„Hann tók þetta skemmtilega rant þarna í New York sem fór ekki fram hjá neinum. Þeir slógu Artem vin okkar beggja í höfuðið og það fór helvíti illa í mannskapinn,“ segir Gunnar en hann er þar að tala um Artem Lobov sem fékk ekki að berjast þetta kvöld út af sínum þætti í uppþoti Conors.
„Þá ákveða þeir að fljúga þarna yfir og misstu sig aðeins.“
Gunnar segist hafa heyrt í Íranum skrautlega eftir þessa ótrúlegu uppákomu.
„Þetta kannski fór aðeins úr böndunum en ég held að hann sé búinn að jafna sig á þessu og er að horfa á að taka á Khabib inn í búrinu.“
Búrið er á Stöð 2 Sport klukkan 21.15 í kvöld.