Repúblikanar skamma leyniþjónustuna í skýrslu um afskipti Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2018 15:30 Leyniþjónustunefndin hefur rannsakað afskipti Rússa í heilt ár. Gríðarlegir flokkadrættir hafa einkennt störf hennar. Vísir/AFP Engar vísbendingar eru um að forsetaframboð Donalds Trump hafi átt í samráði við Rússa, að mati repúblikana í leyniþjónustunefnd Bandaríkjaþings sem hefur rannsakað afskipti Rússa af kosningunum árið 2016. Aftur á móti gagnrýna þeir leyniþjónustu- og löggæslustofnanir. Demókratar fordæma skýrslu meirihluta repúblikana í nefndinni. Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings er ein nokkurra þingnefnda sem hafa rannsakað afskipti Rússa af kosningunum og hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við þá. Miklir flokkadrættir hafa einkennt rannsókn nefndarinnar sem endurspegluðustu í 250 blaðsíðna lokaskýrslu um rannsóknina sem birt var í dag. Repúblikanar, sem eru í meirihluta í báðum deildum þingsins, fundu þannig engar vísbendingar um að framboð Trump hefði átt í samráði, skipulagt sig eða lagt á ráðin með rússneskum stjórnvöldum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar höfðu þegar verið kynntar í mars. Demókratar fullyrða á móti í minnihlutaáliti að repúblikanar hafi vísvitandi stýrt rannsókninni frá Trump forseta og ekki kallað til nauðsynleg vitni eða krafist gagna með stefnum. Þeir telja að rannsókninni hafi verið lokið með ótímabærum hætti. Trump hefur hins vegar þegar stokkið á niðurstöður flokkssystkina sinna og segir skýrsluna sanna fullyrðingar sínar um að ekkert samráð hafi átt sér stað og að rannsóknin á hendur honum sé „nornaveiðar“. „VERÐUR AÐ ENDA NÚNA!“ tísti forsetinn eftir að skýrslan var gerð opinber í dag og vísað þar væntanlega í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem enn stendur yfir.Just Out: House Intelligence Committee Report released. “No evidence” that the Trump Campaign “colluded, coordinated or conspired with Russia.” Clinton Campaign paid for Opposition Research obtained from Russia- Wow! A total Witch Hunt! MUST END NOW!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 27, 2018 Lítið gert úr samskiptum framboðsins við RússaWashington Post segir að repúblikanar í nefndinni virðist skauta létt fram hjá alvarlegustu áskökununum á hendur Trump-framboðsins. Þannig telji þeir ekkert benda til þess að viðskipti Trump í Rússlandi hafi getað leitt til þess að framboð hans fengi hjálp þrátt fyrir að Mueller rannsaki nú fjármál forsetans. Vísa repúblikanar frá dæmum um samskipti starfsmanna framboðsins við Rússa með þeim rökum að þeir hafi annað hvort ekki komið fram fyrir hönd Trump eða að þeim hafi ekki tekist að koma á tengslum við stjórnvöld í Kreml. Þar á meðal er fundur sonar, tengdasonar og kosningastjóra Trump með rússneskum lögmanni sem þeir áttu von á að færði þeim skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton í júní árið 2016. Repúblikanar segja að fundurinn hafi aldrei leitt til þess að framboðið hafi fengið gagnlegar upplýsingar frá Rússum. Vísbendingar um að bandamenn Trump hafi reynt að koma á leynilegum samskiptaleiðum við rússnesk stjórnvöld eftir kosningarnar telja repúblikanar jafnframt sýna fram á að samráð hafi ekki átt sér stað fyrir kosningarnar.Trump hefur ítrekað kallað rannsóknina á meintu samráði framboðs hans við Rússa nornaveiðar sem séu afsökun demókrata fyrir að hafa tapað forsetakosningunum.Vísir/AFPTelja leyniþjónustuna ekki hafa staðið sig í stykkinu Gagnrýni repúblikana beinist fyrst og fremst að leyniþjónustu- og löggæslustofnunum í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta, sem þeir telja að hafi ekki brugðist nægilega vel við ógninni af tilraunum Rússa til afskipta. Trump og bandamenn hans hafa lengi hamast gegn alríkislögreglunni FBI og leyniþjónustustofnunum vegna rannsóknarinnar á honum. Endurtaka þeir fyrri ásakanir sínar um að FBI hafi byggt umsókn um að hlera fyrrverandi starfsmanna framboðs Trump á óstaðfestum sögusögnum úr umdeildri skýrslu sem breskur fyrrverandi njósnari tók saman um meint tengsl Trump við Rússland. Formaður nefndarinnar hafðu áður birt ásakanir um meint misferli stofnananna í umdeildu minnisblaði sem repúblikanar og Trump ákváðu að létta leynd af í febrúar. FBI og dómsmálaráðuneytið hafa hafnað því algerlega að hlerunarheimild gegn fyrrverandi starfsmanni framboðsins hafi verið fengin með vafasömum upplýsingum. Framboðið gagnrýnt fyrir samskiptin við Wikileaks Framboð Trump sætir þó gagnrýni í skýrslunni fyrir samskipti við uppljóstranavefinn Wikileaks, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Nefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að regluleg lofsyrði Trump-framboðsins og samskipti við Wikileaks, fjandsamleg erlend samtök, hafi verið sérstaklega hneykslanleg og samræmist ekki þjóðaröryggishagsmunum Bandaríkjanna,“ segir í skýrslunni. Trump sagði nokkrum sinnum í kosningabaráttunni að hann „elskaði“ Wikileaks. Vefurinn birti stolna tölvupósta Demókrataflokksins fyrir í kosningabaráttunni árið 2016. Talið er að rússnesk stjórnvöld hafi staðið fyrir innbrotunum í tölvupóstþjóna flokksins og komið þeim til Wikileaks. Þá hvatti hann rússneskara hakkara til dáða þegar hann óskaði þess að þeir fyndu tölvupósta frá tíð Clinton sem utanríkisráðherra sem þá var leitað í tengslum við rannsókn á notkun hennar á einkatölvupóstþjóni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 Repúblikanar hafna lykilniðurstöðu leyniþjónustunnar og ljúka rannsókn Rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum er lokið. Repúblikanar segja Rússa ekki hafa ætlað að hjálpa Donald Trump, þvert á álit leyniþjónustunnar. 13. mars 2018 10:30 Svar demókrata við umdeildu minnisblaði repúblikana loks gert opinbert Minnisblað repúblikana er sögð gegnsæ tilraun til að grafa undan Rússarannsókninni í svari demókrata sem birt var í kvöld. 24. febrúar 2018 22:45 Repúblikanar samþykkja að hætta Rússarannsókn Þingnefnd sem rannsakaði afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 hefur samþykkt að ljúka rannsókninni og birta skýrslu um niðurstöðurnar. Demókratar gagnrýna ákvörðunina. 22. mars 2018 17:59 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira
Engar vísbendingar eru um að forsetaframboð Donalds Trump hafi átt í samráði við Rússa, að mati repúblikana í leyniþjónustunefnd Bandaríkjaþings sem hefur rannsakað afskipti Rússa af kosningunum árið 2016. Aftur á móti gagnrýna þeir leyniþjónustu- og löggæslustofnanir. Demókratar fordæma skýrslu meirihluta repúblikana í nefndinni. Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings er ein nokkurra þingnefnda sem hafa rannsakað afskipti Rússa af kosningunum og hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við þá. Miklir flokkadrættir hafa einkennt rannsókn nefndarinnar sem endurspegluðustu í 250 blaðsíðna lokaskýrslu um rannsóknina sem birt var í dag. Repúblikanar, sem eru í meirihluta í báðum deildum þingsins, fundu þannig engar vísbendingar um að framboð Trump hefði átt í samráði, skipulagt sig eða lagt á ráðin með rússneskum stjórnvöldum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar höfðu þegar verið kynntar í mars. Demókratar fullyrða á móti í minnihlutaáliti að repúblikanar hafi vísvitandi stýrt rannsókninni frá Trump forseta og ekki kallað til nauðsynleg vitni eða krafist gagna með stefnum. Þeir telja að rannsókninni hafi verið lokið með ótímabærum hætti. Trump hefur hins vegar þegar stokkið á niðurstöður flokkssystkina sinna og segir skýrsluna sanna fullyrðingar sínar um að ekkert samráð hafi átt sér stað og að rannsóknin á hendur honum sé „nornaveiðar“. „VERÐUR AÐ ENDA NÚNA!“ tísti forsetinn eftir að skýrslan var gerð opinber í dag og vísað þar væntanlega í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem enn stendur yfir.Just Out: House Intelligence Committee Report released. “No evidence” that the Trump Campaign “colluded, coordinated or conspired with Russia.” Clinton Campaign paid for Opposition Research obtained from Russia- Wow! A total Witch Hunt! MUST END NOW!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 27, 2018 Lítið gert úr samskiptum framboðsins við RússaWashington Post segir að repúblikanar í nefndinni virðist skauta létt fram hjá alvarlegustu áskökununum á hendur Trump-framboðsins. Þannig telji þeir ekkert benda til þess að viðskipti Trump í Rússlandi hafi getað leitt til þess að framboð hans fengi hjálp þrátt fyrir að Mueller rannsaki nú fjármál forsetans. Vísa repúblikanar frá dæmum um samskipti starfsmanna framboðsins við Rússa með þeim rökum að þeir hafi annað hvort ekki komið fram fyrir hönd Trump eða að þeim hafi ekki tekist að koma á tengslum við stjórnvöld í Kreml. Þar á meðal er fundur sonar, tengdasonar og kosningastjóra Trump með rússneskum lögmanni sem þeir áttu von á að færði þeim skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton í júní árið 2016. Repúblikanar segja að fundurinn hafi aldrei leitt til þess að framboðið hafi fengið gagnlegar upplýsingar frá Rússum. Vísbendingar um að bandamenn Trump hafi reynt að koma á leynilegum samskiptaleiðum við rússnesk stjórnvöld eftir kosningarnar telja repúblikanar jafnframt sýna fram á að samráð hafi ekki átt sér stað fyrir kosningarnar.Trump hefur ítrekað kallað rannsóknina á meintu samráði framboðs hans við Rússa nornaveiðar sem séu afsökun demókrata fyrir að hafa tapað forsetakosningunum.Vísir/AFPTelja leyniþjónustuna ekki hafa staðið sig í stykkinu Gagnrýni repúblikana beinist fyrst og fremst að leyniþjónustu- og löggæslustofnunum í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta, sem þeir telja að hafi ekki brugðist nægilega vel við ógninni af tilraunum Rússa til afskipta. Trump og bandamenn hans hafa lengi hamast gegn alríkislögreglunni FBI og leyniþjónustustofnunum vegna rannsóknarinnar á honum. Endurtaka þeir fyrri ásakanir sínar um að FBI hafi byggt umsókn um að hlera fyrrverandi starfsmanna framboðs Trump á óstaðfestum sögusögnum úr umdeildri skýrslu sem breskur fyrrverandi njósnari tók saman um meint tengsl Trump við Rússland. Formaður nefndarinnar hafðu áður birt ásakanir um meint misferli stofnananna í umdeildu minnisblaði sem repúblikanar og Trump ákváðu að létta leynd af í febrúar. FBI og dómsmálaráðuneytið hafa hafnað því algerlega að hlerunarheimild gegn fyrrverandi starfsmanni framboðsins hafi verið fengin með vafasömum upplýsingum. Framboðið gagnrýnt fyrir samskiptin við Wikileaks Framboð Trump sætir þó gagnrýni í skýrslunni fyrir samskipti við uppljóstranavefinn Wikileaks, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Nefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að regluleg lofsyrði Trump-framboðsins og samskipti við Wikileaks, fjandsamleg erlend samtök, hafi verið sérstaklega hneykslanleg og samræmist ekki þjóðaröryggishagsmunum Bandaríkjanna,“ segir í skýrslunni. Trump sagði nokkrum sinnum í kosningabaráttunni að hann „elskaði“ Wikileaks. Vefurinn birti stolna tölvupósta Demókrataflokksins fyrir í kosningabaráttunni árið 2016. Talið er að rússnesk stjórnvöld hafi staðið fyrir innbrotunum í tölvupóstþjóna flokksins og komið þeim til Wikileaks. Þá hvatti hann rússneskara hakkara til dáða þegar hann óskaði þess að þeir fyndu tölvupósta frá tíð Clinton sem utanríkisráðherra sem þá var leitað í tengslum við rannsókn á notkun hennar á einkatölvupóstþjóni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 Repúblikanar hafna lykilniðurstöðu leyniþjónustunnar og ljúka rannsókn Rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum er lokið. Repúblikanar segja Rússa ekki hafa ætlað að hjálpa Donald Trump, þvert á álit leyniþjónustunnar. 13. mars 2018 10:30 Svar demókrata við umdeildu minnisblaði repúblikana loks gert opinbert Minnisblað repúblikana er sögð gegnsæ tilraun til að grafa undan Rússarannsókninni í svari demókrata sem birt var í kvöld. 24. febrúar 2018 22:45 Repúblikanar samþykkja að hætta Rússarannsókn Þingnefnd sem rannsakaði afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 hefur samþykkt að ljúka rannsókninni og birta skýrslu um niðurstöðurnar. Demókratar gagnrýna ákvörðunina. 22. mars 2018 17:59 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira
Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00
Repúblikanar hafna lykilniðurstöðu leyniþjónustunnar og ljúka rannsókn Rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum er lokið. Repúblikanar segja Rússa ekki hafa ætlað að hjálpa Donald Trump, þvert á álit leyniþjónustunnar. 13. mars 2018 10:30
Svar demókrata við umdeildu minnisblaði repúblikana loks gert opinbert Minnisblað repúblikana er sögð gegnsæ tilraun til að grafa undan Rússarannsókninni í svari demókrata sem birt var í kvöld. 24. febrúar 2018 22:45
Repúblikanar samþykkja að hætta Rússarannsókn Þingnefnd sem rannsakaði afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 hefur samþykkt að ljúka rannsókninni og birta skýrslu um niðurstöðurnar. Demókratar gagnrýna ákvörðunina. 22. mars 2018 17:59