Gunnar hefur ekki barist síðan hann var rotaður af Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio síðasta sumar. Hann getur ekki barist um helgina í Liverpool vegna meiðsla.
Hann sér fram á að geta barist síðar á árinu og er með auga á bardagakvöldi í New York í nóvember þar sem hann væri til í að sjá vin sinn, Conor McGregor, einnig í búrinu.
Gunnar og Pétur Marinó Jónsson eru gestir þáttarins sem má sjá hér að neðan.