Ryan telur Trump vera að „trolla“ Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2018 15:42 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna og „tröll“, samkvæmt Paul Ryan. Vísir/AP Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn af leiðtogum Repúblikanaflokksins, segist viss um að Donald Trump, forseti, sé að „trolla“ með því að hóta að afturkalla öryggisheimildir gagnrýnenda sinna. Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Trump, sagði frá því í gær að forsetinn væri að íhuga að afturkalla öryggisheimildir sex aðila sem hafa verið gagnrýnir á Trump. Sakaði hún þá um að græða á heimildum sínum, án þess þó að færa fyrir því nokkur dæmi. Aðilarnir sem um ræðir eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður CIA sem er reglulegur gestur NBC News, James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, Michael V. Hayden, fyrrverandi yfirmaður CIA, Susan E. Rice, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Barack Obama, James R. Clapper, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustumála Bandaríkjanna, og Andrew McCabe, fyrrverandi aðstoðar-yfirmaður FBI. Bent hefur verið á að hvorki Comey né McCabe eru lengur með öryggisheimildir eftir að þeim var vikið úr starfi. Aðilarnir sem um ræðir og eiga á hættu að missa öryggisheimildir sínar eru því í rauninni bara fjórir. „Ég held að hann sé að trolla fólk,“ sagði Ryan við blaðamenn í dag. Hægt er að skilgreina það að „trolla“, sem mögulega getur kallast að „leppalúðast“, sem að kasta frá sér staðhæfilausum og umdeildum skoðunum og yfirlýsingum, að vera dónalegur eða kvikindislegur með því markmiði að leiða til rifrildis og leiðinda.Fleiri virðast þó á þeirri skoðun að Trump sé að reyna að kæfa gagnrýni gagnvart sér. Þegar æðstu embættismenn á borð við þá sem hér hafa verið nefndir láta af störfum er þeim venjulega veitt áfram öryggisheimild, einkum til þess að eftirmenn þeirra í embætti geti ráðfært sig við þá um ýmis málefni tengdum starfinu. Trump væri því að feta afar ótroðnar slóðir, láti hann verða af því að afturkalla öryggisheimildirnar.Sjá einnig: Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinnaTrump hefur ítrekað sakað aðilana sex um að leka upplýsingum til fjölmiðla og skapa eigin staðreyndir til að grafa undan embætti Trump. Þá hefur hann einnig sakað þá um að græða á aðgangi sínum þar sem nokkrir þeirra hafa skrifað bækur um störf sín. Stjórnmála-, og embættismenn eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt hugmynd forsetans og er hann sakaður um að reyna að refsa fólki fyrir stjórnmálaumræðu. Sérfræðingar sem Washington Post ræddi við segja að líklegast geti Trump staðið við hótanir sínar, lagalega séð. Hins vegar hafi það aldrei verið gert. Þó sé mögulegt að fyrsta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem snýr að málfrelsi, verndi aðilana fjóra..@SpeakerRyan dismisses Trump calling for security clearances to be stripped from his political opponents: "I think he's just trolling people." pic.twitter.com/vwrOqoox6O— Aaron Rupar (@atrupar) July 24, 2018 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn af leiðtogum Repúblikanaflokksins, segist viss um að Donald Trump, forseti, sé að „trolla“ með því að hóta að afturkalla öryggisheimildir gagnrýnenda sinna. Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Trump, sagði frá því í gær að forsetinn væri að íhuga að afturkalla öryggisheimildir sex aðila sem hafa verið gagnrýnir á Trump. Sakaði hún þá um að græða á heimildum sínum, án þess þó að færa fyrir því nokkur dæmi. Aðilarnir sem um ræðir eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður CIA sem er reglulegur gestur NBC News, James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, Michael V. Hayden, fyrrverandi yfirmaður CIA, Susan E. Rice, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Barack Obama, James R. Clapper, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustumála Bandaríkjanna, og Andrew McCabe, fyrrverandi aðstoðar-yfirmaður FBI. Bent hefur verið á að hvorki Comey né McCabe eru lengur með öryggisheimildir eftir að þeim var vikið úr starfi. Aðilarnir sem um ræðir og eiga á hættu að missa öryggisheimildir sínar eru því í rauninni bara fjórir. „Ég held að hann sé að trolla fólk,“ sagði Ryan við blaðamenn í dag. Hægt er að skilgreina það að „trolla“, sem mögulega getur kallast að „leppalúðast“, sem að kasta frá sér staðhæfilausum og umdeildum skoðunum og yfirlýsingum, að vera dónalegur eða kvikindislegur með því markmiði að leiða til rifrildis og leiðinda.Fleiri virðast þó á þeirri skoðun að Trump sé að reyna að kæfa gagnrýni gagnvart sér. Þegar æðstu embættismenn á borð við þá sem hér hafa verið nefndir láta af störfum er þeim venjulega veitt áfram öryggisheimild, einkum til þess að eftirmenn þeirra í embætti geti ráðfært sig við þá um ýmis málefni tengdum starfinu. Trump væri því að feta afar ótroðnar slóðir, láti hann verða af því að afturkalla öryggisheimildirnar.Sjá einnig: Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinnaTrump hefur ítrekað sakað aðilana sex um að leka upplýsingum til fjölmiðla og skapa eigin staðreyndir til að grafa undan embætti Trump. Þá hefur hann einnig sakað þá um að græða á aðgangi sínum þar sem nokkrir þeirra hafa skrifað bækur um störf sín. Stjórnmála-, og embættismenn eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt hugmynd forsetans og er hann sakaður um að reyna að refsa fólki fyrir stjórnmálaumræðu. Sérfræðingar sem Washington Post ræddi við segja að líklegast geti Trump staðið við hótanir sínar, lagalega séð. Hins vegar hafi það aldrei verið gert. Þó sé mögulegt að fyrsta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem snýr að málfrelsi, verndi aðilana fjóra..@SpeakerRyan dismisses Trump calling for security clearances to be stripped from his political opponents: "I think he's just trolling people." pic.twitter.com/vwrOqoox6O— Aaron Rupar (@atrupar) July 24, 2018
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira