Ingó telur að veðrið muni ekki hafa áhrif á stemninguna í Brekkusöngnum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. ágúst 2018 21:15 Ingó hefur stýrt Brekkusöngnum frá árinu 2013. Vísir/Óskar P. Friðriksson Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, einnig þekktur sem Ingó veðurguð, segir stemninguna fyrir Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum vera góða, eins og fyrri ár, en Ingó er að stýra Brekkusöngnum í kvöld, sjötta áríð í röð. „Ég myndi ekki segja að þetta væri erfiðasta giggið mitt, því manni finnst einhvern veginn allir vera svo rosalega spenntir fyrir þessu. Maður fer eiginlega bara og ýtir á play því maður veit að brekkan er alltaf klár.“Lagalistinn klár Ingó sagðist ekki vera með fjöldann sem kæmi í brekkuna á hreinu, en hann var kvaðst viss um að það væri spenna og stemning í mannskapnum. Aðspurður hvort lagalistinn væri klár sagði Ingó að svo væri. „Hann var kláraður bara í dag. Það eru náttúrulega allir með skoðanir og maður er alltaf að leita eftir áliti héðan og þaðan. Það eru ákveðin lög sem eru alltaf tekin, svo í bland eru svona eitt og eitt alíslenskt og jafnvel erlent. Það má segja að þetta sé solid klassískur listi með smá kryddi.“Telur að veðrið verði ekki vandamálNokkuð hefur verið um að tjöld hafi fokið í Vestamannaeyjum, og opnað hefur verið inn í íþróttahúsið þar sem veðurbarnir þjóðhátíðargestir geta leitað skjóls. Þrátt fyrir það segist Ingó ekki telja að vont veður muni spilla fyrir stemningunni í Dalnum í kvöld, en veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Suðurlandi. „Það spáði mjög vondu veðri, en það er furðumikið í lagi ennþá, þannig ég hef ekki miklar áhyggjur af því. Vonandi hangir þokkalega þurrt og hvessir ekki mikið, og þá er þetta bara íslenskt sumarveður. Smá úði og gola og þá eru allir sáttir.“ Brekkusöngurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Vísi klukkan 23 í kvöld. Veður Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, einnig þekktur sem Ingó veðurguð, segir stemninguna fyrir Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum vera góða, eins og fyrri ár, en Ingó er að stýra Brekkusöngnum í kvöld, sjötta áríð í röð. „Ég myndi ekki segja að þetta væri erfiðasta giggið mitt, því manni finnst einhvern veginn allir vera svo rosalega spenntir fyrir þessu. Maður fer eiginlega bara og ýtir á play því maður veit að brekkan er alltaf klár.“Lagalistinn klár Ingó sagðist ekki vera með fjöldann sem kæmi í brekkuna á hreinu, en hann var kvaðst viss um að það væri spenna og stemning í mannskapnum. Aðspurður hvort lagalistinn væri klár sagði Ingó að svo væri. „Hann var kláraður bara í dag. Það eru náttúrulega allir með skoðanir og maður er alltaf að leita eftir áliti héðan og þaðan. Það eru ákveðin lög sem eru alltaf tekin, svo í bland eru svona eitt og eitt alíslenskt og jafnvel erlent. Það má segja að þetta sé solid klassískur listi með smá kryddi.“Telur að veðrið verði ekki vandamálNokkuð hefur verið um að tjöld hafi fokið í Vestamannaeyjum, og opnað hefur verið inn í íþróttahúsið þar sem veðurbarnir þjóðhátíðargestir geta leitað skjóls. Þrátt fyrir það segist Ingó ekki telja að vont veður muni spilla fyrir stemningunni í Dalnum í kvöld, en veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Suðurlandi. „Það spáði mjög vondu veðri, en það er furðumikið í lagi ennþá, þannig ég hef ekki miklar áhyggjur af því. Vonandi hangir þokkalega þurrt og hvessir ekki mikið, og þá er þetta bara íslenskt sumarveður. Smá úði og gola og þá eru allir sáttir.“ Brekkusöngurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Vísi klukkan 23 í kvöld.
Veður Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira