Oddvitaáskorunin: Mætti í kennslu með saumsprettu á viðkvæmum stað Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2018 12:00 Bjarki með vini og syni í fjallgöngu í Lundareykjadal. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Bjarki Bjarnason leiðir lista VG í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum. Ég hef búið í Mosfellsdal frá tveggja ára aldri; gekk í skóla á Brúarlandi og Varmá en stundaði síðan nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þar heillaðist ég af latínu og hóf háskólanám í þeirri merku tungu. Ég hef fengist við ýmis störf um dagana, verið kennari og skólastjóri, starfsmaður á minkabúi, sjómaður, leiðsögumaður og rithöfundur. Nú sit ég í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og gegni jafnframt embætti forseta bæjarstjórnar. Ég fékk snemma áhuga á félagsmálum, á sínum tíma starfaði ég mikið innan Ungmennafélagsins Aftureldingar og með Leikfélagi Mosfellssveitar. Þá var ég fyrsti formaður íbúasamtakanna Víghóls í Mosfellsdal sem voru stofnuð árið 1986. Ég er kvæntur Þóru Sigurþórsdóttur leirlistarkonu sem rekur vinnustofu og gallerí á Hvirfli í Mosfellsdal. Við eigum þrjú börn og fjögur barnabörn. Stjórnmálin endurspegla allt samfélagið og ég hef áhuga á öllum hliðum þess því ég hef ástríðu fyrir Lífinu með stórum staf. Í mínum huga er allt mikilvægt, aðalmálið í dag verður aukamál á morgun – og öfugt.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þingvellir, þar sem systurnar Saga og Náttúra brugga magnaðan seið.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Í Grímsey; bjó þar vetrarlangt fyrir tæpum 40 árum, því ekki að endurtaka það?Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Bjúgu.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Sjá síðasta svar.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Húrra, nú ætti að vera ball!Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Þegar ég var á leið í kennslu í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og uppgötvaði að ég var með stóra saumsprettu á buxunum á afar viðkvæmum stað.Draumaferðalagið? Hjólaferð um Færeyjar sumarið 2007 var ógleymanleg draumaferð.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei, en hef mikla trú á lífinu fyrir dauðann.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Þegar ég vakti sjálfan mig um rauðanótt og æpti: Þú ert ég!Hundar eða kettir? Hundakisur.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Brad Pitt!!Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Í Stark-ættinni vegna þess að hún kýs V-listann.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já.Uppáhalds tónlistarmaður? Jimmy Page, gítarleikari í Led Zeppelin.Uppáhaldsbókin? Næsta bók sem ég mun skrifa.Uppáhaldsföstudagsdrykkur? Vatn í water.Uppáhalds þynnkumatur? Síld og rúgbrauð.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Menningin og sólin eiga eitt sameiginlegt: Þau eru allsstaðar, upp til fjalla og niður til stranda, jafnt í borg og í sveit. Þess vegna ferðast ég sem víðast.Hefur þú pissað í sundlaug? Já, en það er orðið harla langt síðan.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Stolt siglir fleyið mitt, með Gylfa Ægissyni.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Ég hef tamið mér það lífsviðhorf að láta aldrei neitt fara í taugarnar á mér. Hinsvegar vil ég bæta samfélagið í Mosfellsbæ, þess vegna er ég í framboði.Á að banna flugelda? Nei, en minnka notkun þeirra, less is more!Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Jón Daði Böðvarsson, af því hann er frændi minn.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við [email protected]. Tekið verður við efni fram að kosningum. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Bjarki Bjarnason leiðir lista VG í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum. Ég hef búið í Mosfellsdal frá tveggja ára aldri; gekk í skóla á Brúarlandi og Varmá en stundaði síðan nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þar heillaðist ég af latínu og hóf háskólanám í þeirri merku tungu. Ég hef fengist við ýmis störf um dagana, verið kennari og skólastjóri, starfsmaður á minkabúi, sjómaður, leiðsögumaður og rithöfundur. Nú sit ég í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og gegni jafnframt embætti forseta bæjarstjórnar. Ég fékk snemma áhuga á félagsmálum, á sínum tíma starfaði ég mikið innan Ungmennafélagsins Aftureldingar og með Leikfélagi Mosfellssveitar. Þá var ég fyrsti formaður íbúasamtakanna Víghóls í Mosfellsdal sem voru stofnuð árið 1986. Ég er kvæntur Þóru Sigurþórsdóttur leirlistarkonu sem rekur vinnustofu og gallerí á Hvirfli í Mosfellsdal. Við eigum þrjú börn og fjögur barnabörn. Stjórnmálin endurspegla allt samfélagið og ég hef áhuga á öllum hliðum þess því ég hef ástríðu fyrir Lífinu með stórum staf. Í mínum huga er allt mikilvægt, aðalmálið í dag verður aukamál á morgun – og öfugt.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þingvellir, þar sem systurnar Saga og Náttúra brugga magnaðan seið.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Í Grímsey; bjó þar vetrarlangt fyrir tæpum 40 árum, því ekki að endurtaka það?Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Bjúgu.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Sjá síðasta svar.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Húrra, nú ætti að vera ball!Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Þegar ég var á leið í kennslu í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og uppgötvaði að ég var með stóra saumsprettu á buxunum á afar viðkvæmum stað.Draumaferðalagið? Hjólaferð um Færeyjar sumarið 2007 var ógleymanleg draumaferð.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei, en hef mikla trú á lífinu fyrir dauðann.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Þegar ég vakti sjálfan mig um rauðanótt og æpti: Þú ert ég!Hundar eða kettir? Hundakisur.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Brad Pitt!!Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Í Stark-ættinni vegna þess að hún kýs V-listann.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já.Uppáhalds tónlistarmaður? Jimmy Page, gítarleikari í Led Zeppelin.Uppáhaldsbókin? Næsta bók sem ég mun skrifa.Uppáhaldsföstudagsdrykkur? Vatn í water.Uppáhalds þynnkumatur? Síld og rúgbrauð.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Menningin og sólin eiga eitt sameiginlegt: Þau eru allsstaðar, upp til fjalla og niður til stranda, jafnt í borg og í sveit. Þess vegna ferðast ég sem víðast.Hefur þú pissað í sundlaug? Já, en það er orðið harla langt síðan.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Stolt siglir fleyið mitt, með Gylfa Ægissyni.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Ég hef tamið mér það lífsviðhorf að láta aldrei neitt fara í taugarnar á mér. Hinsvegar vil ég bæta samfélagið í Mosfellsbæ, þess vegna er ég í framboði.Á að banna flugelda? Nei, en minnka notkun þeirra, less is more!Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Jón Daði Böðvarsson, af því hann er frændi minn.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við [email protected]. Tekið verður við efni fram að kosningum.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira