Birkir: Var búinn að segja við Bruce og félagið að ég vildi fara Anton Ingi Leifsson skrifar 11. apríl 2018 17:30 Birkir Bjarnason, miðjumaður Aston Villa, hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga hjá Aston Villa. Framan af fékk Birkir lítið að spila en nú spilar hann nánast hvern leik sem miðjumaður. Birkir var nálægt því að fara í janúar-glugganum og var búinn að segja þjálfaranum og stjórnarmönnum Villa að hann vildi fara fengi hann ekki að spila. „Við erum ekki búnir að vera góðir undanfarið en náðum okkur til baka í gær,” sagði Birkir í samtali við Hjört Hjartarson i Akraborginni. Birkir fékk lítið að spila hjá Villa fyrri hluta tímabilsins og flest benti til þess að hann færi frá enska B-deildarliðinu í janúar. Það breyttist og hann hefur spilað frábærlega fyrir Villa eftir áramót. „Það er mjög erfitt að segja en einhvern veginn þá fékk ég sénsinn á miðjunni. Hann ákvað að prófa mig þar og það gekk ótrúlega vel.” „Síðan hef ég nánast spilað hvern leik og það var sennilega eitthvað sem þeir sáu í mér sem djúpum miðjumann og það hefur hentað mér mjög vel,” en hversu nálægt var Birkir að fara? „Ég gat ekki haldið áfram svona fyrir HM. Ég var búinn að segja við félagið og Bruce (Steve Bruce, þjálfari Villa) að ég hafði mikinn áhuga á að fara til að fá að spila.” „Ég var búinn að segja þeim að ég vildi fara eitthvað annað. Um miðjan desember þá sögðu þeir að þeir gætu skoðað það og svo seinna í janúar þá var svarið alveg klárt nei.” Hann sér ekki eftir því núna að hafa verið áfram í Birmingham-borg og segir að það hafi alltaf verið valkostur númer eitt að vera áfram í Villa fengi hann að spila. „Ég vildi alltaf vera í Villa ef ég fengi að spila. Þetta er besti kosturinn fyrir mig og ég er ótrúlega ánægður að vera hérna enn þá og sýna hvað ég get.” Gamli refurinn, Steve Bruce, er þjálfari Villa og hefur hann verið mörg ár í boltanum. Aron ber honum söguna vel. „Hann er mjög fínn. Mjög góður að tala og er frábær taktísklega. Yfir höfuð mjög fínn kall og búinn að sýna hvað hann getur í Championship. Hann er búinn að fara upp í úrvalsdeildina nokkrum sinnum og hann er frábær stjóri.” Allt viðtalið við Birki má heyra efst í fréttinni en þar ræðir hann meðal annars um landsliðið, meiðslin sem hann varð fyrir í upphitun í gær og fleira til. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Sjá meira
Birkir Bjarnason, miðjumaður Aston Villa, hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga hjá Aston Villa. Framan af fékk Birkir lítið að spila en nú spilar hann nánast hvern leik sem miðjumaður. Birkir var nálægt því að fara í janúar-glugganum og var búinn að segja þjálfaranum og stjórnarmönnum Villa að hann vildi fara fengi hann ekki að spila. „Við erum ekki búnir að vera góðir undanfarið en náðum okkur til baka í gær,” sagði Birkir í samtali við Hjört Hjartarson i Akraborginni. Birkir fékk lítið að spila hjá Villa fyrri hluta tímabilsins og flest benti til þess að hann færi frá enska B-deildarliðinu í janúar. Það breyttist og hann hefur spilað frábærlega fyrir Villa eftir áramót. „Það er mjög erfitt að segja en einhvern veginn þá fékk ég sénsinn á miðjunni. Hann ákvað að prófa mig þar og það gekk ótrúlega vel.” „Síðan hef ég nánast spilað hvern leik og það var sennilega eitthvað sem þeir sáu í mér sem djúpum miðjumann og það hefur hentað mér mjög vel,” en hversu nálægt var Birkir að fara? „Ég gat ekki haldið áfram svona fyrir HM. Ég var búinn að segja við félagið og Bruce (Steve Bruce, þjálfari Villa) að ég hafði mikinn áhuga á að fara til að fá að spila.” „Ég var búinn að segja þeim að ég vildi fara eitthvað annað. Um miðjan desember þá sögðu þeir að þeir gætu skoðað það og svo seinna í janúar þá var svarið alveg klárt nei.” Hann sér ekki eftir því núna að hafa verið áfram í Birmingham-borg og segir að það hafi alltaf verið valkostur númer eitt að vera áfram í Villa fengi hann að spila. „Ég vildi alltaf vera í Villa ef ég fengi að spila. Þetta er besti kosturinn fyrir mig og ég er ótrúlega ánægður að vera hérna enn þá og sýna hvað ég get.” Gamli refurinn, Steve Bruce, er þjálfari Villa og hefur hann verið mörg ár í boltanum. Aron ber honum söguna vel. „Hann er mjög fínn. Mjög góður að tala og er frábær taktísklega. Yfir höfuð mjög fínn kall og búinn að sýna hvað hann getur í Championship. Hann er búinn að fara upp í úrvalsdeildina nokkrum sinnum og hann er frábær stjóri.” Allt viðtalið við Birki má heyra efst í fréttinni en þar ræðir hann meðal annars um landsliðið, meiðslin sem hann varð fyrir í upphitun í gær og fleira til.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Sjá meira