Móðir lögsækir bresk stjórnvöld til að koma í veg fyrir dauðadóm í Bandaríkjunum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. júlí 2018 21:39 Gasklefi í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Bresk stjórnvöld hafa stöðvað samstarf sitt við bandaríska saksóknara tímabundið vegna máls tveggja breskra ríkisborgara sem eiga yfir höfði sér dauðarefsingu vestanhafs. Móðir annars þeirra hefur höfðað mál gegn breskum stjórnvöldum til að reyna að bjarga lífi sonar síns. Um er að ræða tvo af hinum fjóru alræmdu hryðjuverkamönnum sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“ í Sýrlandi. Ástæðan fyrir nafngiftin er að þeir töluðu allir með breskum hreim. Hinir tveir eru látnir, þar á meðal hinn svonefndi Jihadi John sem varð heimsfrægur í hlutverki böðuls í aftökumyndböndum samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Hinir tveir eftirlifandi félagar þeirra eru í haldi bandarískra yfirvalda sem ætla að draga þá fyrir dómstóla og ákæra fyrir hryðjuverk. Þarlendir saksóknarar óskuðu eftir gögnum frá Bretlandi til að styrkja mál sitt gegn mönnunum. Bresk stjórnvöld féllust á að afhenda gögnin og aðstoða Bandaríkjamenn við að sækja mennina til saka þrátt fyrir að þeir eigi yfir höfði sér dauðarefsingu. Það er afar óvanalegt, Bretland og flest Evrópuríki hafa áður neitað að afhenda gögn sem gætu leitt til aftöku ríkisborgara sinna í Bandaríkjunum eða öðrum ríkjum þar sem dauðarefsing er enn við lýði. Sú ákvörðun er nú í uppnámi eftir að móðir annars mannsins leitaði til dómstóla. Lögfræðingar hennar segja það grófa og einhliða stefnubreytingu af hálfu ríkisstjórnarinnar að hvetja beinlínis til aftöku eigin þegna á erlendri grundu. Breska innanríkisráðuneytið segir að engum frekari upplýsingum verði deilt með bandarískum yfirvöldum fyrr en dómur hafi fallið í málinu. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira
Bresk stjórnvöld hafa stöðvað samstarf sitt við bandaríska saksóknara tímabundið vegna máls tveggja breskra ríkisborgara sem eiga yfir höfði sér dauðarefsingu vestanhafs. Móðir annars þeirra hefur höfðað mál gegn breskum stjórnvöldum til að reyna að bjarga lífi sonar síns. Um er að ræða tvo af hinum fjóru alræmdu hryðjuverkamönnum sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“ í Sýrlandi. Ástæðan fyrir nafngiftin er að þeir töluðu allir með breskum hreim. Hinir tveir eru látnir, þar á meðal hinn svonefndi Jihadi John sem varð heimsfrægur í hlutverki böðuls í aftökumyndböndum samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Hinir tveir eftirlifandi félagar þeirra eru í haldi bandarískra yfirvalda sem ætla að draga þá fyrir dómstóla og ákæra fyrir hryðjuverk. Þarlendir saksóknarar óskuðu eftir gögnum frá Bretlandi til að styrkja mál sitt gegn mönnunum. Bresk stjórnvöld féllust á að afhenda gögnin og aðstoða Bandaríkjamenn við að sækja mennina til saka þrátt fyrir að þeir eigi yfir höfði sér dauðarefsingu. Það er afar óvanalegt, Bretland og flest Evrópuríki hafa áður neitað að afhenda gögn sem gætu leitt til aftöku ríkisborgara sinna í Bandaríkjunum eða öðrum ríkjum þar sem dauðarefsing er enn við lýði. Sú ákvörðun er nú í uppnámi eftir að móðir annars mannsins leitaði til dómstóla. Lögfræðingar hennar segja það grófa og einhliða stefnubreytingu af hálfu ríkisstjórnarinnar að hvetja beinlínis til aftöku eigin þegna á erlendri grundu. Breska innanríkisráðuneytið segir að engum frekari upplýsingum verði deilt með bandarískum yfirvöldum fyrr en dómur hafi fallið í málinu.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira