Óreiða í norðurljósaferðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. mars 2018 12:30 Aðstæður geta allt að því verið hættulegar í norðurljósaferðum að sögn leiðsögumanns þar sem fjöldi fólks safnast saman í kringum rútur og stóra bíla. visir/ernir Leiðsögumaður segir hættulegar aðstæður geta skapast í norðurljósaferðum þar sem tugum rúta er lagt á litlum svæðum sem ekki eru skipulögð í þessum tilgangi. Hann telur nauðsynlegt að huga að uppbyggingu á stæðum og útskotum á vinsælum stöðum. Áfangastaðurinn í norðurljósaferðum veltur á spám um bestu skilyrðin en nokkrir staðir eru þó vinsælastir og eru aðstæður oft með þeim hætti að flestir flykkjast á sama blettinn. Þar má til dæmis nefna svæðið við Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd sem ekki er skipulagt fyrir þess konar álag. „Stundum eru kannski þrjátíu til fjörtíu rútur á einum stað eða einum punkti og það er bara eins og að vera í miðborg New York," segir Friðrik Brekkan, leiðsögumaður. „Á hverjum einasta hól og hæð standa þá tvær til þrjár rútur, fimm til sex bílar, jeppar og allt heila galleríið," segir Friðrik. Hann segir mikla hættu geta skapast í þessum aðstæðum. „Þú keyrir í myrkri og allt í einu standa kannski tíu manns úti á miðri götu. Margir ferðamenn átta sig ekki því að þetta eru hálfgerir þjóðvegir þótt þeir séu litlir," segir Friðrik. Hann telur nauðsynlegt að huga að því að stækka stæðin, fjölga útskotum og koma upp salernisaðstöðu á vinsælustu stöðunum sem yrðu þá nýttir betur. Þetta megi gera í samráði við leiðsögumenn og rútubílstjóra sem þekki aðstæðurnar. „Sum af þessum litlu útskotum mætti auðveldlega stækka tíu sinnum, til að dreifa álaginu og til þess að hætta stafi ekki af þessu. Maður veit hvar er fallegt útsýni, maður veit hvar er yfirleitt hægt að stoppa. Þá þarf bara að gera þar útskot," segir Friðrik. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Leiðsögumaður segir hættulegar aðstæður geta skapast í norðurljósaferðum þar sem tugum rúta er lagt á litlum svæðum sem ekki eru skipulögð í þessum tilgangi. Hann telur nauðsynlegt að huga að uppbyggingu á stæðum og útskotum á vinsælum stöðum. Áfangastaðurinn í norðurljósaferðum veltur á spám um bestu skilyrðin en nokkrir staðir eru þó vinsælastir og eru aðstæður oft með þeim hætti að flestir flykkjast á sama blettinn. Þar má til dæmis nefna svæðið við Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd sem ekki er skipulagt fyrir þess konar álag. „Stundum eru kannski þrjátíu til fjörtíu rútur á einum stað eða einum punkti og það er bara eins og að vera í miðborg New York," segir Friðrik Brekkan, leiðsögumaður. „Á hverjum einasta hól og hæð standa þá tvær til þrjár rútur, fimm til sex bílar, jeppar og allt heila galleríið," segir Friðrik. Hann segir mikla hættu geta skapast í þessum aðstæðum. „Þú keyrir í myrkri og allt í einu standa kannski tíu manns úti á miðri götu. Margir ferðamenn átta sig ekki því að þetta eru hálfgerir þjóðvegir þótt þeir séu litlir," segir Friðrik. Hann telur nauðsynlegt að huga að því að stækka stæðin, fjölga útskotum og koma upp salernisaðstöðu á vinsælustu stöðunum sem yrðu þá nýttir betur. Þetta megi gera í samráði við leiðsögumenn og rútubílstjóra sem þekki aðstæðurnar. „Sum af þessum litlu útskotum mætti auðveldlega stækka tíu sinnum, til að dreifa álaginu og til þess að hætta stafi ekki af þessu. Maður veit hvar er fallegt útsýni, maður veit hvar er yfirleitt hægt að stoppa. Þá þarf bara að gera þar útskot," segir Friðrik.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira