„Virðisaukaskatturinn er bókstaflega engu að skila“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. júlí 2018 21:00 Virðisaukaskattur skilar sáralitlum tekjum í ríkissjóð að sögn viðskiptafræðings. Tímabært sé að endurskoða virðisaukaskattskerfið, undanþágur séu of margar og kerfið ógagnsætt. Æskilegra væri að taka upp 1,5 prósent flatan veltuskatt sem myndi skila hærri tekjum til ríkissjóðs. Jóhann Elíasson er nýútskrifaður úr viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri og fjallaði lokaverkefni hans um kosti og galla virðisaukaskattskerfisins á Íslandi og komst að athyglisverðri niðurstöðu. „Virðisaukaskatturinn er bókstaflega engu að skila. Tekjurnar 2011 voru 20 milljarðar og 2012 voru þær 18. Svo hafa þær reyndar farið hækkandi eftir það,“ segir Jóhann. Rannsókn Jóhanns byggir á gögnum Ríkisskattsstjóra frá árunum 2011 til 2015. Mismunur inn og útskatts segir til um þær tekjur sem eftir verða en þær voru á árinu 2011 rúmir 20 milljarðar. Árið 2012 nam mismunurinn ekki nema tæpum 19 milljörðum en hefur farið hækkandi síðan og var rúmir 53 milljarðar árið 2015. Þetta segir Jóhann vera sáralitlar upphæðir í stóra samhenginu og leggur hann til að skoðað verði að í stað virðisaukaskatts verði tekinn upp 1,5% skattur af allri veltu.Jóhann bar saman muninn á þeim tekjum sem eftir verða í ríkissjóði af virðisaukaskatti annars vegar og af ætluðum tekjum af 1,5% veltuskatti.Vísir/Tótla„Þá er bara tekin viss prósenta af veltu fyrirtækjanna og þeir borga samkvæmt því. Engar undanþágur og ekki neitt svoleiðis,“ segir Jóhann. „Virðisaukaskatturinn í dag hann er í tveimur þrepum, 24% og 11%, en þessi veltuskattur hann færi í 1,5% og hinn myndi alveg hverfa þannig þetta er veruleg skattalækkun.“ Í rannsókninni bar Jóhann saman rauntekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti og ætlaðar tekjur af 1,5% veltuskatti. Munurinn er þónokkur þegar skoðað er árið 2011 og hefðu tekjur af veltuskatti farið hægt vaxandi milli ára á tímabilinu 2011-2015 samkvæmt útreikningum Jóhanns. Í öllum tilfellum hefðu tekjur af veltuskatti verið hærri en af virðisauka. „Söluskatturinn hann var í 30 ár og þá voru menn að tala um að hann væri orðinn úreltur og þar fram eftir götunum. Vaskurinn er búinn að vera í 28 ár, er ekki að koma tími á hann?“ spyr Jóhann.Uppfært: Niðurstöður í ritgerð Jóhanns stangast á við raunverulegar tekjur ríkisins af virðisaukaskatti. Hið rétta er að virðisaukaskattur er stærsti tekjustofn ríkisins og námu tekjur af virðisaukaskatti til að mynda 26,6% af heildartekjum árið 2015. Skattar og tollar Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Virðisaukaskattur skilar sáralitlum tekjum í ríkissjóð að sögn viðskiptafræðings. Tímabært sé að endurskoða virðisaukaskattskerfið, undanþágur séu of margar og kerfið ógagnsætt. Æskilegra væri að taka upp 1,5 prósent flatan veltuskatt sem myndi skila hærri tekjum til ríkissjóðs. Jóhann Elíasson er nýútskrifaður úr viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri og fjallaði lokaverkefni hans um kosti og galla virðisaukaskattskerfisins á Íslandi og komst að athyglisverðri niðurstöðu. „Virðisaukaskatturinn er bókstaflega engu að skila. Tekjurnar 2011 voru 20 milljarðar og 2012 voru þær 18. Svo hafa þær reyndar farið hækkandi eftir það,“ segir Jóhann. Rannsókn Jóhanns byggir á gögnum Ríkisskattsstjóra frá árunum 2011 til 2015. Mismunur inn og útskatts segir til um þær tekjur sem eftir verða en þær voru á árinu 2011 rúmir 20 milljarðar. Árið 2012 nam mismunurinn ekki nema tæpum 19 milljörðum en hefur farið hækkandi síðan og var rúmir 53 milljarðar árið 2015. Þetta segir Jóhann vera sáralitlar upphæðir í stóra samhenginu og leggur hann til að skoðað verði að í stað virðisaukaskatts verði tekinn upp 1,5% skattur af allri veltu.Jóhann bar saman muninn á þeim tekjum sem eftir verða í ríkissjóði af virðisaukaskatti annars vegar og af ætluðum tekjum af 1,5% veltuskatti.Vísir/Tótla„Þá er bara tekin viss prósenta af veltu fyrirtækjanna og þeir borga samkvæmt því. Engar undanþágur og ekki neitt svoleiðis,“ segir Jóhann. „Virðisaukaskatturinn í dag hann er í tveimur þrepum, 24% og 11%, en þessi veltuskattur hann færi í 1,5% og hinn myndi alveg hverfa þannig þetta er veruleg skattalækkun.“ Í rannsókninni bar Jóhann saman rauntekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti og ætlaðar tekjur af 1,5% veltuskatti. Munurinn er þónokkur þegar skoðað er árið 2011 og hefðu tekjur af veltuskatti farið hægt vaxandi milli ára á tímabilinu 2011-2015 samkvæmt útreikningum Jóhanns. Í öllum tilfellum hefðu tekjur af veltuskatti verið hærri en af virðisauka. „Söluskatturinn hann var í 30 ár og þá voru menn að tala um að hann væri orðinn úreltur og þar fram eftir götunum. Vaskurinn er búinn að vera í 28 ár, er ekki að koma tími á hann?“ spyr Jóhann.Uppfært: Niðurstöður í ritgerð Jóhanns stangast á við raunverulegar tekjur ríkisins af virðisaukaskatti. Hið rétta er að virðisaukaskattur er stærsti tekjustofn ríkisins og námu tekjur af virðisaukaskatti til að mynda 26,6% af heildartekjum árið 2015.
Skattar og tollar Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira