Þrjár beinagrindur og óbærilegur fnykur í steinkistunni Birgir Olgeirsson skrifar 19. júlí 2018 21:48 Fornleifafræðingarnir reyna hér að opna kistuna. Vísir/EPA Þrjár beinagrindur og óbærilegur fnykur var það sem leyndist í steinkistunni sem fannst í Egyptalandi í síðustu viku. Talið er að steinkistan hafi legið óhreyfð í rúmlega tvö þúsund ár og lá mörgum forvitni á að vita hvað leyndist í henni. Einhverjir höfðu þó óttast afleiðingar þess að opna þessa kistu en fornleifafræðingarnir voru hvergi bangnir þegar þeir skoðuðu innihald hennar í dag. Einhverjir leiddu að því líkur að líkamsleifar Alexanders mikla væru í kistunni eða jafnvel einhverskonar bölvun sem myndi færa miklar hörmungar yfir mannkynið. Það sem leyndist í kistunni voru þrjár beinagrindur og óbærilegur fnykur af rauðbrúnu skólpi.Innihald kistunnar.Vísir/EPAFornminjaráðuneyti Egyptalands skipaði nefnd fornleifafræðinga sem var falið að opna kistuna sem fannst á byggingarsvæði í hafnarborginni Alexandríu sem stendur við Nílarósa.Fjölmiðlar í Egyptalandi segja frá því að fornleifafræðingarnir hefðu náð að lyfta loki kistunnar um fimm sentímetra en þurftu að flýja óþefinn sem gaus upp. Kistan var síðan opnuð með aðstoð verkfræðinga frá egypska hernum. Fornleifafræðingarnir telja að beinagrindurnar hafi tilheyrt hermönnum og eru áverkar á einni höfuðkúpunni sem gefa til kynna að hún hafi orðið fyrir ör. „Við opnuðum kistuna og guði sé lof, myrkur lagðist ekki yfir heiminn,“ Mostafa Waziri, formaður egypska fornmunaráðsins, við fjölmiðla og vísaði þar í áhyggjur margra af mögulegum afleiðingum ef kistan yrði opnuð. „Ég var fyrstur til að stinga höfðinu ofan í kistuna og hér stend ég fyrir framan ykkur í góðu lagi,“ bætti Waziri við.Kistan fannst á byggingarsvæði í borginni Alexandríu og óttuðust margir innihald hennar.Vísir/EPAAlmenningi hefur þó verið meinað að koma nálægt staðnum þar sem kistan er, af ótta við að eiturgufur berist frá henni. Kistan er 27 tonn að þyngd, tveggja metra há og þriggja metra löng. Hún er sú stærsta sem hefur fundist í heilu lagi. Hún er talin vera frá tímum veldis Ptolemaja, sem hófust árið 323 fyrir Krist þegar Alexander mikli lést. Egyptaland Fornminjar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Þrjár beinagrindur og óbærilegur fnykur var það sem leyndist í steinkistunni sem fannst í Egyptalandi í síðustu viku. Talið er að steinkistan hafi legið óhreyfð í rúmlega tvö þúsund ár og lá mörgum forvitni á að vita hvað leyndist í henni. Einhverjir höfðu þó óttast afleiðingar þess að opna þessa kistu en fornleifafræðingarnir voru hvergi bangnir þegar þeir skoðuðu innihald hennar í dag. Einhverjir leiddu að því líkur að líkamsleifar Alexanders mikla væru í kistunni eða jafnvel einhverskonar bölvun sem myndi færa miklar hörmungar yfir mannkynið. Það sem leyndist í kistunni voru þrjár beinagrindur og óbærilegur fnykur af rauðbrúnu skólpi.Innihald kistunnar.Vísir/EPAFornminjaráðuneyti Egyptalands skipaði nefnd fornleifafræðinga sem var falið að opna kistuna sem fannst á byggingarsvæði í hafnarborginni Alexandríu sem stendur við Nílarósa.Fjölmiðlar í Egyptalandi segja frá því að fornleifafræðingarnir hefðu náð að lyfta loki kistunnar um fimm sentímetra en þurftu að flýja óþefinn sem gaus upp. Kistan var síðan opnuð með aðstoð verkfræðinga frá egypska hernum. Fornleifafræðingarnir telja að beinagrindurnar hafi tilheyrt hermönnum og eru áverkar á einni höfuðkúpunni sem gefa til kynna að hún hafi orðið fyrir ör. „Við opnuðum kistuna og guði sé lof, myrkur lagðist ekki yfir heiminn,“ Mostafa Waziri, formaður egypska fornmunaráðsins, við fjölmiðla og vísaði þar í áhyggjur margra af mögulegum afleiðingum ef kistan yrði opnuð. „Ég var fyrstur til að stinga höfðinu ofan í kistuna og hér stend ég fyrir framan ykkur í góðu lagi,“ bætti Waziri við.Kistan fannst á byggingarsvæði í borginni Alexandríu og óttuðust margir innihald hennar.Vísir/EPAAlmenningi hefur þó verið meinað að koma nálægt staðnum þar sem kistan er, af ótta við að eiturgufur berist frá henni. Kistan er 27 tonn að þyngd, tveggja metra há og þriggja metra löng. Hún er sú stærsta sem hefur fundist í heilu lagi. Hún er talin vera frá tímum veldis Ptolemaja, sem hófust árið 323 fyrir Krist þegar Alexander mikli lést.
Egyptaland Fornminjar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira