Hættur í landsliðinu: Segir allar svívirðingarnar vera ástæðuna fyrir veikindum móður sinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2018 10:30 Ramin Rezaeian sést hér reyna hughreysta Sardar Azmoun. Það gekk ýmislegt á hjá Sardar Azmou á HM. Vísir/Getty Hann hefur verið kallaður Írans-Messi og var að flestra mati framtíðarstjarna íranska landsliðsins enda ennþá bara 23 ára gamall. Nú er útlit fyrir að landsleikirnir verði ekki fleiri. BBC segir frá. Íranar voru hársbreidd frá því að komast áfram í sextán liða úrslitin á HM í fótbolta í Rússlandi en eru núna komnir til sín heima eins og íslensku strákarnir og fjórtán aðrar þjóðir. Hinn 23 ára gamli Sardar Azmoun var búinn að skora 23 mörk í 33 landsleikjum fyrir HM í Rússlandi og landar hans bjuggust við miklu af honum í keppninni. Sardar Azmoun náði hinsvegar ekki að skora mark í heimsmeistarakeppninni þar sem íranska landsliðið vantaði bara eitt mark í viðbót. Sardar Azmoun kom síðan flestum á óvart með því að tilkynna það við heimkomuna til Írans að hann væri hættur í íranska landsliðinu þó hann ætti ennþá sjö ár í þrítugsafmælið sitt. Ástæðan er ómakleg og hörð gagnrýni á sig þar sem hann kennir öllum svívirðingunum um það að veikindi tóku sig upp hjá móður hans.Our thoughts are with Iran #WorldCup striker Sardar Azmoun, who has retired from international football at the age of 23. He has revealed his mother has become seriously ill because of the insults he has received.https://t.co/f9nXjtppHc#bbcworldcuppic.twitter.com/YHG0ToFkD3 — BBC Sport (@BBCSport) June 28, 2018 „Móðir minn var búin að sigrast á veikindum sínum og ég var mjög ánægður,“ sagði Sardar Azmoun sem spilar með rússneska félagsliðinu Rubin Kazan. „Til allrar óhamingju þá sá mannvoska fólks og svívirðingar þeirra til þess að móðir mín veiktist aftur. Ég og liðsfélagar mínir áttum þetta ekki skilið og þetta hefur bitnað mjög hart á móður minni,“ sagði Azmoun. „Þetta hefur sett mig í mjög erfiða stöðu og nú verð ég bara að velja á milli. Ég hef því ákveðið að velja móður mína yfir landsliðið,“ sagði Azmoun. Sardar Azmoun fór á kostum í undankeppni HM þar sem hann var með 11 mörk í 14 leikjum. Hann spilaði allar 90 mínúturnar í öllum þremur leikjum Írans í lokakeppninni en náði ekki að skora. Liðið vann Marokkó, tapaði fyrir Spáni og gerði síðan jafntefli við Portúgal. Sardar Azmoun er í fimmta sæti yfir markahæstu landsliðsmenn Íran frá upphafi og hefur verið borinn saman í heimalandinu við goðsögnina Ali Daei. Ali Daei skoraði á sínum tíma 109 mörk í 149 landsleikjum eða fleiri landsliðsmörk en nokkur annar í knattspyrnusögunni. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Sjá meira
Hann hefur verið kallaður Írans-Messi og var að flestra mati framtíðarstjarna íranska landsliðsins enda ennþá bara 23 ára gamall. Nú er útlit fyrir að landsleikirnir verði ekki fleiri. BBC segir frá. Íranar voru hársbreidd frá því að komast áfram í sextán liða úrslitin á HM í fótbolta í Rússlandi en eru núna komnir til sín heima eins og íslensku strákarnir og fjórtán aðrar þjóðir. Hinn 23 ára gamli Sardar Azmoun var búinn að skora 23 mörk í 33 landsleikjum fyrir HM í Rússlandi og landar hans bjuggust við miklu af honum í keppninni. Sardar Azmoun náði hinsvegar ekki að skora mark í heimsmeistarakeppninni þar sem íranska landsliðið vantaði bara eitt mark í viðbót. Sardar Azmoun kom síðan flestum á óvart með því að tilkynna það við heimkomuna til Írans að hann væri hættur í íranska landsliðinu þó hann ætti ennþá sjö ár í þrítugsafmælið sitt. Ástæðan er ómakleg og hörð gagnrýni á sig þar sem hann kennir öllum svívirðingunum um það að veikindi tóku sig upp hjá móður hans.Our thoughts are with Iran #WorldCup striker Sardar Azmoun, who has retired from international football at the age of 23. He has revealed his mother has become seriously ill because of the insults he has received.https://t.co/f9nXjtppHc#bbcworldcuppic.twitter.com/YHG0ToFkD3 — BBC Sport (@BBCSport) June 28, 2018 „Móðir minn var búin að sigrast á veikindum sínum og ég var mjög ánægður,“ sagði Sardar Azmoun sem spilar með rússneska félagsliðinu Rubin Kazan. „Til allrar óhamingju þá sá mannvoska fólks og svívirðingar þeirra til þess að móðir mín veiktist aftur. Ég og liðsfélagar mínir áttum þetta ekki skilið og þetta hefur bitnað mjög hart á móður minni,“ sagði Azmoun. „Þetta hefur sett mig í mjög erfiða stöðu og nú verð ég bara að velja á milli. Ég hef því ákveðið að velja móður mína yfir landsliðið,“ sagði Azmoun. Sardar Azmoun fór á kostum í undankeppni HM þar sem hann var með 11 mörk í 14 leikjum. Hann spilaði allar 90 mínúturnar í öllum þremur leikjum Írans í lokakeppninni en náði ekki að skora. Liðið vann Marokkó, tapaði fyrir Spáni og gerði síðan jafntefli við Portúgal. Sardar Azmoun er í fimmta sæti yfir markahæstu landsliðsmenn Íran frá upphafi og hefur verið borinn saman í heimalandinu við goðsögnina Ali Daei. Ali Daei skoraði á sínum tíma 109 mörk í 149 landsleikjum eða fleiri landsliðsmörk en nokkur annar í knattspyrnusögunni.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Sjá meira