Kommúnistar koma inn úr kuldanum Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2018 08:54 Forsætisráðherra Tékklands, Andrej Babiš, í þinginu í gær þegar tekist var á um vantrausttillöguna. Vísir/epa Tékkneskir kommúnistar eru komnir með nokkra putta á stjórnartaumana eftir að þeir vörðu ríkisstjórn landsins vantrausti í gær. Kommúnistar voru við völd í Tékkóslóvakíu í 41 ár, við gríðarlega misjafnar undirtektir. Blásið hefur um forsætisráðherra landsins, milljarðamæringinn Andrej Babiš, og hafa tékknesk stjórnmál raun verið í lamasessi undanfarna 9 mánuði. Erfitt hefur verið að mynda ríkisstjórn og hafa bráðabirgðastjórnir verið myndaðar til þess eins að sprengja þær aftur. Babiš, sem sór á dögunum embættiseið í annað sinn á örfáum mánuðum, hefur verið sakaður um að hafa nýtt 2 milljóna evra styrk frá Evrópusambandinu til að byggja upp efnaverksmiðju í eigin nafni. Í ljós ásakananna báru stjórnarandstæðingar upp vantrauststillögu á tékkneska þinginu en, sem fyrr segir, ákváðu 15 þingmenn kommúnistaflokksins að verja stjórn Babiš falli. Það gerðu þeir í skiptum fyrir loforð um að kirkjujarðir yrðu aftur skattlagðar og að horft yrði til þeirra við úthlutun hinna ýmsu embætta. Það er þó ekki bara hið óvenjulega hjónaband milljarðamærings og kommúnista sem stendur í fólki. Tékkum er mörgum ferskt í minni hvernig kommúnistar stýrðu Tékkóslóvakíu með harðri hendi í rúmlega fjóra áratugi - eða allt fram til falls Sovétríkjanna árið 1989. Óttast því margir að sambærilegt stjórnarfar sé handan við hornið, í ljósi þess að kommúnistar virðast vera komnir inn úr kuldanum. Fjölmenn mótmæli fóru fram fyrir utan þinghúsið í Prag þar sem fundað var fram á nótt, ekki síst vegna stuðnings kommúnistana sem þó taka ekki formlega sæti í ríkisstjórn. Stjórnmálaskýrendur segja að það verði spennandi að fylgjast með því hvort stjórnarsamstarfið muni ganga upp en kommúnistar hafa oft gagnrýnt Babiš harðlega á síðustu mánuðum. Til að mynda urðu þeir æfir þegar tékknesk stjórnvöld ákváðu að senda þrjá rússneska erindreka aftur til Moskvu í kjölfar eiturefnaárarinnar í Salisbury fyrr á þessu ári. Þar að auki er Babiš einlægur stuðningsmaður Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins ásamt því að horfa til vesturs eftir innblæstri - en ekki til Kremlar eins og kommúnistar hafa gert svo áratugum skiptir. Tékkland Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Tékkneskir kommúnistar eru komnir með nokkra putta á stjórnartaumana eftir að þeir vörðu ríkisstjórn landsins vantrausti í gær. Kommúnistar voru við völd í Tékkóslóvakíu í 41 ár, við gríðarlega misjafnar undirtektir. Blásið hefur um forsætisráðherra landsins, milljarðamæringinn Andrej Babiš, og hafa tékknesk stjórnmál raun verið í lamasessi undanfarna 9 mánuði. Erfitt hefur verið að mynda ríkisstjórn og hafa bráðabirgðastjórnir verið myndaðar til þess eins að sprengja þær aftur. Babiš, sem sór á dögunum embættiseið í annað sinn á örfáum mánuðum, hefur verið sakaður um að hafa nýtt 2 milljóna evra styrk frá Evrópusambandinu til að byggja upp efnaverksmiðju í eigin nafni. Í ljós ásakananna báru stjórnarandstæðingar upp vantrauststillögu á tékkneska þinginu en, sem fyrr segir, ákváðu 15 þingmenn kommúnistaflokksins að verja stjórn Babiš falli. Það gerðu þeir í skiptum fyrir loforð um að kirkjujarðir yrðu aftur skattlagðar og að horft yrði til þeirra við úthlutun hinna ýmsu embætta. Það er þó ekki bara hið óvenjulega hjónaband milljarðamærings og kommúnista sem stendur í fólki. Tékkum er mörgum ferskt í minni hvernig kommúnistar stýrðu Tékkóslóvakíu með harðri hendi í rúmlega fjóra áratugi - eða allt fram til falls Sovétríkjanna árið 1989. Óttast því margir að sambærilegt stjórnarfar sé handan við hornið, í ljósi þess að kommúnistar virðast vera komnir inn úr kuldanum. Fjölmenn mótmæli fóru fram fyrir utan þinghúsið í Prag þar sem fundað var fram á nótt, ekki síst vegna stuðnings kommúnistana sem þó taka ekki formlega sæti í ríkisstjórn. Stjórnmálaskýrendur segja að það verði spennandi að fylgjast með því hvort stjórnarsamstarfið muni ganga upp en kommúnistar hafa oft gagnrýnt Babiš harðlega á síðustu mánuðum. Til að mynda urðu þeir æfir þegar tékknesk stjórnvöld ákváðu að senda þrjá rússneska erindreka aftur til Moskvu í kjölfar eiturefnaárarinnar í Salisbury fyrr á þessu ári. Þar að auki er Babiš einlægur stuðningsmaður Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins ásamt því að horfa til vesturs eftir innblæstri - en ekki til Kremlar eins og kommúnistar hafa gert svo áratugum skiptir.
Tékkland Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira