Khabib bað Pútín um hjálp í beinni en vildi svo ekki þýða orð sín Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. apríl 2018 11:30 Khabib Nurmagomedov vantar hjálp. vísir/getty Dagestaninn Khabib Nurmagomedov varð aðfaranótt sunnudags léttvigtarmeistari í UFC þegar að hann bar sigurorð af Al Iaquinta í Brooklyn í New York.Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um bardagann í ljósi afskipta Conors McGregors af bardagakvöldinu en Khabib sendi Íranum væna pillu í viðtölum eftir bardagann eins og Vísir fjallaði um í gær. Eins og alltaf eftir bardaga á UFC-bardagakvöldum var sigurvegarinn tekinn í viðtal af Joe Rogan inn í búrinu og þar var engin breyting á síðastliðna laugardagsnótt. Rogan mætti og spjallaði við Khabib. Algengt er að bardagakappar frá öðrum löndum en Bandaríkjunum eða Bretlandi nýti tækifærið og þakki fyrir sig á móðurtungunni og það gerði Nurmagomedov einmitt undir lokin á viðtalinu þegar að hann greip í míkrófóninn. En, Khabib fór aðra leið en flestir.Moldríkur vinur Þannig er nefnilega mál með vexti að góðvinur hans, milljarðamæringurinn og fjárglæframaðurinn Ziyavudin Magomedov, var handtekinn 31. mars í Rússland fyrir fjárdrátt upp á tvo milljarða rúblna eða 35 milljónir dollara. Þá er hann ásakaður um að vera hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Magomedov er metinn á 1,4 milljarða dollara og er mikill áhugamaður um blandaðar bardagalistir. Hann hefur dælt pening í MMA-senuna í Rússlandi og á hlut í liði Kahabibs Magomedovs. Hann borgaði fyrir hann bakaðgerð í fyrra og hefur hjálpað honum alla leið á toppinn. „Eldri bróðir okkar og meðeigandi liðsins, Ziyavudin Magomedov, er í erfiðri stöðu,“ sagði Khabib þegar að hann byrjaði að tala á rússnesku svo fæstir skildu í salnum.Plís, Pútín. „Hann hefur hjálpað mér og öðrum íþróttamönnum í Rússlandi mikið en nú er hann í vandræðum. Ég vil að hann viti að við, og aðrir íþróttamenn, biðjum fyrir honum.“ „Ég vonast til að þetta mál verði leyst. Ég vona að leiðtoginn okkar, Vladimír Pútín, hjálpi honum. Ég vil óska Pútín til hamingju með sigurinn í síðustu kosningum,“ sagði Khabib Nurmagomedov. Þegar Joe Rogan krafði hann svo um þýðingu var lítið að frétta. Khabib sagði aðeins að hann væri að tala um vin sinn og þakka honum fyrir allt. Hann lét það vera að tala um Pútín í beinni útsendingu í Bandaríkjunum og það á ensku. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan en Khabib fer af stað á rússnesku eftir þrjár mínútur og 55 sekúndur. MMA Tengdar fréttir Khabib kallaði Conor aumingja og grætti vin hans: „Ætlarðu bara að slást við rútur?“ Khabib Nurmagomedov fór hamförum í viðtölum eftir að verða léttvigtarmeistari í UFC. 9. apríl 2018 10:00 Holloway: Hver veit hvað hefði gerst ef ég hefði barist? Fjaðurvigtarmeistari UFC, Max Holloway, er ekkert sár yfir því að læknar hafi ekki leyft honum að berjast gegn Khabib Nurmagomedov um nýliðna helgi. 9. apríl 2018 22:00 Khabib nýr léttvigtarmeistari UFC Khabib Nurmagomedov er nýr léttvigtarmeistari UFC eftir sigur á Al Iaquinta í nótt. Þar með hefur Conor McGregor formlega verið sviptur léttvigtartitli sínum. 8. apríl 2018 06:51 Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Spila allar í takkaskóm fyrir konur Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Sport Fleiri fréttir Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Almar Orri til Miami háskólans Spila allar í takkaskóm fyrir konur Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Warholm setti fyrsta heimsmetið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Hollywood-liðið komið upp í B-deild Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Elvar stigahæstur í öruggum sigri Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Sjá meira
Dagestaninn Khabib Nurmagomedov varð aðfaranótt sunnudags léttvigtarmeistari í UFC þegar að hann bar sigurorð af Al Iaquinta í Brooklyn í New York.Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um bardagann í ljósi afskipta Conors McGregors af bardagakvöldinu en Khabib sendi Íranum væna pillu í viðtölum eftir bardagann eins og Vísir fjallaði um í gær. Eins og alltaf eftir bardaga á UFC-bardagakvöldum var sigurvegarinn tekinn í viðtal af Joe Rogan inn í búrinu og þar var engin breyting á síðastliðna laugardagsnótt. Rogan mætti og spjallaði við Khabib. Algengt er að bardagakappar frá öðrum löndum en Bandaríkjunum eða Bretlandi nýti tækifærið og þakki fyrir sig á móðurtungunni og það gerði Nurmagomedov einmitt undir lokin á viðtalinu þegar að hann greip í míkrófóninn. En, Khabib fór aðra leið en flestir.Moldríkur vinur Þannig er nefnilega mál með vexti að góðvinur hans, milljarðamæringurinn og fjárglæframaðurinn Ziyavudin Magomedov, var handtekinn 31. mars í Rússland fyrir fjárdrátt upp á tvo milljarða rúblna eða 35 milljónir dollara. Þá er hann ásakaður um að vera hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Magomedov er metinn á 1,4 milljarða dollara og er mikill áhugamaður um blandaðar bardagalistir. Hann hefur dælt pening í MMA-senuna í Rússlandi og á hlut í liði Kahabibs Magomedovs. Hann borgaði fyrir hann bakaðgerð í fyrra og hefur hjálpað honum alla leið á toppinn. „Eldri bróðir okkar og meðeigandi liðsins, Ziyavudin Magomedov, er í erfiðri stöðu,“ sagði Khabib þegar að hann byrjaði að tala á rússnesku svo fæstir skildu í salnum.Plís, Pútín. „Hann hefur hjálpað mér og öðrum íþróttamönnum í Rússlandi mikið en nú er hann í vandræðum. Ég vil að hann viti að við, og aðrir íþróttamenn, biðjum fyrir honum.“ „Ég vonast til að þetta mál verði leyst. Ég vona að leiðtoginn okkar, Vladimír Pútín, hjálpi honum. Ég vil óska Pútín til hamingju með sigurinn í síðustu kosningum,“ sagði Khabib Nurmagomedov. Þegar Joe Rogan krafði hann svo um þýðingu var lítið að frétta. Khabib sagði aðeins að hann væri að tala um vin sinn og þakka honum fyrir allt. Hann lét það vera að tala um Pútín í beinni útsendingu í Bandaríkjunum og það á ensku. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan en Khabib fer af stað á rússnesku eftir þrjár mínútur og 55 sekúndur.
MMA Tengdar fréttir Khabib kallaði Conor aumingja og grætti vin hans: „Ætlarðu bara að slást við rútur?“ Khabib Nurmagomedov fór hamförum í viðtölum eftir að verða léttvigtarmeistari í UFC. 9. apríl 2018 10:00 Holloway: Hver veit hvað hefði gerst ef ég hefði barist? Fjaðurvigtarmeistari UFC, Max Holloway, er ekkert sár yfir því að læknar hafi ekki leyft honum að berjast gegn Khabib Nurmagomedov um nýliðna helgi. 9. apríl 2018 22:00 Khabib nýr léttvigtarmeistari UFC Khabib Nurmagomedov er nýr léttvigtarmeistari UFC eftir sigur á Al Iaquinta í nótt. Þar með hefur Conor McGregor formlega verið sviptur léttvigtartitli sínum. 8. apríl 2018 06:51 Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Spila allar í takkaskóm fyrir konur Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Sport Fleiri fréttir Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Almar Orri til Miami háskólans Spila allar í takkaskóm fyrir konur Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Warholm setti fyrsta heimsmetið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Hollywood-liðið komið upp í B-deild Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Elvar stigahæstur í öruggum sigri Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Sjá meira
Khabib kallaði Conor aumingja og grætti vin hans: „Ætlarðu bara að slást við rútur?“ Khabib Nurmagomedov fór hamförum í viðtölum eftir að verða léttvigtarmeistari í UFC. 9. apríl 2018 10:00
Holloway: Hver veit hvað hefði gerst ef ég hefði barist? Fjaðurvigtarmeistari UFC, Max Holloway, er ekkert sár yfir því að læknar hafi ekki leyft honum að berjast gegn Khabib Nurmagomedov um nýliðna helgi. 9. apríl 2018 22:00
Khabib nýr léttvigtarmeistari UFC Khabib Nurmagomedov er nýr léttvigtarmeistari UFC eftir sigur á Al Iaquinta í nótt. Þar með hefur Conor McGregor formlega verið sviptur léttvigtartitli sínum. 8. apríl 2018 06:51