Skyndibitakeðjan KFC á Íslandi hagnaðist um tæpar 138 milljónir króna á síðasta ári og dróst hagnaðurinn saman um 21 milljón króna frá fyrra ári, samkvæmt nýjum ársreikningi KFC ehf. sem rekur átta veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og í Keflavík.
Alls nam vörusala keðjunnar tæpum 3,1 milljarði króna í fyrra og jókst hún um sex prósent á milli ára.
Stjórn félagsins leggur til að ekki verði greiddur arður til hluthafa á árinu. Helgi Vilhjálmsson, kenndur við Góu, er eini eigandi og framkvæmdastjóri félagsins.
Keyptu á KFC fyrir 3 milljarða
