Birgir Örn vel stemmdur fyrir bardaga í Litháen Pétur Marinó Jónsson skrifar 18. maí 2018 18:30 Birgir eftir sinn síðasta sigur. Fightstar/Mike Ruane Birgir Örn Tómasson berst sinn þriðja MMA bardaga á árinu annað kvöld. Bardaginn fer fram í Litháen en þetta er í annað sinn sem Birgir berst í Litháen. Síðast gekk ýmislegt á þegar Birgir var í Litháen. Birgir Örn hefur unnið alla þrjá atvinnubardaga sína í MMA með rothöggi í 1. lotu. Á morgun mætir hann heimamanninum Paulius Zitinevius í léttvigt en aðeins er mánuður síðan Birgir steig síðast í búrið. „Allur undirbúningur hefur gengið mjög vel. Ég er í topp formi og í góðum gír og er bara hrikalega vel stemmdur fyrir þessum bardaga,“ segir Birgir. Þetta er í annað sinn sem Birgir keppir á King of the Cage bardagakvöldi í Litháen en síðast þegar hann barðist þar gekk ýmislegt á. Þegar Birgir mætti í vigtun var hann skyndilega kominn með nýjan andstæðing og átti að taka af sér tvö kíló til viðbótar. Birgir náði því og vann svo bardagann með rothöggi í 1. lotu. Andstæðingurinn sem Birgir átti að mæta síðast í Litháen er sá sami og Birgir á að mæta nú en í dag voru engin skrípalæti. Báðir bardagamenn voru í tilsettri þyngd í hádeginu í dag og fátt sem kemur í veg fyrir bardagann á morgun. Bardagakvöldið var sérstök upplifun fyrir Birgi og þurftu þeir Birgir og Diego Björn Valencia (sem barðist einnig þetta kvöld) að hita upp í ísköldu herbergi á steypilögðu gólfinu. Þá voru aðeins fjögur hanskapör til skiptanna á milli bardagamanna kvöldsins og bárust hanskarnir til bardagamannanna oft á síðustu stundu. „Ferðin hefur gengið vel hingað til og ég er frekar vongóður á að það verði ekkert rugl eins og seinast hér í Litháen, en það kemur bara í ljós. Er við öllu búinn,“ segir Mjölnismaðurinn. Birgir er 36 ára og er tíminn því ekki að vinna með honum. Hann er því tilbúinn að taka öllu sem býðst svo lengi sem hann fær tækifæri til að berjast. Bardaginn fer fram annað kvöld og mun Birgir sýna beint frá bardaganum á opinberri Facebook síðu sinni hér. MMA Tengdar fréttir Íslensku bardagastrákarnir gerðu það gott í London Birgir Örn Tómasson er enn ósigraður sem atvinnumaður í MMA en hann vann um nýliðna helgi sinn þriðja bardaga á ferlinum. 16. apríl 2018 14:00 Skammur fyrirvari lítið áhyggjuefni fyrir Diego Þrír Íslendingar keppa í MMA annað kvöld í London. Strákarnir fengu allir mislangan undirbúning fyrir bardaga sína en eru tilbúnir í slaginn eftir að hafa náð tilsettri þyngd fyrr í dag. 13. apríl 2018 23:30 Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira
Birgir Örn Tómasson berst sinn þriðja MMA bardaga á árinu annað kvöld. Bardaginn fer fram í Litháen en þetta er í annað sinn sem Birgir berst í Litháen. Síðast gekk ýmislegt á þegar Birgir var í Litháen. Birgir Örn hefur unnið alla þrjá atvinnubardaga sína í MMA með rothöggi í 1. lotu. Á morgun mætir hann heimamanninum Paulius Zitinevius í léttvigt en aðeins er mánuður síðan Birgir steig síðast í búrið. „Allur undirbúningur hefur gengið mjög vel. Ég er í topp formi og í góðum gír og er bara hrikalega vel stemmdur fyrir þessum bardaga,“ segir Birgir. Þetta er í annað sinn sem Birgir keppir á King of the Cage bardagakvöldi í Litháen en síðast þegar hann barðist þar gekk ýmislegt á. Þegar Birgir mætti í vigtun var hann skyndilega kominn með nýjan andstæðing og átti að taka af sér tvö kíló til viðbótar. Birgir náði því og vann svo bardagann með rothöggi í 1. lotu. Andstæðingurinn sem Birgir átti að mæta síðast í Litháen er sá sami og Birgir á að mæta nú en í dag voru engin skrípalæti. Báðir bardagamenn voru í tilsettri þyngd í hádeginu í dag og fátt sem kemur í veg fyrir bardagann á morgun. Bardagakvöldið var sérstök upplifun fyrir Birgi og þurftu þeir Birgir og Diego Björn Valencia (sem barðist einnig þetta kvöld) að hita upp í ísköldu herbergi á steypilögðu gólfinu. Þá voru aðeins fjögur hanskapör til skiptanna á milli bardagamanna kvöldsins og bárust hanskarnir til bardagamannanna oft á síðustu stundu. „Ferðin hefur gengið vel hingað til og ég er frekar vongóður á að það verði ekkert rugl eins og seinast hér í Litháen, en það kemur bara í ljós. Er við öllu búinn,“ segir Mjölnismaðurinn. Birgir er 36 ára og er tíminn því ekki að vinna með honum. Hann er því tilbúinn að taka öllu sem býðst svo lengi sem hann fær tækifæri til að berjast. Bardaginn fer fram annað kvöld og mun Birgir sýna beint frá bardaganum á opinberri Facebook síðu sinni hér.
MMA Tengdar fréttir Íslensku bardagastrákarnir gerðu það gott í London Birgir Örn Tómasson er enn ósigraður sem atvinnumaður í MMA en hann vann um nýliðna helgi sinn þriðja bardaga á ferlinum. 16. apríl 2018 14:00 Skammur fyrirvari lítið áhyggjuefni fyrir Diego Þrír Íslendingar keppa í MMA annað kvöld í London. Strákarnir fengu allir mislangan undirbúning fyrir bardaga sína en eru tilbúnir í slaginn eftir að hafa náð tilsettri þyngd fyrr í dag. 13. apríl 2018 23:30 Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira
Íslensku bardagastrákarnir gerðu það gott í London Birgir Örn Tómasson er enn ósigraður sem atvinnumaður í MMA en hann vann um nýliðna helgi sinn þriðja bardaga á ferlinum. 16. apríl 2018 14:00
Skammur fyrirvari lítið áhyggjuefni fyrir Diego Þrír Íslendingar keppa í MMA annað kvöld í London. Strákarnir fengu allir mislangan undirbúning fyrir bardaga sína en eru tilbúnir í slaginn eftir að hafa náð tilsettri þyngd fyrr í dag. 13. apríl 2018 23:30