið í undirbúningi í um áratug. „Helstu ógnanir við verkefnið eru þær að það er afar umfangsmikið og kallar á það að sveitarfélögin stígi varlega til jarðar varðandi allar ákvarðanir sem tengjast mögulegum útgjöldum og eftir atvikum kröfum viðsemjenda um fjárhagslegar ábyrgðir. Í þeim efnum verður að hafa í huga að gildandi sveitarstjórnarlög og önnur ákvæði laga um sveitarfélög takmarka mjög heimildir sveitarfélaga til að takast á herðar fjárhagslegar ábyrgðir eða ráðstafa fé sveitarsjóðs til áhætturekstrar.“
Birtist í Fréttablaðinu Vopnafjörður Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira