Þó svo það sé enn nótt í New York er búið að ákæra Conor fyrir árás sem og hafa brotið allt og bramlað í Barclays Center í gær. Conor mun þurfa að mæta fyrir dómara klukkan 11 í fyrramálið þar sem honum verða birtar ákærur.
Lögreglan leitaði Írans eftir að hann flúði af vettvangi í gær. Hann gaf sig svo fram við lögregluna klukkan eitt í nótt og situr enn í steininum.
Hér að neðan má sjá Conor brjóta rúðu í rútunni þar sem helmingur bardagakappanna á UFC 223 sat. Tveir bardagakappanna slösuðust við það og geta ekki barist.