Halla Björk Reynisdóttir leiðir L-listann á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum.

„Ég býð mig fram til að taka þátt í að gera yndislega bæinn okkar framúrskarandi og tel að reynsla mín sem fyrrverandi bæjarfulltrúi komi til með að nýtast í þeirri vinnu. Ég vil setja fjölskylduna í forgang og tel að helstu áskoranir næstu ára verði að höfða til unga fólksins okkar. Ég vil fjölbreyttar lausnir í húsnæðis- og dagvistunarmálum. Ég tel að einn helsti vaxtarbroddur Akureyrar felist í að koma á beinu millilandaflugi á ársgrundvelli, þannig getum við aukið tekjurnar og staðið undir enn betri þjónustu við íbúa.“
Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?
Akureyri.
Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag)
Ísafirði
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Nýr fiskur
Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda?
Er enginn kokkur því miður
Uppáhalds „guilty pleasure“ lag?
Gúanóstelpan (Sakna Ísafjarðar og þín)
Þegar ég flaug af hlaupabretti inn í líkamsræktarstöð eftir að hafa lokað augunum til að njóta betur tónlistarinnar án öryggisventils.
Draumaferðalagið?
Gönguferð á 24 tindana.
Trúir þú á líf eftir dauðann?
Nei því miður.
Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í?
Frekar auðvelt að hrekkja mig, fékk stundum ágæt símtöl frá vini mínum þegar ég sat í bæjarstjórn 2010-14 þar sem viðkomandi gerði sér upp rödd og erindi, náði mér í hvert skipti og hélt mér á snakki í langan tíma í senn.
Hundar eða kettir?
Sennilega kettir, næturdýr.
Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd?
Beaches ( Forever Friends).
Þætti geggjað ef að Halldóra Geirharðsdóttir myndi gera það.
Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju?
Targaryen, væri Daenerys, sterkur foringi.
Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni?
Verð víst að viðurkenna það, hef verið tekin fyrir of hraðan akstur.
Uppáhalds tónlistarmaður?
Andrea Gylfadóttir.
Uppáhalds bókin?
Lovestar eftir Andra Snæ.
Uppáhalds föstudagsdrykkur?
Gin og tónik.
Uppáhalds þynnkumatur?
Sveittur hamborgari.
Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning?
Best ef hægt er að sameina þetta, það er góða veðrið og menningu.
Hefur þú pissað í sundlaug?
Nei.
Hvaða lag kemur þér í gírinn?
Strong enough með Cher.
Eitt og annað sem má laga, þess vegna býð ég mig fram til þjónustu.
Á að banna flugelda?
Það kemur sjálfsagt að því.
Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju?
Í karlaliðinu yrði það Aron Einar, Akureyringur og leiðtogi sem gefst aldrei upp og í kvennaliðinu Rakel Hönnudóttir, sömuleiðis Akureyringur og hörku stelpa.
Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is.