Maðurinn sem byrjaði ensku "vító-bölvunina“ endaði hana líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2018 09:30 Gareth Southgate 2018 og 1996. Vísir/Getty Gareth Southgate og lærisveinar hans í enska landsliðinu afrekuðu það í gær sem enska þjóðin var hætt að trúa að væri hægt. Jú, þeir unnu vítakeppni. Það hafði ekki gerst í meira en tvo áratugi. Það vita kannski færri að það var einmitt klúður Gareth Southgate sjálfs sem byrjaði bölvun enska landsliðsins í vítakeppnum fyrir 22 árum síðan. Englendingar voru þá að halda Evrópukeppnina sjálfir og töldu sig vera með lið líklegt til mikilla afreka. Paul Gascoigne var aftur búinn að finna taktinn frá HM 1990, þeir áttu einn besta framherja Evrópu í Alan Shearer og fyrirliðinn var hinn 29 ára gamli Tony Adams. Restin af liðinu var góð blanda af ungum og reynslumiklum mönnum. Það var allt til alls til að fara langt. Gareth Southgate klikkaði á síðustu spyrnu enska landsliðsins í vítakeppni á móti Þjóðverjum á EM í Englandi sumarið 1996. Þjóðverjar skoruðu úr lokaspyrnu sinni og unnu vítakeppnina 6-5. Gareth Southgate var sá eini sem klúðraði í þessari vítakeppni. Þýska liðið fór síðan og varð Evrópumeistari eftir sigur á Tékkum í úrslitaleiknum á sjálfum Wembley-leikvanginum. Við tók hinsvegar 22 ára martröð enska landsliðsins á stórmótum.Gareth Southgate klikkar á vítinu í undanúrslitaleik EM 1996.Vísir/GettyÞetta er eini undanúrslitaleikur enska landsliðsins á þessum tveimur áratugum en langt frá því að vera eina vítakeppnin. Raunar höfðu Englendingar í tvígang lent í vítakeppni áður en kom að klúðrinu hjá Southgate. Stuart Pearce og Chris Waddle klikkuðu gegn Vestur-Þjóðverjum í undanúrslitum á HM 1990. Pearce fékk uppreisn æru þegar hann skoraði í vítakeppni gegn Spánverjum í átta liða úrslitum á EM 1996. Við tók eyðimerkurganga Englands á vítapunktinum. Enska landsliðið var búið að tapa fimm vítakeppnum í röð þegar kom að leiknum í gær. Þeir töpuðu á móti Argentínu á HM 1998, á móti Portúgal á EM 2004, á móti Portúgal á HM 2006 og á móti Ítalíu á EM 2012. Nú, á fyrsta stórmóti Gareth Southgate sem þjálfari enska landsliðsins, tókst enska landsliðinu loksins að enda vítaspyrnubölvunina og vinna. Fyrir vikið er enska landsliðið komið í átta liða úrslit á HM sem er besti árangur enska liðsins á heimsmeistaramóti í tólf ár. Það var kannski vel við hæfi að maðurinn sem klúðraði vítinu á Wembley 26. júní 1996 væri maðurinn sem stjórnaði liðinu sem endaði bölvunina þótt að það væri kominn 3. júlí 2018.Gareth Southgate fagnar sigri í vítakeppninni í gær.Vísir/GettyGareth Southgate var kátur í leikslok. Hér er hann með Jordan Henderson sem var sá eini af ensku landsliðsmönnunum sem klikkaði í gær. Það kom ekki að sök.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
Gareth Southgate og lærisveinar hans í enska landsliðinu afrekuðu það í gær sem enska þjóðin var hætt að trúa að væri hægt. Jú, þeir unnu vítakeppni. Það hafði ekki gerst í meira en tvo áratugi. Það vita kannski færri að það var einmitt klúður Gareth Southgate sjálfs sem byrjaði bölvun enska landsliðsins í vítakeppnum fyrir 22 árum síðan. Englendingar voru þá að halda Evrópukeppnina sjálfir og töldu sig vera með lið líklegt til mikilla afreka. Paul Gascoigne var aftur búinn að finna taktinn frá HM 1990, þeir áttu einn besta framherja Evrópu í Alan Shearer og fyrirliðinn var hinn 29 ára gamli Tony Adams. Restin af liðinu var góð blanda af ungum og reynslumiklum mönnum. Það var allt til alls til að fara langt. Gareth Southgate klikkaði á síðustu spyrnu enska landsliðsins í vítakeppni á móti Þjóðverjum á EM í Englandi sumarið 1996. Þjóðverjar skoruðu úr lokaspyrnu sinni og unnu vítakeppnina 6-5. Gareth Southgate var sá eini sem klúðraði í þessari vítakeppni. Þýska liðið fór síðan og varð Evrópumeistari eftir sigur á Tékkum í úrslitaleiknum á sjálfum Wembley-leikvanginum. Við tók hinsvegar 22 ára martröð enska landsliðsins á stórmótum.Gareth Southgate klikkar á vítinu í undanúrslitaleik EM 1996.Vísir/GettyÞetta er eini undanúrslitaleikur enska landsliðsins á þessum tveimur áratugum en langt frá því að vera eina vítakeppnin. Raunar höfðu Englendingar í tvígang lent í vítakeppni áður en kom að klúðrinu hjá Southgate. Stuart Pearce og Chris Waddle klikkuðu gegn Vestur-Þjóðverjum í undanúrslitum á HM 1990. Pearce fékk uppreisn æru þegar hann skoraði í vítakeppni gegn Spánverjum í átta liða úrslitum á EM 1996. Við tók eyðimerkurganga Englands á vítapunktinum. Enska landsliðið var búið að tapa fimm vítakeppnum í röð þegar kom að leiknum í gær. Þeir töpuðu á móti Argentínu á HM 1998, á móti Portúgal á EM 2004, á móti Portúgal á HM 2006 og á móti Ítalíu á EM 2012. Nú, á fyrsta stórmóti Gareth Southgate sem þjálfari enska landsliðsins, tókst enska landsliðinu loksins að enda vítaspyrnubölvunina og vinna. Fyrir vikið er enska landsliðið komið í átta liða úrslit á HM sem er besti árangur enska liðsins á heimsmeistaramóti í tólf ár. Það var kannski vel við hæfi að maðurinn sem klúðraði vítinu á Wembley 26. júní 1996 væri maðurinn sem stjórnaði liðinu sem endaði bölvunina þótt að það væri kominn 3. júlí 2018.Gareth Southgate fagnar sigri í vítakeppninni í gær.Vísir/GettyGareth Southgate var kátur í leikslok. Hér er hann með Jordan Henderson sem var sá eini af ensku landsliðsmönnunum sem klikkaði í gær. Það kom ekki að sök.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira