Ekkert frekar var gefið upp um áætlanir þjóðanna. Til að mynda í hvaða borgum væri áætlað að hafa ákveðnar greinar. Venjulega er tilkynnt sjö árum fyrir leikana hvar þeir fara fram. Kóreuþjóðirnar hafa því fram til 2025 til þess að ganga frá sínum málum.
Þýskaland hefur þegar greint frá því að landið ætli að sækja um að halda leikana árið 2032. Brisbane í Ástralíu vill líka halda leikana og svo eru Indverjar að skoða möguleikann á að sækja um.
Ólympíuleikarnir fóru fram í Seoul í Suður-Kóreu árið 1988 og svo voru Vetrarólympíuleikarnir í landinu fyrr á árinu.
Donald Trump Bandaríkjaforseti er á meðal þeirra sem er mjög spenntur fyrir þessari umsókn.
....returned home to the United States. Also, North and South Korea will file a joint bid to host the 2032 Olympics. Very exciting!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 19, 2018