Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2018 18:08 Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Washington vegna tilnefningar Kavanaugh. AP/J. Scott Applewhite Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. Fundurinn tafðist nokkuð á meðan Jeff Flake, þingmaður Repúblikanaflokksins, ræddi við þingmenn beggja flokka. Niðurstaðan var sú að Flake var tilbúinn til að veita Kavanaugh atkvæði sitt í nefndinni. Hins vegar sagðist hann ekki tilbúinn til að veita honum atkvæði sitt á þinginu sjálfu, þar sem Repúblikanar eru með mjög nauman meirihluta, 51-49, án þess að Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, fái nokkra daga til að rannsaka ásakanirnar gegn Kavanaugh en hann hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi af minnst þremur konum.Ræða málið í kvöldUppfært 20:00: Þingnefndin hefur tilkynnt að hún muni fara fram á að FBI muni rannsaka málið og að rannsóknin megi ekki taka meira en eina viku frá deginum í dag.Uppfært 21:15: Donald Trump hefur skipað FBI að hefja „takmarkaða“ rannsókn. Í tillögu dómsmálanefndarinnar segir að rannsóknin eigi eingöngu að snúa að „núverandi“ og „áreiðanlegum“ ásökunum gegn Kavanaugh. Samningaviðræður standa enn yfir en fundi nefndarinnar var slitið áður en atkvæðagreiðsla um að leggja til FBI rannsókn var tekin fyrir. Það er ekki ljóst hvort að þingmenn Repúblikanaflokksins eða Donald Trump, muni styðja hugmyndina að fá FBI til að rannsaka málið. Hvíta húsið þyrfti að fara fram á slíka rannsókn. Ef einn þingmaður Repúblikanaflokksins er sammála Flake munu Repúblikanar ekki koma tilnefningu Kavanaugh í gegnum þingið, án rannsóknar FBI. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði fjölmiðlum í kjölfarið að hann hefði ekki íhugað að draga tilnefningu Kavanaugh til baka. Viðræður á milli þingmanna um mögulega töf á atkvæðagreiðslu þingsins um tilnefningu Kavanaugh munu standa yfir í kvöld, samkvæmt fjölmiðlum ytra.Hvað fékk Flake til að skipta um skoðun? Fyrr í dag gaf Flake út tilkynningu um að hann ætlaði að veita Kavanaugh stuðning sinn. Í yfirlýsingunni sagði Flake að nefndarfundur gærdagsins þar sem bæði Kavanaugh og Christine Blasey Ford, sem segir hann hafa reynt að nauðga sér þegar þau voru í menntaskóla, báru vitni, hefði ekki hjálpað honum við að taka ákvörðun. „Það sem ég veit er að réttarkerfi okkar byggir á því að aðilar eru taldir saklausir, sé ekki hægt að sanna að þeir séu sekir,“ sagði Flake. Skömmu eftir að hann sendi frá sér tilkynninguna var Flake á leið á fund nefndarinnar þegar tvær konur gáfu sig á tal við hann. Þær voru báðar grátandi og báðu hann um að skipta um skoðun. „Á mánudaginn stóð ég fyrir utan skrifstofu þína,“ sagði Ana Maria Archila, önnur kvennanna. „Ég sagði frá kynferðisárás sem ég varð fyrir. Ég sagði frá henni af því að ég tel Ford vera að segja sannleikann. Það sem þú ert að gera er að leyfa aðila sem hefur brotið gegn konu að sitja í Hæstarétti.“ Hin konan sagði: „Það var brotið á mér og enginn trúði mér. Ég sagði engum, og þú ert að segja öllum konum að þær skipti ekki máli, að þær eigi bara að þegja því ef þær segir þér frá því sem þær urðu fyrir munt þú hunsa þær. Þetta er það sem kom fyrir mig og þú ert að segja öllum konum Bandaríkjanna að þær skipti ekki máli.“ Hún bað Flake um að horfa í augun á sér og segja sér að það sem hún fór í gegnum skipti ekki máli. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Ætlar ekki að láta „þvinga sig“ til að hætta Brett Kavanaugh grét þegar hann varði sig gagnvart ásökunum um kynferðisbrot. 27. september 2018 22:45 „Hundrað prósent“ viss um að Kavanaugh hafi reynt að nauðga henni Christine Blasey Ford bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. 