Trump hótar Kínverjum enn frekari tollum Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. apríl 2018 05:12 Bandaríkjaforseti hefur lengi sagt innflutning kínversks stáls hafa haft lamandi áhrif á bandaríska framleiðslu. Vísir/Getty Bandaríkjaforseti Donald Trump hefur beint því til hinna ýmsu embættismanna að kanna möguleikann á frekari tolllagningu á innfluttar kínverskar vörur. Miðlar vestanhafs tala um að Trump hafi farið fram á tollahækkun sem nemur 100 milljörðum bandaríkjadala, 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Fyrirskipun forsetans er næsta skref í viðskiptastríðinu sem virðist vera að bresta á milli þessara tveggja stærstu iðnvelda heimsins. Áður höfðu bandarísk stjórnvöld lýst því yfir að 25 prósenta tollur yrði lagður á rúmlega 1300 vöruflokka frá Kína vegna meints hugverkastuldar kínverskra fyrirtæja en tollahækkunin á að sögn forsetans að skila um 50 milljörðum dala í ríkiskassann. Nýjasta útspil Trump myndi leggjast ofan á þá upphæð og tollarnir því alls nema 150 milljörðum dala. Kínverjar svöruðu upphaflegu tollatillögunni í sömu mynt og lögðu 25% innflutningstoll á 106 bandaríska vöruflokka. Hvernig þeir munu bregðast við þessum nýjustu hótunum Trump liggur ekki fyrir á þessari stundu en fastlega er búist við að það verði með svipuðum hætti og fyrr. Þessi togstreita hefur valdið titringi á fjölmörgum hlutabréfamörkuðum heimsins og segja fjármálagreinendur að heljarinnar tollahækkanir milli Kína og Bandaríkjanna myndi hafa neikvæð áhrif á gangverk heimshagkerfsins. Nauðsynlegt sé fyrir fulltrúa iðnrisanna að setjast niður og komast að sameiginlegri, farsælli niðurstöðu. Fyrstu tölur úr kauphöllum í Asíu þennan morguninn virðast þó ekki benda til þess að fjárfestar séu sérstaklega smeykir. Hvort það sé til marks um að þeir efist um að af viðskiptastríðinu verði skal þó ósagt látið. Til marks um ró fjárfesta hefur hlutabréfavísitalan í Hong Kong hækkað um 1,5 prósent það sem af er degi. Japanaska Nikkei vísitalan hefur einnig hækkað. Kínverjar höfðu áður ekki sagst vilja hefja viðskiptastríð en segja nú að hagkerfi þeirra hafa beðið skaða af innflutningstollum Bandaríkjanna. Bandaríkjaforseti hefur aftur á móti sagt viðskiptastríð vera af hinu góða, en slíkt stríð ætti að reynast Bandaríkjunum auðvelt að vinna. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að leggja tolla á innflutt ál og stál mætti mikilli andstöðu víða um heim en breytingarnar tóku gildi þann 23. mars. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kínverjar hækka innflutningstolla á bandarískum vörum Kínverjar hafa lagt allt að 25% tolla á 128 vörutegundir frá Bandaríkjunum. 2. apríl 2018 10:45 Bandaríkin bregðast við ákvörðun Kínverja um innflutningstolla Kínverjar hafa ákveðið að leggja tolla á 128 innfluttar vörutegundir frá Bandaríkjunum en stórveldin tvö virðast ætla að gjalda líku líkt. 2. apríl 2018 18:14 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Sjá meira
Bandaríkjaforseti Donald Trump hefur beint því til hinna ýmsu embættismanna að kanna möguleikann á frekari tolllagningu á innfluttar kínverskar vörur. Miðlar vestanhafs tala um að Trump hafi farið fram á tollahækkun sem nemur 100 milljörðum bandaríkjadala, 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Fyrirskipun forsetans er næsta skref í viðskiptastríðinu sem virðist vera að bresta á milli þessara tveggja stærstu iðnvelda heimsins. Áður höfðu bandarísk stjórnvöld lýst því yfir að 25 prósenta tollur yrði lagður á rúmlega 1300 vöruflokka frá Kína vegna meints hugverkastuldar kínverskra fyrirtæja en tollahækkunin á að sögn forsetans að skila um 50 milljörðum dala í ríkiskassann. Nýjasta útspil Trump myndi leggjast ofan á þá upphæð og tollarnir því alls nema 150 milljörðum dala. Kínverjar svöruðu upphaflegu tollatillögunni í sömu mynt og lögðu 25% innflutningstoll á 106 bandaríska vöruflokka. Hvernig þeir munu bregðast við þessum nýjustu hótunum Trump liggur ekki fyrir á þessari stundu en fastlega er búist við að það verði með svipuðum hætti og fyrr. Þessi togstreita hefur valdið titringi á fjölmörgum hlutabréfamörkuðum heimsins og segja fjármálagreinendur að heljarinnar tollahækkanir milli Kína og Bandaríkjanna myndi hafa neikvæð áhrif á gangverk heimshagkerfsins. Nauðsynlegt sé fyrir fulltrúa iðnrisanna að setjast niður og komast að sameiginlegri, farsælli niðurstöðu. Fyrstu tölur úr kauphöllum í Asíu þennan morguninn virðast þó ekki benda til þess að fjárfestar séu sérstaklega smeykir. Hvort það sé til marks um að þeir efist um að af viðskiptastríðinu verði skal þó ósagt látið. Til marks um ró fjárfesta hefur hlutabréfavísitalan í Hong Kong hækkað um 1,5 prósent það sem af er degi. Japanaska Nikkei vísitalan hefur einnig hækkað. Kínverjar höfðu áður ekki sagst vilja hefja viðskiptastríð en segja nú að hagkerfi þeirra hafa beðið skaða af innflutningstollum Bandaríkjanna. Bandaríkjaforseti hefur aftur á móti sagt viðskiptastríð vera af hinu góða, en slíkt stríð ætti að reynast Bandaríkjunum auðvelt að vinna. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að leggja tolla á innflutt ál og stál mætti mikilli andstöðu víða um heim en breytingarnar tóku gildi þann 23. mars.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kínverjar hækka innflutningstolla á bandarískum vörum Kínverjar hafa lagt allt að 25% tolla á 128 vörutegundir frá Bandaríkjunum. 2. apríl 2018 10:45 Bandaríkin bregðast við ákvörðun Kínverja um innflutningstolla Kínverjar hafa ákveðið að leggja tolla á 128 innfluttar vörutegundir frá Bandaríkjunum en stórveldin tvö virðast ætla að gjalda líku líkt. 2. apríl 2018 18:14 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Sjá meira
Kínverjar hækka innflutningstolla á bandarískum vörum Kínverjar hafa lagt allt að 25% tolla á 128 vörutegundir frá Bandaríkjunum. 2. apríl 2018 10:45
Bandaríkin bregðast við ákvörðun Kínverja um innflutningstolla Kínverjar hafa ákveðið að leggja tolla á 128 innfluttar vörutegundir frá Bandaríkjunum en stórveldin tvö virðast ætla að gjalda líku líkt. 2. apríl 2018 18:14
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent