Missti af leiknum en upplifði stórkostlegan sólarhring Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2018 15:30 Fabian Delph. Vísir/Getty Englendingar voru bara með 22 leikmenn til taks en ekki 23 þegar þeir mættu Kólumbíumönnum í sextán liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi í gærkvöldi. Enska landsliðið tryggði sér þá sæti í átta liða úrslitum með 4-3 sigri á Kólumbíu í vítakeppni. Einn leikmanna liðsins var í þúsund kílómetra fjarlægð frá liðsfélögum sínum og þurfti að fylgjast með í sjónvarpinu eins og stór hluti bresku þjóðarinnar. Miðjumaðurinn Fabian Delph var nefnilega staddur heima í Englandi þar sem kona hans var að fæða þeirra þriðja barn.The "most amazing 24 hours." Just hours after watching his team-mate's #WorldCup victory, Fabian Delph welcomed his third daughter into the world!https://t.co/BXTxxe8GyVpic.twitter.com/eCw5aGFfjy — BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2018 Natalie, kona Fabian Delph, eignaðist síðan dóttur klukkan 7:52 í morgun að breskum tíma, og Delph flaug síðan aftur til Rússlands í dag þar sem hann hittir liðsfélaga sína á ný. Næst á dagskránni er leikur á móti Svíum í átta liða úrslitum HM á laugardaginn. Natalie og Fabian Delph voru þarna að eignast sína þriðju stelpu. Fabian Delph spilaði allar 90 mínúturnar á móti Belgíu í lokaleik riðlakeppninnar en fékk svo að fara heim til Englands eftir leikinn til að verða vitni af fæðingu barnsins. Delph fór til Englands á föstudaginn og var hjá konu sinni í fjóra daga. Fabian Delph lék vita af sér á Instagram þar sem hann talaði um „stórkostlegasta sólarhringinn sinn“ á ævinni en hann horfði á liðsfélaga sína vinna Kólumbíu í gærkvöldi. „Ég get ekki komið orðum að því hversu ánægður og þakklátur ég er,“ skrifaði Fabian Delph í Instagram færslu sína sem má sjá hér fyrir neðan. I've just experienced the most amazing 24 hours. Watching my brothers come through a tough game both mentally and physically, I kicked every ball and felt every bit of emotion with the players, staff and fans. At 07:52 Me my wife and 2 beautiful daughters welcomed there baby sister into the world. I can't put into words the happiness and gratitude I'm feeling... Back to Russia now #TunnelVision A post shared by Fabian Delph (@fabian_delph) on Jul 4, 2018 at 6:56am PDT HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Sjá meira
Englendingar voru bara með 22 leikmenn til taks en ekki 23 þegar þeir mættu Kólumbíumönnum í sextán liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi í gærkvöldi. Enska landsliðið tryggði sér þá sæti í átta liða úrslitum með 4-3 sigri á Kólumbíu í vítakeppni. Einn leikmanna liðsins var í þúsund kílómetra fjarlægð frá liðsfélögum sínum og þurfti að fylgjast með í sjónvarpinu eins og stór hluti bresku þjóðarinnar. Miðjumaðurinn Fabian Delph var nefnilega staddur heima í Englandi þar sem kona hans var að fæða þeirra þriðja barn.The "most amazing 24 hours." Just hours after watching his team-mate's #WorldCup victory, Fabian Delph welcomed his third daughter into the world!https://t.co/BXTxxe8GyVpic.twitter.com/eCw5aGFfjy — BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2018 Natalie, kona Fabian Delph, eignaðist síðan dóttur klukkan 7:52 í morgun að breskum tíma, og Delph flaug síðan aftur til Rússlands í dag þar sem hann hittir liðsfélaga sína á ný. Næst á dagskránni er leikur á móti Svíum í átta liða úrslitum HM á laugardaginn. Natalie og Fabian Delph voru þarna að eignast sína þriðju stelpu. Fabian Delph spilaði allar 90 mínúturnar á móti Belgíu í lokaleik riðlakeppninnar en fékk svo að fara heim til Englands eftir leikinn til að verða vitni af fæðingu barnsins. Delph fór til Englands á föstudaginn og var hjá konu sinni í fjóra daga. Fabian Delph lék vita af sér á Instagram þar sem hann talaði um „stórkostlegasta sólarhringinn sinn“ á ævinni en hann horfði á liðsfélaga sína vinna Kólumbíu í gærkvöldi. „Ég get ekki komið orðum að því hversu ánægður og þakklátur ég er,“ skrifaði Fabian Delph í Instagram færslu sína sem má sjá hér fyrir neðan. I've just experienced the most amazing 24 hours. Watching my brothers come through a tough game both mentally and physically, I kicked every ball and felt every bit of emotion with the players, staff and fans. At 07:52 Me my wife and 2 beautiful daughters welcomed there baby sister into the world. I can't put into words the happiness and gratitude I'm feeling... Back to Russia now #TunnelVision A post shared by Fabian Delph (@fabian_delph) on Jul 4, 2018 at 6:56am PDT
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Sjá meira