Segir karla þurfa að taka á sig launalækkun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. maí 2018 21:08 Leikkonan Salma Hayek segir að tíminn sé runninn upp. Vísir/Getty Leikkonan Salma Hayek segir að ef hálaunuðum karlkyns leikurum sé alvara með að styðja jafnrétti kynjanna, þurfi þeir að taka á sig launalækkun. Hayek hefur verið áberandi í Time‘s Up og #MeToo byltingunum. Í viðtali á Cannes kvikmyndahátíðinni í gær sagði Hayek að það væri ekki hjá því komist að karlkyns framleiðendur og leikarar lækki launakröfur sínar ef laga eigi launabilið í kvikmyndabransanum. Hayek sagði í viðtalinu að á meðan launakröfur karlanna héldust óbreyttar þá sé lítið sem ekkert eftir fyrir leikkonurnar. „Tíminn er runninn upp. Þið áttuð gott skeið en það er nú kominn tími til að vera örlátir við leikkonurnar,“ sagði Hayek og bætti við að hún vonaði að hún fengi áfram verkefni eftir að segja þetta.Spennandi tími Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. Hayek tók þar þátt ásamt leikkonum eins og Cate Blanchett og Kristen Stewart. Konurnar gengu hönd í hönd niður rauða dregilinn og Cate Blanchett talaði um kynjamisrétti í iðnaðinum. „Við erum 82 konur sem komum fram fyrir hönd fjölda kvenkyns leikstjóra sem hafa gengið upp þessar tröppur síðan á fyrstu Cannes kvikmyndahátíðinni árið 1946. Síðan þá hafa 1.688 karlkyns leikstjórar gengið upp þessar sömu tröppur,“ sagði Blanchett og bætti við að hin virtu verðlaun Gullpálminn hafi aðeins verið veittur einni konu, en 71 karlmanni. Þetta er fyrsta Cannes kvikmyndahátíðin sem haldin hefur verið síðan MeToo byltingin hófst og ásakanir á hendur Harvey Weinstein um kynferðislegt ofbeldi litu dagsins ljós. Á umræðufundi á hátíðinni sagði Hayek að þetta væri spennandi tími fyrir karlmenn í Hollywood. „Menn hafa tækifæri til þess að endurhugsa hvað það þýðir að vera karlmaður og með því fylgir mikið frelsi.“ Cannes MeToo Tengdar fréttir Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30 Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49 Konur mótmæltu misrétti á rauða dreglinum í Cannes Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. 13. maí 2018 09:27 Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Leikkonan Salma Hayek segir að ef hálaunuðum karlkyns leikurum sé alvara með að styðja jafnrétti kynjanna, þurfi þeir að taka á sig launalækkun. Hayek hefur verið áberandi í Time‘s Up og #MeToo byltingunum. Í viðtali á Cannes kvikmyndahátíðinni í gær sagði Hayek að það væri ekki hjá því komist að karlkyns framleiðendur og leikarar lækki launakröfur sínar ef laga eigi launabilið í kvikmyndabransanum. Hayek sagði í viðtalinu að á meðan launakröfur karlanna héldust óbreyttar þá sé lítið sem ekkert eftir fyrir leikkonurnar. „Tíminn er runninn upp. Þið áttuð gott skeið en það er nú kominn tími til að vera örlátir við leikkonurnar,“ sagði Hayek og bætti við að hún vonaði að hún fengi áfram verkefni eftir að segja þetta.Spennandi tími Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. Hayek tók þar þátt ásamt leikkonum eins og Cate Blanchett og Kristen Stewart. Konurnar gengu hönd í hönd niður rauða dregilinn og Cate Blanchett talaði um kynjamisrétti í iðnaðinum. „Við erum 82 konur sem komum fram fyrir hönd fjölda kvenkyns leikstjóra sem hafa gengið upp þessar tröppur síðan á fyrstu Cannes kvikmyndahátíðinni árið 1946. Síðan þá hafa 1.688 karlkyns leikstjórar gengið upp þessar sömu tröppur,“ sagði Blanchett og bætti við að hin virtu verðlaun Gullpálminn hafi aðeins verið veittur einni konu, en 71 karlmanni. Þetta er fyrsta Cannes kvikmyndahátíðin sem haldin hefur verið síðan MeToo byltingin hófst og ásakanir á hendur Harvey Weinstein um kynferðislegt ofbeldi litu dagsins ljós. Á umræðufundi á hátíðinni sagði Hayek að þetta væri spennandi tími fyrir karlmenn í Hollywood. „Menn hafa tækifæri til þess að endurhugsa hvað það þýðir að vera karlmaður og með því fylgir mikið frelsi.“
Cannes MeToo Tengdar fréttir Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30 Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49 Konur mótmæltu misrétti á rauða dreglinum í Cannes Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. 13. maí 2018 09:27 Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30
Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49
Konur mótmæltu misrétti á rauða dreglinum í Cannes Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. 13. maí 2018 09:27