Forseti Indónesíu brunar um borg og bí á bifhjóli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. ágúst 2018 23:03 Joko Widodo, forseti Indónesíu. Vísir/Getty Forseti Indónesíu, Joko Widodo, hefur heldur betur vakið lukku á samfélagsmiðlum eftir að myndskeiði sem sýnt var á opnunarhátíð hinna árlegu Asíuleika, sem nú eru haldnir í 18. skipti, var deilt á internetinu. Í myndskeiðinu sést Widodo bruna um götur Jakarta á mótorhjóli. Myndbandið sýnir hinn 57 ára gamla forseta á leið með bifreið sinni á umrædda opnunarhátíð. Hann verður fyrir því óhappi að lenda í mikilli og hægfara umferð, en Jakarta, höfuðborg Indónesíu, er einmitt þekkt fyrir mikinn umferðarþunga. Widodo deyr þó ekki ráðalaus og skellir sér á mótorhjól og brunar yfir, undir og á milli ýmissa hindrana sem á vegi hans verða. Myndbandið endar síðan á því að Widodo mætir á aðalleikvang Jakarta og fær sér sæti þar sem opnunarhátíðin er í þann mund að hefjast. Myndbandið hefur vakið gríðarlega lukku í netheimum og nálgast óðfluga milljón áhorf á YouTube. Þá hefur myndbandið farið eins og eldur í sinu um Twitter, og myllumerkin #proudtobeindonesian og #stuntman fóru á flug á samfélagsmiðlinum. Sitt sýnist þó hverjum um uppátæki forsetans, en pólitískir andstæðingar hans hafa sakað hann um að reyna með þessu að fegra ímynd sína gagnvart ungum kjósendum og beina þannig athyglinni frá þeim vandamálum sem Indónesía glímir við um þessar mundir. Myndskeiðið má sjá hér að neðan.Presiden Jokowi hadir di Stadion Gelora Bung Karno.#AsianGames2018#EnergyofAsia#OpeningCeremonyAsianGames2018pic.twitter.com/eiZ36LGC81 — NET. (@netmediatama) August 18, 2018 Indónesía Lífið Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Forseti Indónesíu, Joko Widodo, hefur heldur betur vakið lukku á samfélagsmiðlum eftir að myndskeiði sem sýnt var á opnunarhátíð hinna árlegu Asíuleika, sem nú eru haldnir í 18. skipti, var deilt á internetinu. Í myndskeiðinu sést Widodo bruna um götur Jakarta á mótorhjóli. Myndbandið sýnir hinn 57 ára gamla forseta á leið með bifreið sinni á umrædda opnunarhátíð. Hann verður fyrir því óhappi að lenda í mikilli og hægfara umferð, en Jakarta, höfuðborg Indónesíu, er einmitt þekkt fyrir mikinn umferðarþunga. Widodo deyr þó ekki ráðalaus og skellir sér á mótorhjól og brunar yfir, undir og á milli ýmissa hindrana sem á vegi hans verða. Myndbandið endar síðan á því að Widodo mætir á aðalleikvang Jakarta og fær sér sæti þar sem opnunarhátíðin er í þann mund að hefjast. Myndbandið hefur vakið gríðarlega lukku í netheimum og nálgast óðfluga milljón áhorf á YouTube. Þá hefur myndbandið farið eins og eldur í sinu um Twitter, og myllumerkin #proudtobeindonesian og #stuntman fóru á flug á samfélagsmiðlinum. Sitt sýnist þó hverjum um uppátæki forsetans, en pólitískir andstæðingar hans hafa sakað hann um að reyna með þessu að fegra ímynd sína gagnvart ungum kjósendum og beina þannig athyglinni frá þeim vandamálum sem Indónesía glímir við um þessar mundir. Myndskeiðið má sjá hér að neðan.Presiden Jokowi hadir di Stadion Gelora Bung Karno.#AsianGames2018#EnergyofAsia#OpeningCeremonyAsianGames2018pic.twitter.com/eiZ36LGC81 — NET. (@netmediatama) August 18, 2018
Indónesía Lífið Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira