Næringarfræðingur fjaðurvigtarmeistara UFC, Max Holloway, segir að hann sé í sínum erfiðasta niðurskurði fyrir bardaga helgarinnar gegn Khabib Nurmagomedov.
Þá berjast þeir um léttvigtarbelti UFC og nái Holloway að koma heiminum á óvart þá verður hann aðeins annar tvöfaldi meistarinn í sögu UFC. Endurtekur leik Conor McGregor og tekur bæði beltin af honum.
Þó svo Holloway sé að berjast í flokki fyrir ofan sinn eigin þá er hann stór fjaðurvigtarkappi og fer alla jafna langt fyrir ofan þá þyngd á milli bardaga. Það vill enginn segja nákvæmlega hvað Holloway er þungur en næringarfræðingurinn George Lockhart segir að vikan verði martröð hjá Holloway. Segir að Holloway sé að jafna sinn stærsta niðurskurð.
Holloway fékk bardagann 1. apríl og það er vigtun á föstudag þannig að dagarnir eru erfiðir og það á hreinlega eftir að koma í ljós hvort hann nái niðurskurðinum yfir höfuð.
Andstæðingur hans, Nurmagomedov, hefur sjálfur átt í vandræðum með sinn niðurskurð fyrir bardaga en vonandi gengur allt eftir á endanum.
Holloway í rosalegum niðurskurði
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn



Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn



ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn

Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann
Íslenski boltinn

Slapp vel frá rafmagnsleysinu
Körfubolti