27. september 2018 18:30 Mikilvægur þingmaður lýsir yfir stuðningi við Kavanaugh Líklegt þykir að dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings muni samþykja tilnefningu Brett Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 28. september 2018 17:06 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. Fundurinn tafðist nokkuð á meðan Jeff Flake, þingmaður Repúblikanaflokksins, ræddi við þingmenn beggja flokka. Niðurstaðan var sú að Flake var tilbúinn til að veita Kavanaugh atkvæði sitt í nefndinni. Hins vegar sagðist hann ekki tilbúinn til að veita honum atkvæði sitt á þinginu sjálfu, þar sem Repúblikanar eru með mjög nauman meirihluta, 51-49, án þess að Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, fái nokkra daga til að rannsaka ásakanirnar gegn Kavanaugh en hann hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi af minnst þremur konum.Ræða málið í kvöldUppfært 20:00: Þingnefndin hefur tilkynnt að hún muni fara fram á að FBI muni rannsaka málið og að rannsóknin megi ekki taka meira en eina viku frá deginum í dag.Uppfært 21:15: Donald Trump hefur skipað FBI að hefja „takmarkaða“ rannsókn. Í tillögu dómsmálanefndarinnar segir að rannsóknin eigi eingöngu að snúa að „núverandi“ og „áreiðanlegum“ ásökunum gegn Kavanaugh. Samningaviðræður standa enn yfir en fundi nefndarinnar var slitið áður en atkvæðagreiðsla um að leggja til FBI rannsókn var tekin fyrir. Það er ekki ljóst hvort að þingmenn Repúblikanaflokksins eða Donald Trump, muni styðja hugmyndina að fá FBI til að rannsaka málið. Hvíta húsið þyrfti að fara fram á slíka rannsókn. Ef einn þingmaður Repúblikanaflokksins er sammála Flake munu Repúblikanar ekki koma tilnefningu Kavanaugh í gegnum þingið, án rannsóknar FBI. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði fjölmiðlum í kjölfarið að hann hefði ekki íhugað að draga tilnefningu Kavanaugh til baka. Viðræður á milli þingmanna um mögulega töf á atkvæðagreiðslu þingsins um tilnefningu Kavanaugh munu standa yfir í kvöld, samkvæmt fjölmiðlum ytra.Hvað fékk Flake til að skipta um skoðun? Fyrr í dag gaf Flake út tilkynningu um að hann ætlaði að veita Kavanaugh stuðning sinn. Í yfirlýsingunni sagði Flake að nefndarfundur gærdagsins þar sem bæði Kavanaugh og Christine Blasey Ford, sem segir hann hafa reynt að nauðga sér þegar þau voru í menntaskóla, báru vitni, hefði ekki hjálpað honum við að taka ákvörðun. „Það sem ég veit er að réttarkerfi okkar byggir á því að aðilar eru taldir saklausir, sé ekki hægt að sanna að þeir séu sekir,“ sagði Flake. Skömmu eftir að hann sendi frá sér tilkynninguna var Flake á leið á fund nefndarinnar þegar tvær konur gáfu sig á tal við hann. Þær voru báðar grátandi og báðu hann um að skipta um skoðun. „Á mánudaginn stóð ég fyrir utan skrifstofu þína,“ sagði Ana Maria Archila, önnur kvennanna. „Ég sagði frá kynferðisárás sem ég varð fyrir. Ég sagði frá henni af því að ég tel Ford vera að segja sannleikann. Það sem þú ert að gera er að leyfa aðila sem hefur brotið gegn konu að sitja í Hæstarétti.“ Hin konan sagði: „Það var brotið á mér og enginn trúði mér. Ég sagði engum, og þú ert að segja öllum konum að þær skipti ekki máli, að þær eigi bara að þegja því ef þær segir þér frá því sem þær urðu fyrir munt þú hunsa þær. Þetta er það sem kom fyrir mig og þú ert að segja öllum konum Bandaríkjanna að þær skipti ekki máli.“ Hún bað Flake um að horfa í augun á sér og segja sér að það sem hún fór í gegnum skipti ekki máli. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Ætlar ekki að láta „þvinga sig“ til að hætta Brett Kavanaugh grét þegar hann varði sig gagnvart ásökunum um kynferðisbrot. 27. september 2018 22:45 „Hundrað prósent“ viss um að Kavanaugh hafi reynt að nauðga henni Christine Blasey Ford bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. 27. september 2018 18:30 Mikilvægur þingmaður lýsir yfir stuðningi við Kavanaugh Líklegt þykir að dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings muni samþykja tilnefningu Brett Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 28. september 2018 17:06 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Ætlar ekki að láta „þvinga sig“ til að hætta Brett Kavanaugh grét þegar hann varði sig gagnvart ásökunum um kynferðisbrot. 27. september 2018 22:45
„Hundrað prósent“ viss um að Kavanaugh hafi reynt að nauðga henni Christine Blasey Ford bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. 27. september 2018 18:30
Mikilvægur þingmaður lýsir yfir stuðningi við Kavanaugh Líklegt þykir að dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings muni samþykja tilnefningu Brett Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 28. september 2018 17:06