Ótrúleg vegferð þvottabjarnar skók netheima Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júní 2018 21:52 Þvottabjörninn í hæstu hæðum. Hann komst óhultur upp á þak skýjakljúfsins. Twitter/timnelson_mpr Þrautseigur þvottabjörn, sem kleif 25 hæða skýjakljúf í borginni St. Paul í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum í gær, hefur vakið gríðarlega lukku á samfélagsmiðlum. Fjölmargir fylgdust með ferð bjarnarins upp bygginguna en segja má að henni hafi verið lýst í beinni útsendingu á netinu. Fyrstu fréttir af þvottabirninum bárust síðdegis á þriðjudag. Hér að neðan má sjá mynd sem Twitter-notandi tók út um glugga á 13. hæð skýjakljúfsins en þar sést björninn klifra utan á vegg hússins og stefnir upp. Á þessum tímapunkti var ferðalagið aðeins rétt að byrja.My picture from the 13th floor around noon. Hope he makes it down OK! #mprraccoonpic.twitter.com/gfVWysn9iO — Ben (@Johnson88Ben) June 12, 2018 Samfélagsmiðlanotendur á efri hæðum byggingarinnar deildu einnig myndum af þvottabirninum eftir því sem hann fikraði sig hærra upp en þess má geta að þegar svo hátt er komið er ekki hægt að opna glugga hússins. Þvottabjörninn sást til að mynda hvíla sig á gluggasyllu á 22. hæð og þá voru birtar myndir af slökkviliðsmönnum sem mátu það svo að ekki borgaði sig að ráðast í björgunaraðgerðir. Betra væri að bíða þar til hann næði upp á topp. Can confirm #MPRraccoon is still itchy. Got a little visit from @StPaulFireDept too! Cat food awaits it on the roof. pic.twitter.com/WeOTWmbaqz — Evan Frost (@efrostee) June 12, 2018The #mprraccoon has arisen from his nap and is climbing again. pic.twitter.com/K1popKu2bF — Tim Nelson (@timnelson_mpr) June 12, 2018After a delicious meal of soft cat food, #mprraccoon has been caught and will be picked up by Wildlife Management. Goodbye friend! pic.twitter.com/twcBPpjOQk — UBS Plaza (@ubs_plaza) June 13, 2018 Þvottabjörninn komst að lokum heilu og höldnu upp á þak byggingarinnar þar sem beið hans kattamatur. Birninum var að því búnu komið í öruggt skjól á miðvikudagsmorgun. Áhugasamir geta kynnt sér ferðalag þvottabjarnarins undir myllumerkinu #mprraccoon á Twitter. Þá má horfa á úttekt breska ríkisútvarpsins á málinu neðst í fréttinni.Here she goes, the #mprraccoon with an extra can of cat food for the ride. pic.twitter.com/QGiwGDUtxp — Tim Nelson (@timnelson_mpr) June 13, 2018 Dýr Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Sjá meira
Þrautseigur þvottabjörn, sem kleif 25 hæða skýjakljúf í borginni St. Paul í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum í gær, hefur vakið gríðarlega lukku á samfélagsmiðlum. Fjölmargir fylgdust með ferð bjarnarins upp bygginguna en segja má að henni hafi verið lýst í beinni útsendingu á netinu. Fyrstu fréttir af þvottabirninum bárust síðdegis á þriðjudag. Hér að neðan má sjá mynd sem Twitter-notandi tók út um glugga á 13. hæð skýjakljúfsins en þar sést björninn klifra utan á vegg hússins og stefnir upp. Á þessum tímapunkti var ferðalagið aðeins rétt að byrja.My picture from the 13th floor around noon. Hope he makes it down OK! #mprraccoonpic.twitter.com/gfVWysn9iO — Ben (@Johnson88Ben) June 12, 2018 Samfélagsmiðlanotendur á efri hæðum byggingarinnar deildu einnig myndum af þvottabirninum eftir því sem hann fikraði sig hærra upp en þess má geta að þegar svo hátt er komið er ekki hægt að opna glugga hússins. Þvottabjörninn sást til að mynda hvíla sig á gluggasyllu á 22. hæð og þá voru birtar myndir af slökkviliðsmönnum sem mátu það svo að ekki borgaði sig að ráðast í björgunaraðgerðir. Betra væri að bíða þar til hann næði upp á topp. Can confirm #MPRraccoon is still itchy. Got a little visit from @StPaulFireDept too! Cat food awaits it on the roof. pic.twitter.com/WeOTWmbaqz — Evan Frost (@efrostee) June 12, 2018The #mprraccoon has arisen from his nap and is climbing again. pic.twitter.com/K1popKu2bF — Tim Nelson (@timnelson_mpr) June 12, 2018After a delicious meal of soft cat food, #mprraccoon has been caught and will be picked up by Wildlife Management. Goodbye friend! pic.twitter.com/twcBPpjOQk — UBS Plaza (@ubs_plaza) June 13, 2018 Þvottabjörninn komst að lokum heilu og höldnu upp á þak byggingarinnar þar sem beið hans kattamatur. Birninum var að því búnu komið í öruggt skjól á miðvikudagsmorgun. Áhugasamir geta kynnt sér ferðalag þvottabjarnarins undir myllumerkinu #mprraccoon á Twitter. Þá má horfa á úttekt breska ríkisútvarpsins á málinu neðst í fréttinni.Here she goes, the #mprraccoon with an extra can of cat food for the ride. pic.twitter.com/QGiwGDUtxp — Tim Nelson (@timnelson_mpr) June 13, 2018
Dýr Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Sjá meira