Ashley Williams er fyrirliði velska landsliðsons en hann er nú á láni hjá Stoke City frá Everton. Hann hefur spilað með Gylfa Þór Sigurðssyni bæði hjá Everton og Swansea City.
Í maí var Ashley Williams að spila með velska landsliðinu í vináttuleik á móti Mexíkó í Bandaríkjunum þegar hann mölbraut tvö rifbein eftir slæmt samstuð.
Williams var fluttur á sjúkrahús en sem betur fer tóku læknarnir, á þessu sjúkrahúsi í Kaliforníu, eftir því að annað lungað hans var fallið saman því annars hefði getað farið mun verr fyrir honum. Hann fór því í skyndi í aðgerð. Aðgerðin tókst vel og hann var kominn aftur inn á fótboltavöllinn í haust.
Multiple breaks of two ribs and a collapsed lung.
Ashley Williams has spoken on the injury that he says "could have been a lot worse".
More: https://t.co/TQlX2XMcT2pic.twitter.com/r3iMGjQx3r
— BBC Sport (@BBCSport) September 6, 2018
„Þegar ég horfi til baka þá hefði þetta getað verið mun verra. Það fær mann til að hugsa,“ sagði Ashley Williams í viðtali við BBC.
„Þetta var alvarlegt þó að ég hafi ekki verið á því þarna en kannski hafði morfínið einhver áhrif þar,“ sagði Williams í léttum tón.
„Ég fann mikið til og ég hef aldrei áður á ævinni fundið svona mikið til. Sársaukinn fylgdi hverjum andardrætti og allir sem hafa orðið fyrir svona meiðslum geta sagt hversu vont þetta er,“ sagði Williams.
„Þetta hefði getað endað mun verr ef læknaliðið hefði ekki tekið eftir þessu eða að ég hefði farið í flug. Þá hefði þetta getað orðið mjög slæmt,“ sagði Williams.