Stjörnufans til styrktar Einstökum börnum Stefán Þór Hjartarson skrifar 1. ágúst 2018 06:00 Þeir félagarnir ákváðu að taka þátt til að bæði styrkja og vekja athygli á Einstökum börnum. Fréttablaðið/Þórsteinn Þeir félagar Pétur Kiernan, Aron Mola og Sigurbjartur Sturla Atlason hafa rottað sig saman og munu hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu saman. Ástæðan fyrir því að þeir taka þátt í þessari þrekraun er málefnið sem þeir hlaupa fyrir – Einstök börn. Einstök börn er stuðningsfélag barna með sjaldgæfa sjúkdóma og heilkenni. Helsta hlutverk félagsins er að gæta hagsmuna þessara barna og aðstandenda þeirra. „Það er málefni sem okkur finnst skipta miklu máli, viljum glaðir styrkja og vekja athygli á,“ segja strákarnir. Þeir hafa skráð sig í 10 kílómetrana en útiloka alls ekki að vegalengdin geti lengst umtalsvert ef vel gengur að safna. „Við erum skráðir í 10 kílómetra eins og er. Ef söfnunin okkar gengur vel þá gætum við hins vegar endað með að hlaupa heilt maraþon. Ef við fáum tvær milljónir hlaupum við 21 kílómetra en fjórar milljónir senda okkur í heilt maraþon.“Er þetta ykkar fyrsta maraþon eða hafið þið hlaupið áður? „Pétur og Sigurbjartur hafa hlaupið tíu kílómetra áður. Aron hefur hlaupið mest átta kílómetra þannig hann ætti að vera í mesta áhættuhópnum. En við munum peppa hver annan upp þar sem enginn okkar er í líkamlegu standi til að hlaupa maraþon.“Einstök börn urðu 20 ára í fyrra og nokkur einstök börn heimsóttu Bessastaði af því tilefni.Fréttablaðið/StefánÞeir eru sammála um að Pétur sé í langbesta forminu af þeim öllum og Aron í því versta. Enginn þeirra er þó nálægt því að vera í formi til að hlaupa heilt maraþon játa þeir. Aðspurðir hvort þeir séu byrjaðir að æfa segjast þeir ekki vera komnir mikið af stað – en metnaðurinn er þó töluverður og þeir eru komnir með gífurlega sterkan liðsauka í þjálfuninni fyrir maraþonið. „Við erum bara nýbúnir að taka þessa ákvörðun þannig að við höfum ekki æft mikið en við erum að koma okkur af stað. Kári Steinn ætlar að kenna okkur einhver trix sem munu vonandi skila sér á stóra deginum.“ Það er þó ekki bara líkamleg þjálfun sem skiptir máli – það er líka andlegi þátturinn, sem þarf að sinna í langhlaupum. Það að hafa viljastyrkinn til að halda áfram að gera sama hlutinn aftur og aftur í lengri tíma og ýta sér alla leið yfir marklínuna getur verið þrautin þyngri – hvernig tæklið þið þetta strákar? „Við verðum bara að vera tilbúnir að klífa alla þá veggi sem við rekumst á, við hættum ekki fyrr en við erum komnir í mark.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
Þeir félagar Pétur Kiernan, Aron Mola og Sigurbjartur Sturla Atlason hafa rottað sig saman og munu hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu saman. Ástæðan fyrir því að þeir taka þátt í þessari þrekraun er málefnið sem þeir hlaupa fyrir – Einstök börn. Einstök börn er stuðningsfélag barna með sjaldgæfa sjúkdóma og heilkenni. Helsta hlutverk félagsins er að gæta hagsmuna þessara barna og aðstandenda þeirra. „Það er málefni sem okkur finnst skipta miklu máli, viljum glaðir styrkja og vekja athygli á,“ segja strákarnir. Þeir hafa skráð sig í 10 kílómetrana en útiloka alls ekki að vegalengdin geti lengst umtalsvert ef vel gengur að safna. „Við erum skráðir í 10 kílómetra eins og er. Ef söfnunin okkar gengur vel þá gætum við hins vegar endað með að hlaupa heilt maraþon. Ef við fáum tvær milljónir hlaupum við 21 kílómetra en fjórar milljónir senda okkur í heilt maraþon.“Er þetta ykkar fyrsta maraþon eða hafið þið hlaupið áður? „Pétur og Sigurbjartur hafa hlaupið tíu kílómetra áður. Aron hefur hlaupið mest átta kílómetra þannig hann ætti að vera í mesta áhættuhópnum. En við munum peppa hver annan upp þar sem enginn okkar er í líkamlegu standi til að hlaupa maraþon.“Einstök börn urðu 20 ára í fyrra og nokkur einstök börn heimsóttu Bessastaði af því tilefni.Fréttablaðið/StefánÞeir eru sammála um að Pétur sé í langbesta forminu af þeim öllum og Aron í því versta. Enginn þeirra er þó nálægt því að vera í formi til að hlaupa heilt maraþon játa þeir. Aðspurðir hvort þeir séu byrjaðir að æfa segjast þeir ekki vera komnir mikið af stað – en metnaðurinn er þó töluverður og þeir eru komnir með gífurlega sterkan liðsauka í þjálfuninni fyrir maraþonið. „Við erum bara nýbúnir að taka þessa ákvörðun þannig að við höfum ekki æft mikið en við erum að koma okkur af stað. Kári Steinn ætlar að kenna okkur einhver trix sem munu vonandi skila sér á stóra deginum.“ Það er þó ekki bara líkamleg þjálfun sem skiptir máli – það er líka andlegi þátturinn, sem þarf að sinna í langhlaupum. Það að hafa viljastyrkinn til að halda áfram að gera sama hlutinn aftur og aftur í lengri tíma og ýta sér alla leið yfir marklínuna getur verið þrautin þyngri – hvernig tæklið þið þetta strákar? „Við verðum bara að vera tilbúnir að klífa alla þá veggi sem við rekumst á, við hættum ekki fyrr en við erum komnir í mark.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira