Lítur út fyrir að Sverrir byrji á móti Sviss: „Vonandi fer tækifærunum fjölgandi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. september 2018 15:00 Sverrir Ingi Ingason er búinn að vera klár í þó nokkurn tíma. vísir/bubblur Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta hefja leik í Þjóðadeildinni, nýrri landsliðakeppni á vegum UEFA, á laugardaginn þegar að liðið mætir Sviss í St. Gallen. Keppnin hefur verið kölluð Meistaradeild landsliða. „Þetta er flott deild og það verður eflaust töluvert skemmtilegra að spila þessa leiki heldur vináttuleikina. Hver einasti leikur núna skiptir máli þannig að við þurfum að gjöra svo vel og vera klárir á laugardaginn,“ segir Sverrir Ingi Ingason, miðvörður, við Guðmund Benediktsson í Schrun þar sem að liðið æfir. Sverrir hefur verið næsti maður inn í miðvörðinn um nokkurt skeið en lítið komist að vegna frábærrar frammistöðu Ragnars Sigurðssonar og Kára Árnasonar. Miðað við æfingar vikunnar lítur út fyrir að Sverrir byrji leikinn. „Það er eitthvað sem verður að koma í ljós. Ég hef verið að koma meira og meira inn í þetta upp á síðkastið og vonandi fer tækifærunum fjölgandi á næstu árum. Ég verð bara klár ef þjálfarinn vill spila mér á laugardaginn,“ segir Sverrir sem býst við hörkuleik á móti Sviss. „Sviss er með hörkulið. Þeir hafa verið á stórmótunum undanfarin ár og eru með góða leikmenn. Við þurfum að eiga topp leik til að vinna þá á laugardaginn. Við stefnum á að gera það.“ Erik Hamrén er að stýra liðinu á sínum fyrstu æfingum en hvernig er hann að koma til leiks? „Hann kemur inn með sína hugmyndafræði á einhverjum sviðum. Með nýjum manni fylgir eitthvað nýtt en hann vill halda í það sem við höfum verið að gera vel á síðustu árum sem er skiljanlegt. Við höfum við að ná úrslitum. Vonandi getum við bara orðið enn betra lið,“ segir Sverrir Ingi Ingason. Allt viðtalið má sjá hér að neðan. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Gummi Ben hitti Erik Hamrén: Sagður galinn að taka við Íslandi á þessum tímapunkti Eric Hamrén stýrir Íslandi í fyrsta sinn eftir þrjá daga á móti Sviss. 5. september 2018 10:00 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Draumabyrjun hjá Nistelrooy Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Salah jafnaði met Rooneys Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta hefja leik í Þjóðadeildinni, nýrri landsliðakeppni á vegum UEFA, á laugardaginn þegar að liðið mætir Sviss í St. Gallen. Keppnin hefur verið kölluð Meistaradeild landsliða. „Þetta er flott deild og það verður eflaust töluvert skemmtilegra að spila þessa leiki heldur vináttuleikina. Hver einasti leikur núna skiptir máli þannig að við þurfum að gjöra svo vel og vera klárir á laugardaginn,“ segir Sverrir Ingi Ingason, miðvörður, við Guðmund Benediktsson í Schrun þar sem að liðið æfir. Sverrir hefur verið næsti maður inn í miðvörðinn um nokkurt skeið en lítið komist að vegna frábærrar frammistöðu Ragnars Sigurðssonar og Kára Árnasonar. Miðað við æfingar vikunnar lítur út fyrir að Sverrir byrji leikinn. „Það er eitthvað sem verður að koma í ljós. Ég hef verið að koma meira og meira inn í þetta upp á síðkastið og vonandi fer tækifærunum fjölgandi á næstu árum. Ég verð bara klár ef þjálfarinn vill spila mér á laugardaginn,“ segir Sverrir sem býst við hörkuleik á móti Sviss. „Sviss er með hörkulið. Þeir hafa verið á stórmótunum undanfarin ár og eru með góða leikmenn. Við þurfum að eiga topp leik til að vinna þá á laugardaginn. Við stefnum á að gera það.“ Erik Hamrén er að stýra liðinu á sínum fyrstu æfingum en hvernig er hann að koma til leiks? „Hann kemur inn með sína hugmyndafræði á einhverjum sviðum. Með nýjum manni fylgir eitthvað nýtt en hann vill halda í það sem við höfum verið að gera vel á síðustu árum sem er skiljanlegt. Við höfum við að ná úrslitum. Vonandi getum við bara orðið enn betra lið,“ segir Sverrir Ingi Ingason. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Gummi Ben hitti Erik Hamrén: Sagður galinn að taka við Íslandi á þessum tímapunkti Eric Hamrén stýrir Íslandi í fyrsta sinn eftir þrjá daga á móti Sviss. 5. september 2018 10:00 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Draumabyrjun hjá Nistelrooy Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Salah jafnaði met Rooneys Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjá meira
Gummi Ben hitti Erik Hamrén: Sagður galinn að taka við Íslandi á þessum tímapunkti Eric Hamrén stýrir Íslandi í fyrsta sinn eftir þrjá daga á móti Sviss. 5. september 2018 10:00