Bráðamóttakan á Menningarnótt: Ölvun, átök og aukastarfsfólk á vakt Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. ágúst 2018 15:00 Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Vísir/Anton Brink Álag á bráðamóttöku Landspítalans er töluvert meira á Menningarnótt en önnur kvöld. Yfirlæknir bráðalækninga segir að frekar hafi borið á tilfellum tengdum skemmtanalífi miðað við fyrri ár.Sjá einnig: Á annan tug hópslagsmála og mikil unglingadrykkja „Það er almennt mikið álag á bráðamóttökunni á Menningarnótt og meira álag en miðað við aðra daga. Við undirbúum okkur með því að hafa aukastarfsfólk á vaktinni þennan dag og þessa nótt, í öllum starfsstéttum,“ segir Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum í samtali við Vísi. Aðspurður segir Jón að tilfellin tengist flest hátíðahöldum í borginni.Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttöku.Mynd/Aðsend„Í fyrsta lagi eru þetta tilfelli sem tengjast Reykjavíkurmaraþoninu, bæði meiðsli og ofáreynsla sem geta komið þaðan, og svo eftir því sem líður á daginn og kvöldið eru það tilfelli sem snúa að ölvun og átökum.“Hvernig var álagið á laugardaginn miðað við fyrri Menningarnætur?„Það var minna að gera í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið en heldur meira að gera í tengslum við skemmtanalíf kvöldsins.“ Að sögn Hrannar Stefánsdóttur, verkefnastjóra neyðarmóttöku Landspítalans, var álagið ekki mikið á neyðarmóttöku kynferðisbrota á Menningarnótt nú um helgina. Hún tekur þó undir með Jóni og segir almennt um að ræða mikla álagsnótt á spítalanum. Eins og áður hefur komið fram var einnig afar mikill erill hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt. Samtals þurfti lögregla að sinna 131 máli og tíu gistu fangageymslur. Tilkynnt var um tvær líkamsárásir, talsvert var um ölvun og slagsmál meðal ungmenna auk þess sem lögregla var tvisvar kölluð til vegna gruns um heimilisofbeldi. Heilbrigðismál Landspítalinn Lögreglumál Menningarnótt Tengdar fréttir Á annað hundrað þúsund manns í miðbænum Á þriðja hundrað viðburðir eru skipulagðir í Reykjavíkurborg á Menningarnótt sem verður sett nú í hádeginu. Búist er fleiri en hundrað þúsund manns sæki miðborgina heim og segir borgarstjóri að með mikilli skipulagningu þoli innviðir borgarinnar alla þá aðsókn sem verður fram á kvöld. 18. ágúst 2018 13:58 Á annan tug hópslagsmála og mikil unglingadrykkja Tilkynnt var um á annan tug hópslagsmála á Menningarnótt í gær sem flest áttu sér stað á Ingólfstorgi. Þá var mikið um unglingadrykkju en verkefnastjóri Menningarnætur telur aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við því eins vel og hægt er. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir mikilvægt að sofna ekki á verðinum gagnvart unglingadrykkju. 19. ágúst 2018 19:33 Ók ölvaður inn á hátíðarsvæði Menningarnætur Lögregla þurfti í dag að hafa afskipti af ölvuðum ökumanni sem virt hafði lokanir að vettugi. Að öðru leyti fer hátíðin vel af stað. Búist er við miklum fjölda fólks í miðbænum. 18. ágúst 2018 18:37 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Álag á bráðamóttöku Landspítalans er töluvert meira á Menningarnótt en önnur kvöld. Yfirlæknir bráðalækninga segir að frekar hafi borið á tilfellum tengdum skemmtanalífi miðað við fyrri ár.Sjá einnig: Á annan tug hópslagsmála og mikil unglingadrykkja „Það er almennt mikið álag á bráðamóttökunni á Menningarnótt og meira álag en miðað við aðra daga. Við undirbúum okkur með því að hafa aukastarfsfólk á vaktinni þennan dag og þessa nótt, í öllum starfsstéttum,“ segir Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum í samtali við Vísi. Aðspurður segir Jón að tilfellin tengist flest hátíðahöldum í borginni.Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttöku.Mynd/Aðsend„Í fyrsta lagi eru þetta tilfelli sem tengjast Reykjavíkurmaraþoninu, bæði meiðsli og ofáreynsla sem geta komið þaðan, og svo eftir því sem líður á daginn og kvöldið eru það tilfelli sem snúa að ölvun og átökum.“Hvernig var álagið á laugardaginn miðað við fyrri Menningarnætur?„Það var minna að gera í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið en heldur meira að gera í tengslum við skemmtanalíf kvöldsins.“ Að sögn Hrannar Stefánsdóttur, verkefnastjóra neyðarmóttöku Landspítalans, var álagið ekki mikið á neyðarmóttöku kynferðisbrota á Menningarnótt nú um helgina. Hún tekur þó undir með Jóni og segir almennt um að ræða mikla álagsnótt á spítalanum. Eins og áður hefur komið fram var einnig afar mikill erill hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt. Samtals þurfti lögregla að sinna 131 máli og tíu gistu fangageymslur. Tilkynnt var um tvær líkamsárásir, talsvert var um ölvun og slagsmál meðal ungmenna auk þess sem lögregla var tvisvar kölluð til vegna gruns um heimilisofbeldi.
Heilbrigðismál Landspítalinn Lögreglumál Menningarnótt Tengdar fréttir Á annað hundrað þúsund manns í miðbænum Á þriðja hundrað viðburðir eru skipulagðir í Reykjavíkurborg á Menningarnótt sem verður sett nú í hádeginu. Búist er fleiri en hundrað þúsund manns sæki miðborgina heim og segir borgarstjóri að með mikilli skipulagningu þoli innviðir borgarinnar alla þá aðsókn sem verður fram á kvöld. 18. ágúst 2018 13:58 Á annan tug hópslagsmála og mikil unglingadrykkja Tilkynnt var um á annan tug hópslagsmála á Menningarnótt í gær sem flest áttu sér stað á Ingólfstorgi. Þá var mikið um unglingadrykkju en verkefnastjóri Menningarnætur telur aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við því eins vel og hægt er. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir mikilvægt að sofna ekki á verðinum gagnvart unglingadrykkju. 19. ágúst 2018 19:33 Ók ölvaður inn á hátíðarsvæði Menningarnætur Lögregla þurfti í dag að hafa afskipti af ölvuðum ökumanni sem virt hafði lokanir að vettugi. Að öðru leyti fer hátíðin vel af stað. Búist er við miklum fjölda fólks í miðbænum. 18. ágúst 2018 18:37 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Á annað hundrað þúsund manns í miðbænum Á þriðja hundrað viðburðir eru skipulagðir í Reykjavíkurborg á Menningarnótt sem verður sett nú í hádeginu. Búist er fleiri en hundrað þúsund manns sæki miðborgina heim og segir borgarstjóri að með mikilli skipulagningu þoli innviðir borgarinnar alla þá aðsókn sem verður fram á kvöld. 18. ágúst 2018 13:58
Á annan tug hópslagsmála og mikil unglingadrykkja Tilkynnt var um á annan tug hópslagsmála á Menningarnótt í gær sem flest áttu sér stað á Ingólfstorgi. Þá var mikið um unglingadrykkju en verkefnastjóri Menningarnætur telur aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við því eins vel og hægt er. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir mikilvægt að sofna ekki á verðinum gagnvart unglingadrykkju. 19. ágúst 2018 19:33
Ók ölvaður inn á hátíðarsvæði Menningarnætur Lögregla þurfti í dag að hafa afskipti af ölvuðum ökumanni sem virt hafði lokanir að vettugi. Að öðru leyti fer hátíðin vel af stað. Búist er við miklum fjölda fólks í miðbænum. 18. ágúst 2018 18:37