Valdimar Birgisson leiðir lista Viðreisnar í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum.

„Það var gæfa fjölskyldunnar að flytja til Mosfellsbæjar árið 2008 korter í hrun því hér er dásamlegt að búa. Mig langar því að leggja mitt af mörkum til þess að gera bæinn enn betri. Við sem stöndum að framboði Viðreisnar komum með nýja nálgun á sveitastjórn og teljum okkur geta gert betur með því að setja hagsmuni fjölskyldufólks í forgang.“
Mosfellsbær er fallegur og Þórsmörk einstök. Seljalandsfoss og Eyjafjöllin eru töfrandi og Vestfirðir stórbrotnir.
Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag)
Þar sem fjölskyldan mín er. Gæti verið á Ísafirði eða á Seljalandi.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Osso Bucco, hjá Siggu. Það þekkja allir sem hafa smakkað.
Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda?
Ég veit allt um fisk, það er í blóðinu.
Uppáhalds „guilty pleasure“ lag?
Rihanna – Umbrella. Ég veit, ekki beint spennandi en ég hlusta líka stundum á Justin Bieber.
Ég er endalaust að koma mér í vandræði. Ég var þrettán ára og skotinn í stelpu sem sat fyrir framan mig í tíma. Ég var með ákaflega fallegan topp sem huldi ennið á mér og bólurnar þar. Það var sport hjá okkur krökkunum að láta kveikjaragas leka í munninn kveikja á kveikjaranum og blása smá eldi.
Ég ákvað að gera þetta í miðjum kennslutíma til þess að ganga í augun á stelpunni. Það tókst ekki betur til en svo að ég kveikti í toppnum sem fuðraði upp og lyktin í kennslustofunni var eins og það væri verið að svíða svið.
Draumaferðalagið?
Skíðaferð til Les Gets í frönsku ölpunum með fjölskyldunni.
Trúir þú á líf eftir dauðann?
Nei en ég er heittrúaður á líf fyrir dauðann.
Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í?
Ég kom konunni minni á óvart með því að bjóða henni í óvissuferð til Parísar í tilefni fertugsafmælis hennar.
Hundar eða kettir?
Myrra.
Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd?
Bridesmaids.
Alan Rickman - ef hann væri enn á lífi.
Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju?
Ég væri Eddard Stark. Hann átti svo mörg börn.
Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni?
Ekki alltaf.
Uppáhalds tónlistarmaður?
Ég á engan uppáhaldstónlistarmann enda hlusta ég mikið á alls kyns tónlist. Núna hlusta ég til dæmis á The Weeknd
Uppáhalds bókin?
„Allir menn eru dauðlegir” eftir Simone de Beauvoir hafði mikil áhrif á mig á sínum tíma og einnig „Óbærilegur léttleiki tilverunnar” eftir Milan Kundera.
Uppáhalds föstudagsdrykkur?
Kaffi
Uppáhalds þynnkumatur?
Verð ekki þunnur - einföld ástæða fyrir því.
Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning?
Sólstrandarmenning.
Hefur þú pissað í sundlaug?
Hver pissar í sundlaug?
Hvaða lag kemur þér í gírinn?
September?
Ekkert smá.
Á að banna flugelda?
Nei.
Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju?
Gylfi bara af því að mig langar til þess að skora.
Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu bauðst að taka þátt.