Eiður Smári spáir í 16-liða úrslitin Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. júní 2018 13:30 Eiður Smári Guðjohnsen á EM 2016. Vísir/Getty Útsláttarkeppni HM í Rússlandi hefst í dag með tveimur leikjum í 16-liða úrslitunum. Eiður Smári Guðjohnsen spáir mikilli markaveislu í leikjunum átta sem fram undan eru. Eiður Smári skrifaði blogg fyrir veðmálasíðuna 188bet þar sem hann fer yfir hvað hann heldur að gerist í 16-liða úrslitunum.Frakkland - Argentína 1-2: „X-faktorinn hefur ekki verið til staðar í franska liðinu til þessa í mótinu. Hæfileikarnir eru til staðar, þeir hafa bara ekki sést á vellinum. Hvað Argentínu varðar þá var þetta risa stór sigur hjá þeim á þriðjudag og þó ég hafi áhyggjur af þeim varnarlega þá er skriðþunginn með þeim.“Úrúgvæ - Portúgal 1-0: „Úrúgvæ lítur vel út. Þeir eru líkamlega sterkt lið og hættulegir andstæðingnum. Þrír sigrar og ekki fengið mark á sig, ég held þeir klári þennan leik. Fyrir utan Cristiano Ronaldo er Portúgal með venjulegt lið og hann getur ekki klárað þennan leik einn.“Spánn - Rússland 2-0: „Þeir hafa ekki verið upp á sitt besta en það er samt margt sem maður getur dáðst að í spænska liðinu. Þeir eru ekki eins líkamlega sterkir og önnur lið en þeir eru frábærlega breytilegt og hratt lið. Rússar hafa komið á óvart en ég held að tap þeirra gegn Úrúgvæ hafi sprengt blöðruna.“Króatía - Danmörk 3-1: „Króatar hafa heillað mig meira en nokkuð annað lið í mótinu. Ég hef fylgst vel með þeim þar sem þeir voru í riðli Íslands og það er margt sem heillar. Með Luka Modric og Ivan Rakitic við stjórnvöllinn á miðjunni eru þeir með mjög mikið jafnvægi og ættu að vera of sterkir fyrir þetta danska lið.“Brasilía - Mexíkó 2-2: „Mexíkó voru frábærir gegn Þýskalandi í fyrsta leiknum og ef þeir mæta aftur eins í þennan leik þá gæti þetta orðið frábær leikur. Þrátt fyrir að Brasilía hafi ekki heillað ennþá, þá veistu að þeir geta skipt um gír þegar hlutirnir fara að skipta meira máli.“Belgía - Japan 2-0: „Belgar eru með of mikil gæði fyrir þetta duglega japanska lið og ég sé fram á nokkuð auðveldan sigur. Það er frábært að horfa á þá og 8-liða úrslitin bíða.“Svíþjóð - Sviss 0-0: „Vörnin er lykillinn hér og ég býst við mjög taktískum leik. Ég dáðist að því hvernig Sviss kom til baka gegn Serbum og sú þrautsegja gæti verið nóg til þess að koma þeim áfram.“Kólumbía - England 1-1: „England hefur heillað mig. Þeir virka ferskir, fullir af orku og virðast hafa gaman af þessu. Gareth Southgate stýrir liðinu mjög vel og þetta boðar gott. Kólumbía er með góða leikmenn innanborðs og það gladdi mig að sjá þá fara áfram. Ef þeir hefðu ekki fengið þetta rauða spjald snemma leiks gegn Japan þá hefðu þeir líklega farið áfram með þrjá sigra. Þessi leikur gæti farið alla leið og kannski munu Englendingar loksins vinna vítaspyrnukeppni.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Sjá meira
Útsláttarkeppni HM í Rússlandi hefst í dag með tveimur leikjum í 16-liða úrslitunum. Eiður Smári Guðjohnsen spáir mikilli markaveislu í leikjunum átta sem fram undan eru. Eiður Smári skrifaði blogg fyrir veðmálasíðuna 188bet þar sem hann fer yfir hvað hann heldur að gerist í 16-liða úrslitunum.Frakkland - Argentína 1-2: „X-faktorinn hefur ekki verið til staðar í franska liðinu til þessa í mótinu. Hæfileikarnir eru til staðar, þeir hafa bara ekki sést á vellinum. Hvað Argentínu varðar þá var þetta risa stór sigur hjá þeim á þriðjudag og þó ég hafi áhyggjur af þeim varnarlega þá er skriðþunginn með þeim.“Úrúgvæ - Portúgal 1-0: „Úrúgvæ lítur vel út. Þeir eru líkamlega sterkt lið og hættulegir andstæðingnum. Þrír sigrar og ekki fengið mark á sig, ég held þeir klári þennan leik. Fyrir utan Cristiano Ronaldo er Portúgal með venjulegt lið og hann getur ekki klárað þennan leik einn.“Spánn - Rússland 2-0: „Þeir hafa ekki verið upp á sitt besta en það er samt margt sem maður getur dáðst að í spænska liðinu. Þeir eru ekki eins líkamlega sterkir og önnur lið en þeir eru frábærlega breytilegt og hratt lið. Rússar hafa komið á óvart en ég held að tap þeirra gegn Úrúgvæ hafi sprengt blöðruna.“Króatía - Danmörk 3-1: „Króatar hafa heillað mig meira en nokkuð annað lið í mótinu. Ég hef fylgst vel með þeim þar sem þeir voru í riðli Íslands og það er margt sem heillar. Með Luka Modric og Ivan Rakitic við stjórnvöllinn á miðjunni eru þeir með mjög mikið jafnvægi og ættu að vera of sterkir fyrir þetta danska lið.“Brasilía - Mexíkó 2-2: „Mexíkó voru frábærir gegn Þýskalandi í fyrsta leiknum og ef þeir mæta aftur eins í þennan leik þá gæti þetta orðið frábær leikur. Þrátt fyrir að Brasilía hafi ekki heillað ennþá, þá veistu að þeir geta skipt um gír þegar hlutirnir fara að skipta meira máli.“Belgía - Japan 2-0: „Belgar eru með of mikil gæði fyrir þetta duglega japanska lið og ég sé fram á nokkuð auðveldan sigur. Það er frábært að horfa á þá og 8-liða úrslitin bíða.“Svíþjóð - Sviss 0-0: „Vörnin er lykillinn hér og ég býst við mjög taktískum leik. Ég dáðist að því hvernig Sviss kom til baka gegn Serbum og sú þrautsegja gæti verið nóg til þess að koma þeim áfram.“Kólumbía - England 1-1: „England hefur heillað mig. Þeir virka ferskir, fullir af orku og virðast hafa gaman af þessu. Gareth Southgate stýrir liðinu mjög vel og þetta boðar gott. Kólumbía er með góða leikmenn innanborðs og það gladdi mig að sjá þá fara áfram. Ef þeir hefðu ekki fengið þetta rauða spjald snemma leiks gegn Japan þá hefðu þeir líklega farið áfram með þrjá sigra. Þessi leikur gæti farið alla leið og kannski munu Englendingar loksins vinna vítaspyrnukeppni.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Sjá meira