Evrópuþjóðir bjóðast til að aðstoða Grikki við slökkvistarfið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. júlí 2018 06:00 Eldarnir eru gríðarlegir umfangs og er eyðileggingin mikil. Vísir/Getty Að minnsta kosti sjötíu og fjórir hafa farist í skógareldum á Attíkuskaga nærri grísku höfuðborginni Aþenu. Þetta eru langmannskæðustu skógareldar þar í landi frá því 84 hið minnsta létu lífið í eldum á eyjunni Euboea og Attíku- og Pelópsskaga árið 2007. Sett hefur verið upp neyðarlína, 199, svo Grikkir geti tilkynnt um að einhvers sé saknað og er óttast um að tala látinna hækki enn. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur boðist til að senda Þjóðverja til Grikklands til að aðstoða við slökkvistarf. „Á þessum erfiðu tímum stendur Þýskaland með grískum vinum sínum. Þið getið verið viss um að við erum viljug til þess að rétta ykkur hjálparhönd,“ var haft eftir kanslaranum á enskumælandi vef gríska blaðsins Kathimerini. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, vottaði Grikkjum samúð sína á Twitter og tilkynnti að Ítalir gætu sent tvær flugvélar, sérútbúnar til slökkvistarfs, til Grikklands. Slíkar vélar hafa einnig verið sendar til Svíþjóðar þar sem tugir elda hafa logað að undanförnu. Grískir miðlar hafa flutt fjölda frétta af harmleiknum. Í viðtali við Skai TV sagði Nikos Economopoulos, framkvæmdastjóri gríska Rauða krossins, frá því að sveitir Rauða krossins hafi fundið hóp 26 fórnarlamba hamfaranna, börn þar á meðal, liggja í faðmlögum uppi á kletti. „Þau reyndu að finna leið út úr eldhafinu en því miður komst þetta fólk og þessi börn ekki út í tæka tíð. Þegar endirinn nálgaðist féllst fólkið í faðma.“ Landhelgisgæslan og áhafnir annarra báta hafa bjargað nærri 700 sem höfðu komið sér niður á strönd og náð nítján lifandi og fjórum látnum úr hafinu Birtist í Fréttablaðinu Skógareldar Tengdar fréttir Flúðu út í sjó og horfðu á vini sína drukkna Tala látinna í skógareldunum í Grikklandi er nú komin í 74 en búist er við að hún muni verða hærri. 24. júlí 2018 14:52 Fimmtíu látnir í skógareldum í Grikklandi Grísk stjórnvöld hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins til að ráða niðurlögum þeirra. 24. júlí 2018 06:21 26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögum Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Grikklandi en minnst 60 eru látnir vegna gífurlegra skógarelda nærri Aþenu. 24. júlí 2018 11:50 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Að minnsta kosti sjötíu og fjórir hafa farist í skógareldum á Attíkuskaga nærri grísku höfuðborginni Aþenu. Þetta eru langmannskæðustu skógareldar þar í landi frá því 84 hið minnsta létu lífið í eldum á eyjunni Euboea og Attíku- og Pelópsskaga árið 2007. Sett hefur verið upp neyðarlína, 199, svo Grikkir geti tilkynnt um að einhvers sé saknað og er óttast um að tala látinna hækki enn. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur boðist til að senda Þjóðverja til Grikklands til að aðstoða við slökkvistarf. „Á þessum erfiðu tímum stendur Þýskaland með grískum vinum sínum. Þið getið verið viss um að við erum viljug til þess að rétta ykkur hjálparhönd,“ var haft eftir kanslaranum á enskumælandi vef gríska blaðsins Kathimerini. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, vottaði Grikkjum samúð sína á Twitter og tilkynnti að Ítalir gætu sent tvær flugvélar, sérútbúnar til slökkvistarfs, til Grikklands. Slíkar vélar hafa einnig verið sendar til Svíþjóðar þar sem tugir elda hafa logað að undanförnu. Grískir miðlar hafa flutt fjölda frétta af harmleiknum. Í viðtali við Skai TV sagði Nikos Economopoulos, framkvæmdastjóri gríska Rauða krossins, frá því að sveitir Rauða krossins hafi fundið hóp 26 fórnarlamba hamfaranna, börn þar á meðal, liggja í faðmlögum uppi á kletti. „Þau reyndu að finna leið út úr eldhafinu en því miður komst þetta fólk og þessi börn ekki út í tæka tíð. Þegar endirinn nálgaðist féllst fólkið í faðma.“ Landhelgisgæslan og áhafnir annarra báta hafa bjargað nærri 700 sem höfðu komið sér niður á strönd og náð nítján lifandi og fjórum látnum úr hafinu
Birtist í Fréttablaðinu Skógareldar Tengdar fréttir Flúðu út í sjó og horfðu á vini sína drukkna Tala látinna í skógareldunum í Grikklandi er nú komin í 74 en búist er við að hún muni verða hærri. 24. júlí 2018 14:52 Fimmtíu látnir í skógareldum í Grikklandi Grísk stjórnvöld hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins til að ráða niðurlögum þeirra. 24. júlí 2018 06:21 26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögum Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Grikklandi en minnst 60 eru látnir vegna gífurlegra skógarelda nærri Aþenu. 24. júlí 2018 11:50 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Flúðu út í sjó og horfðu á vini sína drukkna Tala látinna í skógareldunum í Grikklandi er nú komin í 74 en búist er við að hún muni verða hærri. 24. júlí 2018 14:52
Fimmtíu látnir í skógareldum í Grikklandi Grísk stjórnvöld hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins til að ráða niðurlögum þeirra. 24. júlí 2018 06:21
26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögum Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Grikklandi en minnst 60 eru látnir vegna gífurlegra skógarelda nærri Aþenu. 24. júlí 2018 11:50