Félagsbústaðir kaupa íbúðir og stefna að hækkun leiguverðs Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. mars 2018 06:00 Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir rekstur fasteignafélaga erfiðan þegar húsnæðisverð hækkar svona mikið. Þá hækka fasteignagjöldin og það hækkar ýmislegt annað sem hefur áhrif á reksturinn. Vísir/ernir Áformað er að leiga á húsnæði Félagsbústaða hækki um allt að fimm prósent á miðju ári. Hagnaður félagsins nam í fyrra 7,55 milljörðum króna. Það skýrist að stærstum hluta af matshækkun á eignum sem nemur 7,6 milljörðum króna. Hagnaður fyrir fjármagnsliði nemur 1,68 milljörðum króna. Auðunn Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir þó að sjóðstreymið sýni einungis þriggja milljóna króna hagnað á milli ára. „Þegar maður skoðar sjóðstreymið hjá okkur þá er þessi hagnaður, sem er 1,68 milljarðar, eitthvað sem dugar akkúrat til að borga vexti og afborganir lána,“ útskýrir Auðunn. „Við erum bara eins og hvert annað heimili. Við þurfum að geta staðið við skuldbindingar okkar eins og aðrir. Þetta er svolítið erfitt þegar húsnæðisverð hækkar svona mikið. Þá hækka fasteignagjöldin og það hækkar ýmislegt annað í okkar umhverfi sem hefur áhrif á reksturinn. Það verður dýrara að fá iðnaðarmenn,“ segir Auðunn og bendir á að á sama tíma hafi vísitalan sem hefur áhrif á leiguverðið ekkert hækkað. „Það gerir það að verkum að við náum ekki endum saman nema að hækka leiguverðið eins og við gerðum á síðasta ári og sjáum fram á, ef allt fer sem horfir, að gera það aftur á þessu ári,“ segir hann og bendir á að samkvæmt áætlunum félagsins sé gert ráð fyrir fimm prósenta hækkun á þessu ári en hugsanlega fari það niður í 2,5 prósent ef eitthvað þróast ekki á þann hátt sem reiknað er með. Þá er áformað að Félagsbústaðir kaupi 124 íbúðir í ár. „Um þessar mundir erum við aðallega að kaupa notaðar íbúðir, en það er að breytast af því að við erum að fara inn í verkefni með Búseta og Bjargi, sem eru að byggja mikið,“ útskýrir Auðunn. Hann segir að Félagsbústaðir taki þátt í þeim verkefnum. Til að mynda munu Félagsbústaðir eiga 20 prósent þeirra fasteigna sem Bjarg er byrjað að byggja í Spönginni. „Við erum með í öllum þeim verkefnum sem Bjarg er að fá lóðir í á næstunni og við erum með í verkefnum Búseta á þremur reitum,“ segir Auðunn og tekur fram að það sé nauðsynlegt fyrir Félagsbústaði að eignast nýjar íbúðir í bland við þær gömlu sem verið er að kaupa. Auðunn segir að leiga á þriggja herbergja íbúð, sem er um 75 fermetrar að stærð, sé á bilinu 115-120 þúsund krónur. Hún skiptist í grunnleigu sem er um 40 þúsund krónur og svo bætast við þúsund krónur á hvern fermetra. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Áformað er að leiga á húsnæði Félagsbústaða hækki um allt að fimm prósent á miðju ári. Hagnaður félagsins nam í fyrra 7,55 milljörðum króna. Það skýrist að stærstum hluta af matshækkun á eignum sem nemur 7,6 milljörðum króna. Hagnaður fyrir fjármagnsliði nemur 1,68 milljörðum króna. Auðunn Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir þó að sjóðstreymið sýni einungis þriggja milljóna króna hagnað á milli ára. „Þegar maður skoðar sjóðstreymið hjá okkur þá er þessi hagnaður, sem er 1,68 milljarðar, eitthvað sem dugar akkúrat til að borga vexti og afborganir lána,“ útskýrir Auðunn. „Við erum bara eins og hvert annað heimili. Við þurfum að geta staðið við skuldbindingar okkar eins og aðrir. Þetta er svolítið erfitt þegar húsnæðisverð hækkar svona mikið. Þá hækka fasteignagjöldin og það hækkar ýmislegt annað í okkar umhverfi sem hefur áhrif á reksturinn. Það verður dýrara að fá iðnaðarmenn,“ segir Auðunn og bendir á að á sama tíma hafi vísitalan sem hefur áhrif á leiguverðið ekkert hækkað. „Það gerir það að verkum að við náum ekki endum saman nema að hækka leiguverðið eins og við gerðum á síðasta ári og sjáum fram á, ef allt fer sem horfir, að gera það aftur á þessu ári,“ segir hann og bendir á að samkvæmt áætlunum félagsins sé gert ráð fyrir fimm prósenta hækkun á þessu ári en hugsanlega fari það niður í 2,5 prósent ef eitthvað þróast ekki á þann hátt sem reiknað er með. Þá er áformað að Félagsbústaðir kaupi 124 íbúðir í ár. „Um þessar mundir erum við aðallega að kaupa notaðar íbúðir, en það er að breytast af því að við erum að fara inn í verkefni með Búseta og Bjargi, sem eru að byggja mikið,“ útskýrir Auðunn. Hann segir að Félagsbústaðir taki þátt í þeim verkefnum. Til að mynda munu Félagsbústaðir eiga 20 prósent þeirra fasteigna sem Bjarg er byrjað að byggja í Spönginni. „Við erum með í öllum þeim verkefnum sem Bjarg er að fá lóðir í á næstunni og við erum með í verkefnum Búseta á þremur reitum,“ segir Auðunn og tekur fram að það sé nauðsynlegt fyrir Félagsbústaði að eignast nýjar íbúðir í bland við þær gömlu sem verið er að kaupa. Auðunn segir að leiga á þriggja herbergja íbúð, sem er um 75 fermetrar að stærð, sé á bilinu 115-120 þúsund krónur. Hún skiptist í grunnleigu sem er um 40 þúsund krónur og svo bætast við þúsund krónur á hvern fermetra.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira