Hún heitir Fida Abu Libdeh, er orku- og umhverfistæknifræðingur, og rekur nýsköpunarfyrirtækið Geosilica, sem framleiðir steinefni úr affallsvatni Hellisheiðarvirkjunar. Fyrirtækið varð til fyrir sex árum í Frumkvöðlasetrinu á Ásbrú á Keflavíkurflugvelli.

Fimm manns starfa nú í fyrirtækinu en jafnframt fylgja fleiri störf í aðkeyptri þjónustu við átöppun og dreifingu. Búið er að þróa þrjár vörutegundir og kveðst Fida mjög ánægð með söluna á innanlandsmarkaði. Jafnframt er hafinn útflutningur, sem lofar góðu, að því er fram kom í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: